Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 19

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 19
Friðrik Þór Friðriksson Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson Viötal viö Dick Higgins Dick Higgins var einn af upphafsmönnum uppákom- anna svonefndu (Happenings) seint á 6. áratugnum og síðar vírkur þátttakandi í starfsemi Fluxus-hreyfing- arinnar. Hann starfar jöfnum höndum á sviði myndlistar, gjörninga, tónlistar, kvikmynda- og Ijóðagerðar. Auk þess hefur hann fengist talsvert við listgagnrýni, út- gáfustarfsemi og þyðingar (þýddi m.a. Hymnen an der Nacht eftir þýska rómantíkerinn Novalis). Higgins kom hér sl. sumar í boði Gallerís Suðprgötu 7, sýndi hluta úr grafíkseríu sinni 7.7.73 og las upp úr verkum sínum. I viðtali þvi sem hér fer á eftir ræðir hann um Fluxus- hreyfinguna, sinn eigin feril og framlag sitt til fræði- legrar umfjöllunar um nýlist síðustu tveggja áratuga. Hverjir voru stofnendur Fluxus og hvað sameinaði ykkur? Það voru sameiginleg markmið sem sameinuöu Fluxushópinn. Markmið okkar og samnefnarinn í áætlun hópsins var aö skapa list sem ekki hefði ,,útrás“ (kaþarsis) i för með sér.* Fluxus hópurinn sam- anstóð af fólki hvaðanæva af hnett- inum — Japanir, Amerfkumenn og Evrópubúar bæði að austan og vestan. En þrátt fyrir þennan ólíka uppruna maldaði aldrei neinn í mó- inn og krafðist þess að Fluxusverkin hefðu þessu ákveðnu einkenni eða hin. Okkur fannst hins vegar að þau ættu að orka á okkur eins og Fluxusverk, bera með sér þennan hugblæ Fluxushópsins, sem byggðist á andúðinni á því að list- sköpunin kæmi ,,útrás“ til leiðar. Hvaðan er nafnið Fluxus komið? Eftir að George Maciunas lauk fyrstu listahátíð sinni í New York í AG galleríinu, hélt hann til Evrópu með 500 verk í töskunni, sem síðar birtust í bókinni Anthology. Segja má að þetta sé fyrsta Fluxus-úrvalið, en það er frá þeim tíma þegar Flux- us hafði enn ekki fengið nafnið. I bók þessari var samansafn af verk- um eftir fólk, sem síðar tengdist * Hugtakiö „útrás" (kaþarsis) er fra Aristotelesi komið. Samkvæmt kenningum hans felast áhrif harm- leiksins í því að hann vekur skelfingu og vorkunn með áhorfendum, en veitir um leiö þessum kenndum útrás. Sú list sem Higgins ræöir hór um nær fram áhrifum á annan hátt. Þar getur t.d. leiöinn opnað leiöina aö ferskri upplifun verksins. Um þetta má lesa í ritgerö Higgins, „Boredom and Danger", sem prentuö er í ritgeröasafni hans, ,.A Dialectic of Centuries" (Printed Editions, New York 1978). hreyfingunni. Nafnið Fluxus kom fyrst fram sem nafn á tímariti, sem George gaf út. I tengslum við tíma- ritið var ákveðiö að gangast fyrir röð af gjörningahátíöum, sem hann hugðist nota sem efni í tímaritið. Þessar hátíðir voru kallaðar Festum Fluxorim. Við komumst svo að því 1962, að ekki væri hægt að skilja að tilgang hátíðanna og tilgang tíma- ritsins. Hvort tveggja miðaði að því aö koma þessum verkum á framfæri við fjölda fólks. Vegna fjárskorts var starfsemi okkar smá í sniðum og við litum á útgáfustarfsemí okkar sem líkön, sem síðar yrðu notuð af öör- um. Hvar var fyrsta Fluxushátíðin haldin? Fyrsta Fluxushátíðin var haldin í Wiesbaden í Þýskalandi. Þátttak- endur voru m.a. Griffith Rose, sem síðar hvarf af sjónarsviðinu, tón- listarfólk, sem sprottið var upp úr John Cage hefðinni, höfðu lært hjá honum o.s.frv. Þarna var líka fólk úr öðrum listgreinum, svo sem gjörn- ingamaðurinn Emmett Williams, sem upphaflega kom úr bókmennt- unum. M.ö.o. fólk, sem ekki endi- lega hafði bakgrunn í myndlist, eins og uppákomufólkið hafði haft. Hvað var það sem greindi ykkur frá uppákomufólkinu og öðrum framúrstefnuhreyfingum? Uppákomufólkið hafði þaö mottó, að uppákomur verða ekki endur- teknar, en við í Fluxus höfðum enga slíka reglu. Við gátum endurtekió okkar verk og gerum raunar enn. Þetta þýðir að uppákomufólkið hefði sennilega ekki verið sérlega hrifið af mörgu af því sem við feng- umst við. 1962—3 voru hinar upprunalegu Fluxushátíðir haldnar í Vest- ur-Þýskalandi, París, Kaupmanna- höfn, Amsterdam, Stokkhólmi og New York. Þessar hátíðir höfðu svipaóan tilgang, en þó mjög mlsmunandi yfirbragö. Munurinn á Fluxus og mörgum eldri framúr- stefnuhreyfingum var sá, aö þessar eldri hreyfingar gerðu stefnuskrá, þar sem útlistað var „hvernig verk ætti að vera“, en hugmynd okkar var fremur um það „hvaða hlutverki verkið ætti að gegna". Sem sagt, ákaflega ólík viðhorf. Fútúristarnir töluðu um það hvernig fútúrísk list ætti að vera, hún átti að endur- spegla líf vélarinnar og vera tilfinn- ingasnauð. Sama gildir um dada- istana. Raunverulega má hugsa sér dada sem ákveöna tegund exist- ensíalískrar listar og það á einnig við um súrrealismann í stefnuskrám Bretons, þar sem hann ræðir nauð- syn þess að trufla og hneyksla og þvíumlíkt. Hvaðan kom Fluxusfólkið? Fluxusfólkió átti sér afar mismun- andi bakgrunn, eins og verk þeirra bera glöggt vitni. George Brecht hafði verið starfandi efnafræðingur við gæðaeftirlit hjá Johnson & Johnson (þar fann hann upp tamp- axið). Al Hanson þekkti ekkert til hefðbundins nótnalesturs, en hann hafði brennandi áhuga á að vinna með John Cage að tilraunatónlist, og finna upp nýtt táknkerfi til að tjá hugmyndir sínar um hljóð. Sjálfur er SVART Á HVÍTU 17

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.