Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 11

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 11
Völundur Öskarsson Rokk í andstöðu Rock in Opposition (RIO) eru samtök nokkurra evrópskra hljómsveita. Þær eiga það sameiginlegt að vera óvenjulegar og falia illa inní sölumennsku tón- listiðnaðarins. Enda hafa þær verið lokaðar úti í kuld- anum. Enska hljómsveitin Henry Cow átti frumkvæðið að stofnun þessara samtaka veturinn 1977—78. Mark- mið félagsskaparins er að styrkja stöðu framsækinnar rokk-tónlístar í Evrópu. f þeim tilgangi hefur RIO gengist fyrir tónleikahaldi víða á meginlandinu, og hefur auk þess staðið að útgáfu og dreifingu á eigin vegum. Ein þessara hljómsveita er íslendingum ekki með öllu ókunn. Hún er Zamla Mammaz Manna frá Svíþjóð, sem hélt hljómleika hér á landi 1979. Það sem hér fer á eftir er að mestu þýðing á grein eftir Chris Cutler, trommuleikara Henry Cow, sem birtist í tímaritinu Sound International árið 1978. Þess ber að geta að frá þeim tíma hafa orðið nokkrar breytingar á samtökunum. Henry Cow starfar ekki lengur, en þrír meðlima hennar skipa nú hljómsveitina Art Bears, sem, ásamt belgísku hljómsveitinni Aksak Maboul og Art Zoyd III frá Frakklandi, hefur gengið í samtökin. Evrópumarkaðurinn var skapaður fyrirensk-amerískatónlist. Hún náði þeirri valdastööu sem hefur aldrei verið hnekkt. Síðastliðin 40 ár hafa bresk og amerísk fyrirtæki skotið föstum rótum útum alla Evrópu, flutt inn sína framleiðslu og þarmeð sína menningu. Á þennan hátt (og með sjónvarpstónlist, ,,muzak“, kvik- myndum o.s.frv.) hafa þau búið til og ákvarðað evrópskan menningar- mælikvarða og skapað þær að- stæður sem allur innlendur iðnaður og tónlistarfólkið verður að vinna við. Þangað til mjög nýlega þurfti evrópskur rokksöngvari eöa hljóm- sveit sem kom fram að herma eftir breskum ellegar amerískum fyrir- myndum. Þess vegna hefur sérstök tegund tónlistarlegrar og efnahags- legrar þjóðernishyggju alltaf fylgt og ákvarðað fyrstu skrefin sem evrópskt tónlistarfólk hefur tekið í þá átt að slíta sig burt frá útlendri menningu. Hún er eiginlega tvöföld blóösuga því hún er ekki aðeins sprottin upp- úr framandi umhverfi heldur einnig undir yfirráðum útlendrar kaup- sýslu. Þessi þjóðernishyggja hefur tekið á sig tvö form í tónlistinni: 1) Meðan evrópskar hljómsveitir urðu eitt sinn að syngja á ensku, þá hafa þær nú tekið upp á því að syngja á eigin tungu (á þessu stigi skýr pólitísk athöfn). 2) f stað blúsins eða breska poppsins hafa þær byrjað að draga sig eftir hefðbundinni evrópskri tónlist eða sinni eigin þjóðlagatón- list. Það er ekki þar með sagt aö út- lend framleiðsla sé ekki stöðugt vinsælust. Það er hún, og Bowie og Zappa trekkja enn mesta fjöldann. Lókalhljómsveitir hafa heldur ekki hætt að apa eftir útlendum hljóm- sveitum. Sérstaklega á það við jass-rokk. En það þjóðlega sjálf- stæði í tónlistinni sem er til staðar styrkist um leiö og ekki þarf lengur að reiöa sig á útlendan iðnað — vegna þess að núna hefur innlend- um fyrirtækjum vaxið fiskur um hrygg um leið og markaðurinn hefur stækkað og þau eru jafnvel byrjuð að bítast um söluna við útlendu fyrirtækin. Jafnvel þótt hin stærri þeirra storki efnahagslegu valdi Bretlands og Ameríku, þá storka þau því miður á engan hátt hinni menningarlegu heimsvaldastefnu sem þetta efnahagslega veldi hefur í för með sér. Bissniss er bissniss og er fyrst og fremst umhugað um þenslu með hagnað fyrir augum. Hagnaðurinn liggur í hinu viðtekna og barátta fyrir þjóðlegri menningu hefur vanalega ekki þótt arðvænleg. En hvar stendur tónlistarfólkið? Nú, einsog venjulega ef það ætlar sér að koma fram verður það að vera örugg fjárfesting (umboðs- maður þarf að vera viss um áheyr- endur) og það þýðir að fyrr eða síðar fæst hljómplata útgefin. Að fá út- gefna plötu merkir svo að vera eitt- hvað sem hljómplötufyrirtæki vill fjárfesta í, að minnsta kosti eitthvað sem borgar sig og þetta hefur yfir- leitt í för með sér að það endurtekur það sem hefur verið reynt og gert nú þegar. Ef þetta á að vera aðeins áhættusamara, þá verður fram- leiðslan annaðhvort að falla inní þau form sem þegar njóta vinsælda á markaðnum eða vera eitthvað sem hefur þá þegar byggt upp sinn eigin markað, sem er nógu stór til að skila fjárfestingu til baka. Þetta er hálf- gerður djöfull að draga ef þú ert ekki að gera ,,rétta“ hlutinn. Eðlilega hafa engin ensk eða amerísk fyrirtæki haft mikinn áhuga á að styðja innlenda tónlist í löndum Evrópu — allar ákvarðanir þeirra SVART Á HVÍTU 9

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.