Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 30

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 30
svokallað „alvarlegt" tónskáld sem hefur vit á jazz-tónlist, og þeir hafa bara áhuga á þér afþví að þú getur framleitt einhver hljóð o.fl. sem heföbundinn saxófónleikari getur ekki, eða vill ekki. Slíkt finnst mér ekki góður grundvöllur fyrir sam- vinnu. Ég kann ekki við að vera not- aður af öðrum. Hefur þú skrifað tónlist sjálfur? Fyrr á árum, þegar ég spilaði með stærri hljómsveitum, gerðum við venjulega einhvers konar drög að verkunum. Og ef um laglínu var að ræða, þá reyndi ég að skrifa hana niður eða spila hana bara fyrir hina og nú oröiö er ég farinn að geta komið slíku á framfæri án erfiðleika. En þegar ég leik með Globe Unity eða Tentet Misha Mengelberg (en í tentetinum er nærri öll tónlistin skrifuð) þykir mér betra að læra mína rullu utanað. Ég er ekki slíkur hreinlínumaður að ég hafni skrifaðri tónlist algjörlega, eins og t.d. Evan (Parker) gerir. Ef hann réði ferðinni myndi Globe Unity einungis fást við improvisasjónir. Málið er að gefa hverjum og einum rúm til að segja það sem hann vill koma á framfæri. Þú hefur aldrei haft áhuga á að nota elektrónik? Nei, ég hata elektrónik, ég hef enga tilfinningu fyrir slíku. í byrjun þessa áratugs vann ég með Eng- lendingi, sem heitir Hugh Davies. Ég spilaði einu sinni með honum í kvintett ásamt Don Cherry, Han Bennink og Fred Van Hove. Og ég var mjög hissa á þv( aö þetta skyldi lukkast með honum. Flestir þeirra sem vinna með þessa elektrónik vit- leysu spila svo helvíti hátt og af svo litlu næmi, að það passar ekki við náttúruleg hljóð, en með hann voru engin slík vandamál. Af og til spila ég líka með Michael Waisvisz, en þegar allt kemur til alls hef ég meiri áhuga á náttúrulegu hljóðunum. Sumir saxófónleikarar hafa líka rafmagnað hljóðfærið, notað berg- mál o.fl. Já, ég hef ekki trú á slíku. Ég heyrði t.d. í Lee Konitz, sem ég held mikið upp á, fyrir nokkrum árum síðan, þar sem hann var að prófa rafmagnaðan altsaxófón. En hann gerði það ekki nema í hálft ár, svo fleygði hann þessu drasli. Mérfinnst út í hött að rafmagna slík hljóðfæri. Það gengur kannski í pop eða Brötzmann, Han Bennink og Misha Mengelberg í stuðl á sviði í Berlín. rock-tónlistinni, en þið þekkið þá sögu. Hefur þú nokkurn tíma unnið með rock-hljómsveit? Já, reyndar, það var ca. 68—9 og hljómsveitin hét Tangerine Dream. Gítarleikarinn úr henni starfar ennþá undir þessu nafni. í þá daga hafði ég bara gaman af þessu. I því sem ég hef heyrt til þessarar hljómsveitar hafa þeir notað elek- trónik talsvert mikið. Já, þessi Edgar Froese er allur í því, en þegar ég spilaði með þeim var þetta ósköp venjuleg hljóðfæra- skipan og venjulegur hljómur. Mjög einföld rock-músik. Og þú passaðir inn í þetta? Já, ég held þaö, ég vona það, svo sögöu þeir. Hvað geturðu sagt um tæknina sem þú notar? Ég veit það ekki, ég hef enga tækni í þessum hefðbundna skiln- ingi. Ég hef enga trú á tækni í þeim skilningi að maður þurfi að læra hana eftir bók eða kennara. Ef mig langaði til að segja eitthvað, en vissi ekki hvernig ég ætti að fara að því á saxófóninn, reyndi ég aö finna upp aðferð sjálfur. Það er allt og sumt. Vissulega trúi ég aö ég hafi lært á saxófón eftir öll þessi ár, en ég er hins vegar ekki sérlega góður klarinetleikari hvað tæknina varðar, því það er miklu erfiðara hljóðfæri en saxófónninn. William Breuker býr t.d. yfir mjög fullkominni tækni á klarinettið, en hann lærði þessa tækni, það hef ég hins vegar ekki gert. Heldurðu að það hafi hjáipað honum? Já, afþví að hann var frá upphafi með aðra hluti í kollinum. Það hefur vissulega verið mikilvægt fyrir hann að læra þessa tækni. Það er ekki til einskis að læra einhvers konar tækni, en það er ekki aðalatriðið. Það má beita hljóðfærinu á marg- víslegan hátt. Hvaða heilræði myndirðu gefa þeim sem er að byrja að spila á saxófón eða klarinett? Að selja hljóðfæriö og kaupa sér flösku af íslensku brennivíni! Nei, í alvöru talað, ég veit hvernig ástandið er fyrir unga hljóðfæra- leikara í Þýskalandi, og það er mjög slæmt. Það er jafnvel erfiöara aó fá að koma fram nú heldur en þegar ég var að byrja, því að atvinnumögu- leikarnir veröa sífellt minni, eins og ég sagði áðan. Þaö eru bara ,,nöfnin‘‘ sem fá eitthvað að gera. Eini möguleikinn er að finna fólk til að spila með, það er mikilvægasta reynslan. Hæfnin á hljóðfærið kemur svo af sjálfu sér, ef þú hefur fundið einhverja til að spila með og gerir það samfellt og ákveðið. Þá verður árangur, það er ég viss um. 28 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.