Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 12

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 12
voru teknar handan hafsins og framleiðslan flutt inn. Áhugi þeirra lá aðallega í því að búa til markaði fyrir þessa framleiðslu. Ef evrópsk hljómsveit fékk samn- ing var það venjulega vegna þess að hún var eftirlíking erlendra hljóm- sveita. Með því að bæta úr hljóm- leikaþörfinni sem var ekki alveg fullnægt með amerískum og ensk- um hljómsveitum, byggði hún upp eigið fylgi — en áheyrendurnir vildu heyra þessi lög sem létu kunnug- lega í eyrum! Þótt hægt færi, byrjuðu evrópsk fyrirtæki og hljómsveitir aö geta sér góðan orðstír; en fyrir margar hljómsveitirnar voru önnur og stærri Ijón íveginum: íhaldsemi, því jafnvel á meðal nýrra ,,framsækinna" fyrir- tækja var uppi krafan um ákveðna stöðlun (einræðisvald markaðslög- málanna) og mörg fyrirtæki beittu listrænni ritskoöun sem var engu minni en hinna stærri fyrirtækja. Þaö varð um síðir nauðsyn fyrir þessa tónlistarmenn að heyja breiðari baráttu — fyrir framsækinni tónlist. Þessi barátta var og er fjöl- þjóðleg. Tónlistariðnaðurinn stjórnaði menningunni meira og meira á fjöl- þjóðlegum grundvelli og þetta varð til þess að vekja uþp fjölþjóölega andspyrnu. En þó að iðnaðurinn hafi verið skipulagður, hefur and- staðan ekki verið það. Nú hafa fyrstu skrefin verið stigin í átt að einhverskonar fjölþjóölegri meðvit- und og skipulagðri starfsemi — og þetta er markmið RIO — að gera allar framfarir í hverju landi (hljóm- plötudreifing, hljómleikaferðir og upplýsingar o.s.frv.) aðgengilegar fyrir fólk í öðrum löndum, stuðla að meiri hreyfanleika, leggja áherslu á það að framsækin tónlist er alls- Zamla Mammaz Manna frá Svíþjóð. Stormy Six frá ítalíu. staðar og hún mun hasla sér völl og að styrkleiki hennar felst í samstarfi, ekki samkeppni. STORMY SIX frá Ítalíu Á Ítalíu er hljómplötuiðnaðurinn ekki nærri eins þróaður og í Bret- landi eða Frakklandi. Þar er engin vikuleg popppressa frekar en annarsstaðar í Evrópu og mánaðar- ritin hafa tilhneigingu til að vera á miklu hærra plani en þau ensku þar sem þau þurfa ekki að þjóna iðnað- inum á alveg sama hátt. Þau eru sjálfstæðari og menningarleg um- ræða ítala er nokkuð sem enska pressan myndi kalla alltof alvarlega. En þetta er afstætt að sjálfsögðu: Ítalía er engin Útópía og Bretland er ekki án sinna undantekninga. Tónleikaskipulag á Ítalíu er í höndum vinstrisinnaðra stjórnmála- flokka — allt framtak einkaaðila við skipulagningu tónleika hefur yfirleitt í för með sér fjárhagslegt hrun, eða ítalskur æskulýður neitar að borga. Skrílslæti eru oft svo mögnuð aó umboðsmenn taka ekki áhættuna aftur. (Santana yfirgaf landið t.d. eftir aóeins einn konsert fyrir fáum árum sem var algjört fíaskó). Þetta er vaninn á Ítalíu. Franco Fabbri úr Stormy Six er forseti L'Orchestra Cooperativa, sem er samvinnufélag tónlistar- manna með sitt eigið leikhús sem heitir L’Arsenale (fyrir tónleika, tón- listarkennslu og vinnustofur) og eigið hljómplötufyrirtæki L’Orch- estra — og hefur gefið út yfir 20 plötur. Andstaða þeirra gegn tón- listariðnaðinum er komin vel á veg nú þegar. Hljómleikar þeirra eru blanda af einfaldri og flókinni ítalskri þjóðlagatónlist og hefðbundnum evrópskum tónverkum — skýr og augljóslega and-amerísk. ZAMLA MAMMAZ MANNA frá Svíþjóð Nýir valkostir í tónlist og útgáfu svo og dreifingu hennar eru nú þegar til staðar í Svíþjóð. „Music forums" sér SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.