Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 28

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 28
Árni Óskarsson Jóhanna V. Þórhallsdóttir Viötal viö Brötzmann Hér fer á eftir viðtal við þýska klarinett- og saxófón- leikarann Peter Brötzmann, sem fyrir tilstilli Gallerí Suðurgötu 7 gaf íslendingum tækifæri á að hlýða á sig sl. haust. Lengst af hefur Brötzmann starfrækt tríó með Hollendingnum Han Bennink á trommur og Belganum Fred Van Hove á píanó og hefur hróður þeirra borist víða. Nokkur ár lék hann líka með risasveitinni Globe Unity Orchestra, eða þar til hann varð ósáttur við mið- stjórnina um markmið og leiðir. Sitthvað brallaði hann í firndinni með Fluxus-manninum Nam June Paik, þeim sem Islendingar hafa aldrei fyrirgefið. Þannig mætti lengi telja. En það er synd að næstum allir misstu af þessum tónieikum, því það kann að líða dágóð stund þar til við heyrum svo þróttmikinn, áleitinn og blæ- brigðaríkan blástur hér um slóðir. Hafa aðstæður til tónlistarsköp- unar breyst síðan þú hófst tón- listarferil þinn á sjöunda áratugn- um? Þegar ég byrjaði var eiginlega enginn vettvangur til fyrir þessa spunatónlist. Þá starfaði ég með Peter Kowald í heimabæ mínum. Hann var þá ennþá í skóla, en við spiluðum svona fjórum sinnum í viku í n.k. jazzklúbbi. Við vorum á höttunum eftir trommuleikara og svo loks árið 1966 hitti ég Sven Ake Johannson, sem var þá nýkominn frá Brussel, og þannig störfuöum við saman sem tríó um tíma. Þá var mjög erfitt að ná sambandi við aðra þýska jazzleikara, en við kynntumst nokkrum Ameríkönum, þ.e. Carla Bley, Mike Mantler, Steve Lacy, og með þeim fórum við í tónleikaferð um Evrópu, Skandinavíu, Ítalíu og Belgíu. í gegnum Steve Lacy kynnt- ist ég Don Cherry og starfaði dálítið með honum í París og það hjálpaöi mér talsvert, því Þjóðverjar sýndu engin viðbrögð við þessari tónlist. Það helsta sem var á döfinni í Þýskalandi um þetta leyti var e.k. bebob, svo sem hljómsveit Manfred Schoof (Alex Schlippenbach var í þeirri hljómsveit). Seinna hófst svo betra samstarf við þetta fólk, sér- staklega við Alex Schlippenbach. Árið 1967 var Alex falió að gera músik fyrir Donaueshingen-tónlist- arhátíðina og þá var Globe Unity Orchestra stofnuð upp úr kvintetti hans og tríóinu okkar, ásamt nokkr- um fleiri gestum. Þá fór þetta að ganga betur, ég gaf út fyrstu tríó-plötuna á sama ári og við lékum á nokkrum stærri tónlistarhátíðum. Við höfðum líka tengsl við stúdentahreyfinguna í Þýskalandi, utanþingsandstöðuna (APO) og fengum gegnum hana talsvert að gera, ástandið batnaði mikið. Spiluðuð þið þá í háskólunum? Já, í ýmsum háskólum og klúbb- um í tengslum viö stúdentahreyf- inguna. Þessi tækifæri voru hins vegar úr sögunni í byrjun þessa áratugar. Nú ber mest á pop eða rockmúsik í háskólunum. Fyrsta platan okkar seldist allvel, þ.e.a.s. við töpuðum ekki á henni, fengum jafnvel eitthvað fyrir okkar snúð og við gáfum út aðra. Stuttu áður byrjaði samstarfið við enska tónlistarmenn, Evan Parker, Paul Rutherford, Derek Bailey. Evan lék með okkur á þessari nýju plötu, Machine Gun. Sömuleiðis fórum við að leika með hollenskum tónlistar- mönnum, svo sem Han Bennink og William Breuker. Þannig hófst þetta alþjóðlega samstarf. Samt sem áður voru atvinnumöguleikar litlir, ég var ennþá að vinna á auglýsingastofu um þetta leyti, því þaö var ekki hægt að þéna nóg af tónlistinni til að lifa af. En þetta skánaði með tímanum, sömuleiðis hvarf sú tortryggni, sem hafði gætt af hálfu annarra tón- listarmanna, og samvinnan jókst. 26 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.