Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 22

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 22
ekki kenndir í listaskólum, því þaö er afar mikilvægt fyrir listamenn aö kunna aö notfæra sér fjölmiöla og ná tengslum við fólk. Þetta fyrirtæki studdi starfsfólk sitt til þess að sækja námskeið í einhverjum skóla í New York. Ég komst aö því aö John Cage kenndi við the New School of Social Research og fyrirtækiö studdi mig til aö sækja námskeið hjá honum. Þannig hófst nám mitt hjá Cage. Ég komst að raun um aö hin sérstaka tækni Cage átti hug minn, en heimsþeki hans hins vegar ekki. Cage haföi líka mikil áhrif á mig sem þersóna og vinur. Vera mín hjá Cage stuölaði sömuleiöis aö því aö ég fór aö semja tónlist án hefö- bundinnar nótnaskriftar. Áöur haföi ég ort Ijóö viö tónlist, en nú bjó ég til tónlist úr orðum. Þetta var mjög mikilvægt skref fyrir mig og mitt aðal veganesti frá Cage. Ég fór að semja tónlistarlega „atburöi" (events), sem var lýst í orðum. Nú sagðist þú hafa orðið fyrir áhrifum frá Bertolt Brecht. Var það ekki fremur sjaldgæft í þínum hópi á þessum tíma að menn fyndu sér slíkar fyrirmyndir? Jú, það var vissulega óvenjulegt aö hafa áhuga á Brecht og þólitískri list almennt. Ég var líklega sá eini í upphaflega Fluxushópnum, sem haföi áhuga á því aö notfæra mér pólitískan efniviö í verkum mínum. Það var þó langt frá því aö hægt væri að draga stjórnmálaafstöðu mína í ákveðinn dilk. Ég var einhvers konar sósíalisti, en þaö ameríska umhverfi sem ég kom úr. geröi mér erfitt fyrir aö fylgja einhverri ákveö- inni línu af heitri sannfæringu. Póli- tísk þróun mín átti sér stað síðar, á tímum andófsins gegn Víetnam stríöinu, en um það leyti byrjuöu margir úr Fluxushóþnum að notfæra sér pólitískan efniviö. Jafnvel þó ég hafi snemma orðið pólitískt meðvit- aður, gerði ég aldrei pólitísk verk aö neinu marki eins og aörir sem gengu lengra í þessa átt, það á ég eftir. En þaö ætla ég mér hins vegar að gera. I bók minni Jefferson’s Birthday/Postface (1964) eru tals- vert mörg pólitísk verk, sem tengjast mannréttindabaráttu svertingja í suöurríkjunum og hlutdeild stuðn- ingsmanna í noröurríkjunum í þeirri baráttu. Þá geröi ég verk um Aust- ur-Þýskaland, „The People's Repu- blic", og byggöi þar á minni eigin reynslu frá því að ég heimsótti land- iö. En þetta voru ekki nein skorinorö þólitísk verk í þeim anda sem viö geröum síöar í tengslum viö andófiö gegn Víetnam stríðinu. Þessi eldri verk byggöu meira á a þriori hug- leiðingum en persónulegri, raun- verulegri þátttöku. A priori stjórn- málaafstaöa hefur venjulega ein- hvers konar firringu í för með sér og kemur aö litlum notum. Varst þú á einhvern hátt tengdur beat skáldunum? Nei. Allen Ginsberg t.d. er aö mínu mati gott nýrómantískt skáld, sem yfirleitt hefur hafnaö hægra megin í flestum pólitískum málum. Stjórnmálaafstaða hans einkennist af rómantík og frá tæknilegu sjónarhorni er hann afar íhalds- samur listamaöur. Hið sama má segja um öll beat skáldin. Þess vegna var þaö fráleitt aö viö tengd- umst þeim á nokkurn hátt. Á yngri árum, um þaö leyti sem ég starfaði meö Cage, taldi ég þaö skipta öllu máli aö ná meira til fólksins. Ég fór þá aö lesa upp Ijóö mín á kaffihúsum í New York, fyrir feröamenn aöal- lega. Feröamennirnir komu og hlustuðu á mig á föstudögum og laugardögum og héldu aö þeir væru að hlusta á beat skáld. í sumum þessara kaffihúsa tróö stundum upþ fólk á borö viö Allen Ginsberg. Ég kom líka oft fram í sömu dagskrá og Leonard Cohen. Allen Ginsberg var stjarna dagsins, allavega hvað sölu snertir. Hann var Ijúfmenni, sem haföi góöan pólitískan ásetning, en hann var svo afturhaldssamur í Ijóðlistinni, aö þaö var í rauninni ekki neitt sem ég gat af honum lært. Þegar ég hitti hann fyrst hafði ég nokkur handrita minna meðferðis. Hann tók mér mjög vel, las þau yfir og allt minnti hann á franska skáldið Isadore Sue. Hann spuröi mig hvort ég kannaðist við verk Sue, sem ég og gerði. Þá spuröi hann mig hvort mér fyndist ég ekki vera að fást við það sama og hún. Þaö þótti mér alls ekki. Það sem verk mín og verk Sue áttu sameiginlegt var aö þau voru bæöi n.k. sound poetry, en mjög ólík aö öðru leyti. Ginsberg virtist hins vegar ekki greina þar neinn mun. Ég hitti Allen alltaf á nokkurra ára fresti og þaö er alltaf gaman aö eiga viö hann orö. Mér líður vel aö vita af honum einhvers staðar í grenndinni. Og ef einhver á aö vera þjóöskáld Ameríku, því ekki Allen, sem hefur sterka réttlætiskennd og hefur unn- iö gott starf á sviöi sexual politics og réttindabaráttu homosexualista. Hann er umfram allt maöur sem ætíö er í sviðsljósinu, mjög vinsælt skáld, en án þess aö hafa lagt nokkuöfram af viti, sem staöiö hefur tímans tönn. Imyndin af Ginsberg er áreiöanlega mikilvægari en verk hans. Ég var í rauninni ekki á sama báti og neitt annað amerískt sam- tímaskáld, að undanskildum Jack- son Mac Low, en hann tilheyrði líka mínum hópi. Ég fann til skyldleika með Gertrude Stein, en hún lést þegar ég var 7 eða 8 ára. Sama er aö segja um Helmut Heissenbuttel, og Hans Magnus Enzensberger, en þeir voru í Þýskalandi, sem og konkret Ijóöskáldin. Sem Ijóðskáld var ég Dick Higgins við nám hjá John Cage 1958. þess vegna algjörlega einangraöur, svo aö ég starfaði fyrst og fremst meö myndlistar- og tónlistarmönn- um. Ég var fullkomlega ánægöur meö þaö, enda starfaði ég líka aö myndlist. Ég haföi þekkingu á prentverki og það lá því beint viö aö ég ynni að grafík og bókagerð. Úr þessu þróaðist svo Something Else Press. Þetta útgáfufyrirtæki varö m.a. til vegna þess aö okkur fannst nauðsynlegt aö flytja inn og kynna þá nýju og spennandi Ijóðlist, sem fólk var aö fást viö í Evrópu. Hver var stefnan hjá Something Else Press? Viö áttum viö þann vanda aö stríöa aö listgagnrýnendur bendl- 20 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.