Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 35

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 35
afstaða séra Böðvars kemur í Ijós um leið og þau eru að leggja af stað í gönguferðina og hún lét á sig nýlegt höfuðfat, baröalausan strók, sem honum þótti bæöi Ijótur og glossalegur, aö minnsta kosti á sextugri manneskju. (s. 14) og er þetta orðalag endurtekiö nokkrum sinnum (s. 23, 48, 81). Mest fer Guðríður í taugarnar á séra Böðvari meðan þau eru að tala við Gússa (,,Nú getur hún hlegið, hugsaði séra Böðvar." s. 53). Skýringin kemur rétt eftir að þau hafa kvatt Gússa, séra Böðvar rifjar upp löngu liðið atvik frá Aðalfirði. Hann kom að Gússa, þá á nítjánda aldursári, þar sem hann var niðri í fjöru að skjóta með riffli á fuglahræðu sem átti að vera ímynd prestsins — að viðstöddum aðdáunarfullum stráklingum. Orð Gússa hafa ekki liðið séra Böðvari úr minni: Gússi stakk hendinni í vasann eftir skoti og hlóö riffilinn glottandi: Ég ætla fyrst aö brenna á smælkið fyrir neöan naflann á séra Böövari! Hahaha! Smælkiö! (s. 72) Þegar Böðvar ber að renna litlu strákarnir af hólmi en Gússi storkar klerki og heldur áfram við iðju sína. I framhaldi af þessu rifjar séra Böövar upp ögrandi hegð- un Gússa sumarið sem Guðríður réð hann til að mála hús þeirra (s. 75) og er þá komin skýringin á því hvers vegna honum bregður svona illilega þegar Guðríður nefnir við Gússa í gönguferöinni að það þurfi nú að fara að mála hjá þeim (s. 56). En hann á engin svör nema orðlausa reiði, vanmáttur hans á öllum sviðum gerir honum ókleift að verja heim sinn hruni. Vanda séra Böðvars mætti orða á freudísku eitthvað á þá leió að aðþrengt sjálf hans reyni af öllum mætti að bæla vitneskjuna um getuleysið og raunverulegt faöerni dótturinnar í myrkur dulvitund- arinnar, þrúgaður af ótta við ofurvald yfir-sjálfsins, þau siðferðilegu viðmið sem presturinn hefur tileinkað sér. Þegar þessi vitneskja brýst að lokum inn á svið sjálfsvit- undarinnar er hún henni um megn hvað sem öllum til- raunum til göfgunar líður. Svipað þema hafa ótal smá- sögur. Það er ekki bara þessi vitneskja sem séra Böðvar reynir aö loka úti, svo er um flest einkenni nútímasam- félagsins, enda hefur öll þróun þess síðustu áratugi verið honum á móti skapi. Nútímanum fylgir ærandi hávaði, hvort sem þaö eru danslög útvarpsins (,þetta endemis mjálm og gaul' s. 11) eða flugvélagnýr, sem virðist valda séra Böðvari allt að líkamlegum sársuka: ,,séra Böðvar kýttist í herðum og gretti sig eins og af sársauka." (s. 62). Enda óttast hann um sinn eigin heim, um minninga- bókina sína: Hvaö yröi um hana í öllu þessu æöi og brambolti, í þessari veröld herliös og áróöurs, bíla og flugvéla, peningasýki og brennivínsdrykkju? (s. 100) „Galdraveröld kjarnorkusprenginga og geimfara" (s. 109) eru orðin sem séra Böðvar notar nokkru seinna. Honum finnst sem siðferðileg verðmæti hafi farið í súg- inn, auófenginn gróði verður helsta hugðarefni allra í kringum hann. Á þann veg hugsar hann til vinkvenna Guðríðar (s. 97) og til skólabróður síns Steindórs Jóns- sonar (s. 83—6), sem heldur betur hefur tekist að koma sér áfram (þeim sama Steindóri bregður fyrir í því hlut- verki sínu í annarri bók Ólafs Jóhanns, sbr. Seið og hélog, s. 206). Mörg þessi viðhorf sín á séra Böðvar sameiginleg með öllu alvarlegri persónum Hreiðursins. Mótleikari séra Böðvars, Gússi, er einmitt fulltrúi alls þess sem klerkur fyrirlítur. Sá er heldur betur ánægður með þróun samfélagsins, þetta er annað en „heima á náströndum í dentíð" (s. 55). Hann er verkamaður sem sækir þangað sem mest er að hafa hverju sinni og gerir sér enga rellu út af þeim mórölsku prinsippum sem séra Böðvari eru heilög. Allur talsmáti hans er reffilegri og SVART Á HVÍTU 33

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.