Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 15

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 15
er leikið eftir eyranu er ekki þörf fyrir nótnaskrift, sem hefur svo í för með sér aö hver og einn leggur sitt að mörkum til vinnslu efnisins). 3. rokk-tónlistin er lágt skrifuð í menningarlegu og listrænu tilliti. Af þessu leiðir að til hennar eru ekki gerðar sömu kröfur og gerðar eru til viðurkenndrar tónlistar, og því eru rokk-hljómsveitir oft ófeimnari við að notfæra sér efnivið og aðferðir sem í hefðbundnum skilningi flokk- ast ekki til tónlistar. Vissulega gætir ólíkra viðhorfa til tónlistarinnar hjá hljómsveitunum í RIO, m.a. vegna ólíkra skilyrða sem þær búa við hver í sínu landi. Stormy Six telur t.d. Univers Zero of upp- tekna af forminu á kostnað pólitísks inntaks, en Univers Zero gagnrýnir Stormy Six fyrir ofuráherslu á póli- tíska boðun og þar af leiðandi van- ræki þeir önnur svið listarinnar. En gefum Chris Cutler lokaorðið: ,,Við gerum okkur Ijóst að rokk- músikin er raunhæft og öflugt tæki til að miðla gagnrýni og vonum. ,,Nú er sá tími sem við elskum". Þú ert hluti af þessum raunveruleika, hvaða sveit sem þú skipar. . . styrjöldin verður háð hvort sem þú tekur afstöðu eða ekki. Þetta er að- eins angi af þeirri baráttu um líf og dauða sem skekur nú heiminn — angi, sem útaf fyrir sig mun engu breyta, en baráttuna verður að heyja á öllum vígstöðvum, hversu smáar sem þær eru — allt verður að draga í efa, skoða, gera tilraunir með, öllu verður að breyta — jafnvel hug- myndunum um „ánægju" og ,,skemmtan“.“ □ Hljómplötulisti STORMY SIX: Un Biglietto Del Tram (L’Orchestra OLP 10001) Cliche (L'Orchestra OLP 10010) L'Apprendista (L’Orchestra OLP 10012) La Macchina Maccheronica ETRON FOU LeLOUBLAN: Batelages (Gratte-Ciel CIEL 2.001) Les Trois Fou's Perdegagnent (Au Pays Des . . .) (9h 17 Records 7001 /Tapioca TP 10020) HENRY COW: Hafa gefiö út fjölda platna, en sú síöasta var: Westem Culture (Broadcast Records Bc 1) ZAMLA MAMMAZ MANNA: Zamla Mammaz Manna (Silence SRS 4604) Máltid (Silence SRS4621) Klossa Knapitatet (Silence SRS 4627) Snorungarnas Symfoni (Musik Nátet Waxholm MNW 70P) För Áldre Nybegynnare/Schlagerns Mystik (Silence SRS 4640) UNIVERS ZERO: Univers Zero (Atem Records 7001) ART BEARS: Hopes and Fears (Re 21 88) Winter Songs (Re Records Re 0681) Þessar hljómplötur er hægt aö nálgast meö því aö skrifa til: RIO 5 Silverthorne Road London SW8 England SVART Á HVITU 13

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.