Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 13

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 13
um hljómleika, „Contact Net" um samræmingu og upplýsingar, mörg sjálfstæö útgáfufyrirtæki eru starfandi (t.d. Silence, MNW, Nackswing) og tvö blómstrandi dreifingarfyrirtæki: SAM (sem hefur 11% af innan- landssölunni í sínum höndum) og Platt Langarna. En hin tónlistarlega „Andstaða" er undarlega íhaldssöm. Hún er annað hvort amerísk rokkmúsík með róttækum textum á sænsku, eða þjóðlagatónlist. Zamla eru nokkurs konar andstaða gegn þessari andstöðu. Þeir þerjast fyrir óamerískri instrúmental rokkmúsik — og jafnvel öðru sjaldheyrðara, rokkspuna (það eru varla nokkrar aðrar hljómsveitir í Svíþjóð að fást við þetta — helst Arbete och, Fritid og Králdjursanstalten). Vegur þeirra er erfiður. Þó þeir virðist vissulega eiga samleið með þeirri „Andstöðu" sem þegar hefur skapast eru þeir um leið nauðsynlegt mótvægi við það sjálfumglaða kerfi sem fer ekki nema hálfa leiðina í róttækninni. Bæði Stormy Six og Zamlas hefur hlotnast vald og virðing í eigin lönd- um — sem kemur auðvitað til af pólitísku andrúmslofti þar og því skipulagi sem nú þegar er fyrir hendi til útbreiðslu framsækinnar tónlistar. UNIVERS ZERO frá Belgíu Univers Zero eru á hinn bóginn í gjörólíkri aðstöðu. Belgía er verri en England — sinnuleysið er ríkjandi. Það eru engir nýir valkostir í útgáfu eða tónleikahaldi, né nokkur einasti áhugi á að skapa slíkt — venjan er streit rokk undir bjórsumbli. Þannig er staða Univers Zero langsamlega verst af öllum RlO-grúppunum. Og þetta sýnir sig í tónlist þeirra — sem er að öllu leyti evrópsk og fylgir altaðþví íhaldssamri hefð — þó að þeir séu greinilega rokk- grúppa (útbúnaður hljómsveitarinn- ar er til marks um það). Ólíkt Stormy Six og Zamlaz þá er sjálf tilvera þeirra ógnandi andstaöa gegn fjandsamlegu menningarumhverfi. Þeir fá sjaldan tækifæri til að koma fram en hafa sent frá sér eina plötu, sem er gefin út í Frakklandi af nýju fyrirtæki sem er rekið af tíma- ritinu Atem. Það er athyglisvert að á fyrsta Lundúnakonserti RIO þá fengu þeir minni undirtektir en seldu fleiri plötur. Einsog Henry Cow eru þeir líklegir til að finna áheyrendur utan heimalands síns. Ekki alls fyrir löngu störfuðu þeir með 12 manna grúppu sem samanstóð af þeim og frönsku hljómsveitinni Art Zoyd III. Það krefst gífurlegrar einbeitni að halda sjálfstæði sínu bæði í tónlist og á efnahagslegum grundvelli í Belgíu og þetta speglast í strang- heiðarlegri andstöðu Univers Zero. HENRYCOW frá Bretlandi Að síðustu Henry Cow. Henry Cow gerðu samning við Virgin og kynntust með biturri reynslu vanda- málum sem fylgja því að reyna að spila eigin tónlist og starfa ígegnum venjulegt kapítalískt hljómplötu- ETRON FOU LeLOUBLAN frá Frakklandi Etron Fou LeLoublan frá Frakk- landi eru í sérstakri stööu, miðað viö hljómsveitirnar sem hefur verið minnst á, vegna þess að í Frakklandi er nú þegar stór hópur hljómsveita sem er búinn aö skipuleggja sig. I Frakklandi er stór markaður fyrir allskonar músik — þar eru áheyr- endur fyrir allt og tónlistarleg með- vitund á háu stigi. Frá Frakklandi koma flestar áhugaverðar nýjar grúppur af löndum Evrópu. Frakkar hafa nú þegar náð öðru stigi í þjóð- legri tónlistarþróun. Hið fyrsta, í upphafi áratugsins, óx upp í kring- um Magma (ákaflega evrópsk) og Gong og þær eru nú orðnar nokk- urskonar stofnun og eiga sér marga afkomendur: Zao, Surya, Weidorje, Yochk’O Seffer, Faton Cahen, Teddy Lasry, o.s.frv. Svo er auðvit- að stór flokkur nýrra hljómsveita undir áhrifum frá Magma. En þó þetta lið hafi leitt heimabaráttuna, var það gert með því að neyða hljómplötuiðnaðinn til að viður- kenna sig (með styrkri stoð Griorgio Gomelsky sem vann náið með Magma í mörg ár). Önnur bylgja er að brjótast fram utan iðnaðarins og er þar meiri fjöl- þreytni í tónlistinni: þannig eru Etron Fou Leloublan, Art Zoyd III, ZNR, Camisole og Heratius Music Corp, meðal annarra. Ekki það að þessar hljómsveitir séu nýjar af nál- inni — margar eru næstum eins gamlar og Magma, en núna hafa þær afturámóti svigrúm og eru byrj- aðar að skapa sitt eigið. Ný samtök sem skipuleggja tónleikahald vaxa nú upp í kringum þær, svo og nýtt sjálfstætt dreifingarkerfi hljóm- platna. Etron Fou eru með eigin útgáfu en það sem mikilvægara er: þeir eru hluti sameiginlegrar andstöðu sem er hvorttveggja efnahagsleg og list- ræn og er sprottin uppúr sérstæðu andrúmslofti Frakklands. Univers Zero frá Belgíu fyrirtæki, jafnvel þó það virðist „framfarasinnaó". Markaðslögmál- in syngja sinn söng og viðskiptin stefna að útþenslu og hagnaöi — að lokum taka viðskiptafræðingarnir yfir fyrirtækið. Þannig var það með Virgin og það sem fór vel af stað fyrir Henry Cow (hafði fengið útgefna plötu, henni dreift og hljómsveitin auglýst o.s.frv.) snérist smátt og smátt þeim í óhag — stærðar upptökuskuldir og plötur þeirra urðu illfáanlegar utan Bret- lands. Hljómsveitin var í þeirri undarlegu aðstöðu að 90% starfs hennar átti sér stað í Evrópu (7 mánuðir á ári), í löndum þar sem plötur þeirra voru aðeins fáanlegar í SVART Á HVÍTU 11

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.