Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 8

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 8
markmiði að viðhalda vinnuskipu- lagi þar sem örfáir forstjórar og yfir- menn hafa völdin og stjórna þeim sem lægra eru settir (hierarkiske struktur) og leyna því að vinnan er ónauösynleg í því formi sem verið hefur hingað til. í oktoberhefti ,,Reperes“ (Ceres’ tímarit) má lesa undir fyrirsögninni „Vinnufælni" vitnisburð baráttu- fúsra verkamanna sem tilheyra „ábyrgðarlausu kynslóðinni”. „Þeir neita að vinna og beita fyrir sig fælni af ýmsu tagi. Þeir „detta í það“ og er andskotans sama þótt yfirmennirnir aðvari þá“. Eöa þeir einfaldlega mæta ekki til vinnu. „I mínum aug- um er fjarvistin tjáningarmáti”, segir Jean-Luc hjá Peugeot. Að lokum spyrja höfundar greinarinnar sjálfa sig „hvort fælnin, hin almenna til— helvítis-meö-þetta-allt-hugsunin og kæruleysið verði ekki þegar til lengri tíma er litið, grundvöllur fjölda- hreyfingar sem verði þátttakandi í samfélagsbyltingunni” eða „gæti grafið undan og eyðilagt hiö kapí- talíska samfélag, sem þegar riðar til falls”. Atvinnuleysið verður á endanum hætta fyrir samfélagið vegna þeirrar andstöðu sem það kallar fram gegn óöruggri og innihaldslausri vinnu. Þannig má heyra verjendur þessa samfélags (burt séð frá hvort þeir teljast til hægri eða vinstri) krefjast „atvinnutækifæra” sem markmiðs í sjálfu sér, óháð því hvaða tilgangi þau þjóna. Þá gildir einu hvort um er að ræða hergagnaframleiðslu, lúx- usvarning, kaupa- og-kasta-varning eða fyrirtæki sem menga umhverfið með geislavirkum úrgangi. Öllu er tekið opnum örmum aðeins ef það „skapar atvinnutækifæri”. Nú gildir ekki lengur að vinna til að framleiða, heldur að framleiða til að vinna. Málpípur fólksfjölgunar brýna beinlínis fyrir okkur að eignast fleiri börn til að tryggja framleiðslunni neytendur. í framhaldi af slíkum hugsunarhætti kemur stríðshag- kerfið og sjálft stríðið. Hingað til hefur það verið eina áhrifaríka leiðin til að tryggja öllum fulla atvinnu og halda vélunum gangandi, þegar framleiðnin er orðin meiri en neyslugetan. Hvað gerðist ef fólk fengi meiri tíma til að móta eigið líf, samskipti við aðra og samfélag sitt, í stað þess að fá meiri peninga? Kenningasmiðir tölvusamfélags- ins ábyrgjast eftir sem áður að í framtíðinni verði ekki beitt eins sið- lausum aðferðum við að „skapa at- vinnutækifæri”. Þær felast í því að fá launaða sérfræðinga til að fram- kvæma það sem fólk hefur hingað til gert upp á eigin spýtur og með eigin hugmyndaflugi. Heilbrigði, fegurð, kynlíf, vöggustofur, barnauppeldi o.s.frv. Þetta má allt staðla og færa í hendur sérfræðinga sem aðstoða hvern og einn. Þegar sú „hætta” verður fyrir- sjáanleg að sjálfvirknin geri fólki kleift að ráða meiru um eigin at- hafnir, veröur her sérfræöinga í hinum nýju þjónustugreinum kvaddur á vettvang til að ráða fólki frá því að vera að vasast sjálft í eigin málefnum. Öllu er hægt að treysta sérfræðingunum fyrir: þeir eiga aö mata börnin, elda mat, rækta líkam- ann, sjá um leikfimi, hugga harm- þrungna og þeim má treysta fyrir persónulegum vandamálum. Þannig er hægt aö skapa milljónir atvinnutækifæra og opna áður óþekkt svið með kaup og sölu fyrir augum. Sumir fá þannig sérhæft verkefni til að leysa, en aðrir verða að óvirkum neytendum þeirrar þjónustu sem enn aðrir sérfræðing- ar hafa á höndum. Er þessi nýja starfsemi framleiðin? Að sjálfsögðu ekki. Hún dregur úr sjálfstæði einstaklinga, eykur