Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 24

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 24
sínum á framfæri. Flestir framúr- stefnulistamenn í Bandaríkjunum vita t.d. um galleríið ykkar, þó þeir viti kannski ekki nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Þeir vita að það er gallerí í Reykjavík sem heldur áhugaverðar sýningar og jafnvel að þið gefið út tímarit. Það sem hins vegar skortir á, er að ná út fyrir þann hóp, sem fæst við framúrstefnulist út um allan heim, þó svo sá hópur sé all stór, þegar á heildina er litið. Net okkar teygir sig yfir allan heiminn, jafnvel til staða eins og Mongolíu. Þar er einn náungi að gera mjög athygl- isverða hluti án þess að yfirvöld megi komast aö því, og af og til koma frá honum verk eftir furðuleg- ustu leiðum. Þegar menningarbylt- ingin stóö yfir í Kína voru flutt Fluxusverk í Peking. En þrátt fyrir það að þessi list hafi skotið svo víða rótum, er það sameiginlegt vanda- mál okkar allra að ná til fjöldans, við viljum ekki vera einangraður hópur. Hvaða leiðir telur þú vænlegar til þess að rjúfa þessa einangrun? Til þess eru að mínu viti tvær leiðir. Sú fyrsta er aö ná til fólks með þeirri útgáfustarfsemi sem við stundum, sem verður þá óhjákvæmilega að vera eins konar skæruhernaður. En með því að gera það efni sem gefið er út eins vel úr garði og mögulegt er skapar maður þau áhrif sem nauðsynleg eru til þess að fólk fái áhuga á þessari starfsemi. Þetta gerðum við á meðvitaðan hátt í upphafi póst-listarinnar (mail art). Þessi uppátæki okkar hleyptu af stað slíkri skriðu að nú líður vart sá dagur, að ég sé ekki beðinn að senda verk af hinu og þessu tilefni út um allan heim. Við getum kallað þetta fyrra atriði hið lárétta svið í út- breiðsluherferð okkar. Seinni leið- ina gætum við kallað hið lóðrétta svið, sem felst í því að dýpka skiln- ing manna á því sem við erum að fást við. Þar er ástandið mun tví- sýnna. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á sanngjarnri gagnrýni á framúrstefnulist. Listgagnrýnend- ur fjalla um verk okkar, eins og það sé í raun og veru enginn munur á þeim og hefðbundinni list, ef frá eru taldir nokkrir formlegir eigin- leikar á yfirborðinu. Þeir hafa enga viðmiðun sem gerir þeim kleift að skilja þann mun sem raunverulega er fyrir hendi. Á sama tíma hafa há- skólaborgararnir elt skottið á sjálf- um sér. Þeir byggja upp miklar fagurfræðilegar kenningar, sem hafa í rauninni engu raunverulegu hlutverki að gegna. Þetta er hættan við strúktúralismann. Hann verður Talið frá vinstri: Dick Higgins.Letty Lou Eisenhauer, Daniel Spoerri, Alison Knowles, AY-0 íNew York 1964. eins konar ófreskja sem gleypir allt. Það er sama hvað þú gerir, um leið og það er komið í kerfi strúktúral- ismans, færðu ekkert annað en enn eina endurtekningu á þessu sama kerfi. Það auögar hvorki líf manna né eykur skilning eða ánægju fólks. Og þetta kerfi er ekki til þess fallið Sparks for Piano 'I hc darkt-r. thc louder: the li^hter. the softer. Duration. up to three minutes. Ur tónverki Higgins, „Sparks for Piano" (1979). 22 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.