Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 34

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 34
barnalegu þrjósku og þrætugirni sem oft er sögð fylgja ellinni. í gönguferð þeirra hjóna er gott dæmi um þetta. Guðríður er að enda viö að gefa öndunum og hendir pokanum undan brauðinu út í Tjörn. Séra Böövar fær „snarpar andmælaviprur í munnvikin" (s. 29) og snuprar konu sína. Hann heldur áfram aðfinnslum sínum hvernig sem Guðríður reynir að færa talið að öðru og er fyrr en varir orðinn svo móðgaður að hann neitar að miðla konu sinni af meira brauði: Nei! Þetta er mitt brauö! Frú Guðríöur hváöi. Ég veit ekki betur en þetta sé mitt brauð! Frú Guðríöur varö rviö háleitari. Ég veit ekki betur en ég hafi keypt þetta brauö fyrir mína peninga! sagöi séra Böövar og tók stafinn úr handarkrikanum. Mér er þaö ekkert útbært, — ekki handa þessum ribböldum! (Bréfið, s. 32) í augum lesanda verður séra Böðvar því á köflum grátbrosleg persóna með stöðugu nöldri sínu og óánægju með konu sína, sem rétt eins mætti kalla van- máttuga og ómeðvitaða hefnd fyrir framhjáhaldið forð- um. Til gamans má geta þess sem Ólafur hefur sagt í viötali, að sams konar atvik og að ofan er lýst, sem hann varð vitni að einhverju sinni við Tjörnina, hafi orðið kveikjan að sögunni. Með þessari frásagnaraðferð setur söguhöfundur sig í vissa fjarlægö frá lífsviöhorfum aðalpersónu sinnar og það verður að hafa í huga þegar þau eru skoðuð eilítið nánar hér á eftir. Það er semsé sjálfsvitund séra Böðvars sem er í brennidepli, erfiðleikar hans við að þekkja sjálf- an sig og ná til sannrar siðferðilegrar reisnar. Þetta er eins konar nútímaleg þroskasaga manns sem hefur lifað „breytinguna rniklu" og getur hvorki horfst í augu við hana né sína eigin ævi. í þroskasögum rómantísku stefnunnar var yfirleitt sett jafnaðarmerki milli vitundar lesanda og aöalpersónu, en um aldamótin taka hlutföllin að breytast lesanda í hag (a.m.k. í dönskum þroskasög- um, sbr. Ideologihistorie IV, s. 17—25). Danski bók- menntafræðingurinn Knud Wentzel rekur þar hvernig innihald þroskasögunnar breytist frá því að vera saga um mann sem öölast sanna sjálfsvitund og hefur tileinkað sér mikilsverð siðferðileg gildi til þess að birta uppgjör manns sem sér sjálfsmynd sína hrynja þegar honum verður Ijóst að í raun eru það duldar og einatt líkamlegar hvatir sem eru aflvaki gerða hans en ekki þau siðferði- legu verðmæti sem hann ímyndaði sér. Eftir því sem liðið hefur á okkar öld hefur þessu þema æ oftar veriö sniöinn stakkur smásögunnar, kjarni lífs aðalpersónunnar er dreginn saman í stutta sögu þar sem hún vaknar af lífs- draumi sínum til hins grimma veruleika. Þannig er þaö líka íBréfi séra Böðvars; prestur er eitt andartak rifinn úr þokukenndum heimi tálsýna sinna um eigið lífshlaup til að sjá grimman, áþreifanlegan, líkamlegan veruleikann, — og lifir þaö ekki af. Nútíminn hefur sigrað gildi fortíð- arinnar, líkt og þegar gamla konan grét við veginn. Að- ferð Bréfsins minnir um leið á analýtísk leikrit: Mikilvæg- ustu atburðirnir urðu áður en sagan hefst. Til að kanna þetta nánar skulum við líta á helstu ein- kenni „heims" séra Böðvars. Böðvar á það sameiginlegt með flestum jákvæðum persónum í sögum Ólafs Jó- hanns að í honum er einhvers konar listamannseðli eða sköpunarviðleitni. Hann er með a.m.k. þrenn skrif í tak- inu: Bréfið til dóttur sinnar vestan hafs, hugvekju (Máttur bænarinnar) sem á að birtast í kirkjuritinu og Minn- ingabrot þar sem hann rifjar upp „hin glöðu skólaár". Karlinn hefur líka sett saman Ijóð hér áður fyrr sem sungin voru á gleðskaparkvöldum kunningjahópsins. Þessi þrjú verk sem hann situr yfir á skrifstofunni í upþ- hafi