ein- angrun þeirra og ósjálfstæði. Eini tilgangur slíkrar starfsemi er að gera fyrirbæri að tekjuöflunarleið sem hingað til hafa ekki verið það — og tryggja þannig aukna peningaveltu. Þetta minnir á fræga tilvitnun í Bertrand de Jouvenels: Tvær mæður gæta barna hvor annarrar og greiða fyrir. í augum hagfræð- inganna hefur þjóðarframleiðslan aukist með þessum launagreiðslum þó þær hafi í raun og veru ekki framleitt nokkurn skapaðan hlut, þvert á móti. Mörg sviö efnahags- lífsins í okkar samfélagi einkennast nú þegar af slíkum viðskiptum. Til að „fjölga atvinnutækifærum” er þó enn verra heitið: hverjum einstakl- ingi er ætluð full vinna í innihalds- lausu starfi fyrir aðra, til þess að geta greitt fyrir þá grautfúlu vinnu sem aðrir vinna fyrir okkur. En ef allir fengju meiri tíma til að móta eigið líf og samfélagið í stað- inn fyrir meiri peninga, yrði fólk þá ekki almennt ánægðara með hlut- skipti sitt? Við fengjum minna af innihaldslausri og þrúgandi vinnu — og meira af vinnu sem fær okkur til að tjá okkur betur og dýpka skiln- ing okkar. Við gætum orðið að „rík- um einstaklingum" með fjölbreyti- lega hæfileika, eins og Marx bendir á varðandi kommúnískt samfélag — þarsem „raunverulegur mælikvarði á ríkidæmið” er sá tími sem allir geta ráðstafað sjálfir að eigin geðþótta. Hvorki innihaldslausar frístundir vinnandi fólks né tómleg tilvera aldraðra, heldur frjáls tími til allt annars konar athafna. Ekki bara at- vinnuleysi, heldur „skapandi at- vinnuleysi” eins og Ivan lllich oröar það. Um þetta má lesa í bók Guy Aznar: Höfnum frístundunum, höfn- um tilveru hinna „öldruðu”. Hann gengur út frá andstæðunni milli ópersónulegs starfs sem menn vinna aðeins launanna vegna, og þeirrar vinnu sem menn leggja sig alla fram við, til að ná markmiðum sem þeir meta mikils sjálfir. Hvers vegna ekki breytileg „vinnustunda- tafla” sem gerir mönnum kleift að vinna aðeins hálfan vinnudag, „þrjáfjóröu eða hætta tveim tímum fyrr daglega”? Eöa „vinna annan hvern dag, aðra hverja viku eða tvo af hverjum þremur mánuðum" o.s.frv. Ef til vill vegna þess að maður þénar ekki nóg þannig? „Ný- skipan vinnutímans” er auðvitað háð því að Frakkar nái því 40% launaforskoti sem Hollendingar, Belgar og Þjóðverjar hafa. Og að fátæki helmingur þjóðarinnar ráði í framtíðinni meira en 20% af þjóðar- tekjunum eins og nú tíðkast á sama tíma og 5% hinna ríkustu ráða yfir meira en 25%. Ef til vill ber einhver því við að ef launin verði sambærileg þeim þýsku eða sænsku muni verkamenn frem- ur vilja hækka laun sín heldur en að minnka vinnu sína? Reynslan sýnir hið gagnstæða. í iðnríkjunum eru 20—30% framleiöslunnar unnin af starfsfólki í hlutastörfum og krafan um styttingu vinnutímans hefur ver- ið efst á blaöi hjá Renaultverkafólki í Billancourt síðan 1969. Ef til vill heldur einhver því fram að hlutastarf sé ósamrýmanlegt „raun- verulegri vinnu", starfsframa og vinnumenningunni? Hér er reynslan einnig önnur: það er einmitt þving- unin til að vinna einhæf og tilbreyt- ingarlaus störf (rutinearbejde) allan daginn sem stendur í vegi fyrir vinnumenningu. Störfin hafa verið eyöilögð með vísindalegri skipu- lagningu vinnunnar og þau fáu störf sem enn krefjast menntunar munu að mestu hverfa með sjálfvirkninni. Að minnsta kosti 70% allra starfa krefjast engrar sérstakrar mennt- unar — þess í stað gleymist mönn- um það litla sem þeir hafa lært. Kenning Aznar's (líkt og sú kenn- 6 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.