Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 25

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 25
að skýra þau verk, sem við erum að ræða um, þ.e. framúrstefnuverk. Það má nota strúktúralismann til að skýra Balzac, eins og Roland Barthes gerir í bók sinni S/Z, en hann varpar engu Ijósi á þau verk, sem verið er að skapa í dag, vegna þess að forsendur hans og markmiö eru svo víðs fjarri því sem við höfum áhuga á. Strúktúralisminn felst í því að beita líkönum málvísinda á lista- verk, og sem slíkur er hann upplýs- andi fyrir list fram á upphafsskeið nútímalistar, svo sem Pound og Eliot í Ijóðlistinni. Þið hljótið að hafa átt slíka listamenn hér á landi, sem unnu framsækin verk fyrir svo sem hálfri öld, en þau eru að sjálfsögðu alls ekki neitt framsækin nú. Þessi tíska hefur haft mikið gildi fyrir fræðimenn og rutt sér mjög til rúms síöustu árin, t.d. í bandarískum há- skólum. Það má kannski líta á þetta æði sem afleiðingu af því, að um langan tíma hafði ekkert nýtt verið á döfinni í enskri listumfjöllun og því gleyptu menn strúktúralismann gagnrýnislaust eins og nýja köku, sem að þeim var rétt, en áttuðu sig ekki á því, að mönnum verður bumbult af of miklu kökuáti. Hvenær byrjaðir þú að vinna að þinni listgagnrýni? Mér varð Ijóst fyrir u.þ.b. 6 árum, að nauðsynlegt væri að draga saman helstu hugmyndir, sem lágu að baki og voru þróaðar af Fluxus- hópnum og öðrum skyldum fyrir- bærum. Ég hafði að vísu áður fengist við fræðilega gagnrýni, svo sem kenningu mína um „inter- media“. Ég vil skjóta því að að hug- takið „inter-media" er ekki frá mér sjálfum komið, því ég fékk það hjá Coleridge, sem notaði það í ná- kvæmlegasömu merkingu 1812. Ég fór að velta fyrir mér, hver væri helsti munurinn á tilgangi nýrrar listar og gamallar listar, og komst að því að nýrri listin væri andstæð „útrás" eldri listar, eins og ég minntist á fyrr í þessu viðtali. Hver er þá munurinn á þínum kenningum og strúktúralistanna og á hverju byggirðu þær? Munurinn á listgagnrýni minni og þeirri strúktúralistísku felst í ólíkum markmiðum. Strúktúralisminn er listgagnrýni, sjálfs sín vegna, og lendir því í sömu ógöngum og l’art pour l'art (listin fyrir listina), en kenningar mínar miða að því að skapa félagslegan ramma utan um hina einangruðu framúrstefnulist, gera tungutak hennar auðskilið öll- um almenningi, fá fólk til að taka þátt í slíkri sköpun og sýna fram á gildi þess fyrir líf fólks. Með öðrum orðum að útbreiöa þessa list meöal fjöldans. Þetta er tilgangur þess sem ég hef verið að ræða um til- gang. í „The Exemplativist Mani- festo“ byggi ég einkum á Plato annars vegar og hins vegar á Heid- egger. Heidegger lenti reyndar á villigötum í pólitíkinni. Sagt er að hann hafi starfað með nasistum þó svo það væri reyndar aldrei full- sannað, en að mínu mati hafa marxistar fulllengi haft horn í síðu hans. Hann hefur lengi verið í þeirra augum eins konar höfuðfjandi, sem hann var þó ekki, heldur miklu fremur ráðvilltur einstaklingur. Það var hins vegar hann sem kom fram með kenninguna um túlkunarfræði- hringinn og byggði þar á Dilthey. Hann notfærði sér líka hugmyndir Saussure í túlkunarfræðikenningar sínar. Sá sem merkilegast starf hef- ur unnið á þessu sviði síðustu árin er Hans Georg Gadamer, sem skrif- aði bókina „Wahrheit und Methode". Kenning hans byggist á því aö athugandinn er meðvitaður um sjálfan sig og samspil sín og verksins sjálfs. Þetta er alveg nýtt viðhorf og ólíkt aðferðum strúk- túralistanna. Annar áhugaverður fræðimaður á þessu sviði er Frakk- inn Paul Ricoeur, sem fengist hefur við þjóðfélagsgagnrýni, mannfræði, trúarlega gagnrýni o.fl. Það má því segja að túlkunarfræði þeirra Heideggers og Gadamers sé ein aðaluppspretta þeirra hugmynda sem ég set fram í „The Exemplativist Manifesto”. Segðu okkur að lokum frá kvik- myndagerð þinni. Ég hef gert um sjö kvikmyndir. Eina mynd gerði ég með Stan Brak- hage. Það var lykkjumynd, þ.e.a.s. hún gat haldið áfram endalaust í hringi. Endurtekningin hefur alltaf verið mér hugstæö, sbr. nokkur Ijóð mín, sem eiga í raun og veru að vera endalaus. Mig langar líka til að segja ykkur frá einni þrælpólitískri mynd sem ég gerði. Upphafið að þeirri Dick Higgins les upp úr verkum sínum í Galleri Suðurgötu 7, 1979. mynd var það að ég komst yfir tal- mynd, sem símafyrirtæki í New York gerði í áróðursskyni, þ.e. til þess að réttlæta hækkun afnotagjalda. Hún hefst á langri ræðu forstjórans um nauðsyn þessarar hækkunar. Síðan sjáum við óspillta náttúru, þá síma- menn setja upp símastaura, smá- borgaraleg raðhús rísa af grunni, verðlag hækkar á vörum og að lok- um birtist forstjórinn aftur og heldur sína lokatölu með döprum rómi og biðlar til áhorfenda. Eftir það heyr- um við væmna kvikmyndatónlist og sjáum orðið „Endir” á tjaldinu. Nú, það sem ég gerði var einfaldlega að snúa kvikmyndinni við, sem er mjög í anda Fluxus. Merkingin breytist þá gjörsamlega. Fyrst birtist heiti kvik- myndarinnar „Endirinn”, þá kemur forstjórinn og framkallar einhver óskiljanleg hljóð, við sjáum starfs- menn símafélagsins rífa niður síma- staura, verðlag lækkar, raðhúsin mást út og eftir stendur óspillt nátt- úran. Lestina rekur svo forstjóri símafélagsins í New York og bullar einhverja óskiljanlega vitleysu. Þýðing og úrvinnsla: Friðrik Þór Friðriksson Árni óskarsson. V SVART Á HVÍTU 23

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.