og við sögulok eru tilraun hans til að koma reglu á hlutina, til að halda í þau fyrirbæri sem honum þykir vænt um eða hann hefur sett sér sem siðferðileg viðmið: Dótturina, minningar úr æsku og trúna, rósemd hugans. Sköpunarverk Böðvars bregðast honum eitt af öðru þegar hann kemur heim allur í uppnámi vegna þess að fundum þeirra hjóna og Gússa bar saman í gönguferð- inni. Hann lokar að sér inni á skrifstofunni og fer með bæn, en áhrifin verða „hvergi nærri eins djúptæk og þegar lítið var í húfi." (s. 92). Hann lítur yfir minninga- brotin en það fer á sömu leið, sá „grunur læddist að honum, að héðan af mundi honum varla auönast að semja neitt að gagni," (s. 100). Eftir á Böðvar aðeins dóttur sína og bréf þaö sem hann ætlar að senda henni. Að vísu miöar hægt og hann hefur það á tilfinningunni að þetta verði „langt bréf" (s. 118). í þeim hugleiðingum er hann að skoða mynd af dóttur sinni tvítugri þegar líkingin við Gússa (óstin) verður of augljós — hann getur ekki lengur bælt þessa vitneskju með sér en er heldur ekki nógu sterkur til að lifa með henni. Allt það sem Böðvar hefur verið að reyna að skapa bregst honum, hann megnar ekki að lifa í sínum eigin heimi og loka veruleik- ann úti. Þessi sköpunarverk hans eiga styrk sinn undir gildum fortíðarinnar. Allt sem séra Böövari finnst jákvætt, allt sem hann hugsar til af hlýhug er á einhvern hátt tengt liðinni tíð. Lag Schuberts sem af tilviljun slæðist inn í óskalagaþátt sjúklinga leitar oft á hann, rifjar upp fyrir honum horfna hamingjudaga sem eru tengdir skólaár- unum, eins og þessi dásamlega byrjun síðasta kafla Minningabrotanna ber vitni um: Viö skólapiltar vorum ætíó iéttir í lund og gerðum margt okkur til skemmtunar. Einu sinni var uppi fótur og fit í bekknum okkar — (8. 11) Það sem hrífur Böðvar í gönguferðinni umhverfis Tjörnina er það sem hann getur tengt fortíöinni, hvort sem það eru hús, fuglar eða ilmur af grasi. Auðvitað kemst hann að þeirri niðurstöðu að öllu hafi farið aftur síðan hann var upp á sitt besta (sbr. heimsóknina í Bernhöftsbakarí s. 26). En nánari tengsl viö náttúruna, ilmurinn af trjágróðrinum í Hljómskálagarðinum gerir hann jafnvel sáttfúsari gagnvart konu sinni, a.m.k. áður en þau hafa hitt Gússa (sbr. s. 42). Séra Böðvar dregur saman boðskap sinn ágæta vel í lokin þegar hann er að hugleiöa hvað hann eigi að skrifa dóttur sinni: Hann ætlaöi að minna hana á vormorgna og sumarkvöld þegar hún var lítil heima á Aöalfirði, rifja upp fyrir henni nöfn á fjöllum og vogum, heiöum og jöklum, vötnum og fljótum. Hann ætlaöi aö biöja hana aö læra utanbókar sum ættjarðarljóö þeirra skálda, sem honum voru hugfólgnust, til dæmis Jónasar, og brýna þaö fyrir henni, að eitt væri nauösynlegt á þessari göldróttu öld, aöeins eitt væri nauösynlegt: aö glata ekki sálu sinni, hvaö sem í boöi væri, ekki trú sinni, ekki von sinni, ekki kærleika sínum. (s. 117—18) Hér hefur engin iðnbylting átt sér stað, enginn rudda- legur nútími umbylt sveitasamfélaginu. En Böövar getur enga baráttu háð fyrir viðhorfum sín- um, magnleysi og hrumleiki einkenna hann öðru fremur. Hann hefur litla stjórn á skapi sínu, honum er fyrirmunað að játa fávíslega hegðun sína (sbr. s. 33), hann getur engu svarað Gússa og verður að láta sér nægja að hugsa honum þegjandi þörfina, og síðast en ekki síst veröur hann að gefast upp við ritverk sín. Vanmáttur hans er átakanlegur og kynferðislegt getuleysi hans er sterklega gefið í skyn. Hann getur ekki sætt sig við að Guöríöur skuli vera yngri, fjörmeiri og fyrirlítur tilraunir hennar til aö hafa sig til og auka þar með aðdráttarafl sitt. Þessi 32 SVART Á HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.