Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 36

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 36
skemmtilegri en prestsins, um leið og allt sem hann segir er til þess fallið að hneyksla Böðvar. Hann er tákn þeirrar karlmennsku, þess lífskrafts sem séra Böðvar skortir. Gússi hefur flest einkenni .karlmennskuímyndarinnar': Strigalegan málróm (s. 47), það sér í ,,veðurtekna óst og loðna bringu" (s. 50), föt hans eru kámótt og hann er laus við hvers kyns tepruskap. Utan vinnutíma er kynlífið helsta áhugamál hans (s. 61) og má nærri geta að Böðvari sé brugðið. Geta og kraftur Gússa á öllum svið- um er í beinni mótsögn við kveifarskap prestsins. Enda er oft gefið í skyn að það kvikni einhver neisti með Guð- ríði meðan þau hjónakornin standa á tali við Gússa, allt frá því hún „hálfhrópaði upp yfir sig" (s. 47) við að sjá hann. Hún reynir m.a.s. að hafa sig til fyrir hann (,,kom við strókinn á höföi sér með fingurgómunum", „strauk hárlokk frá eyra sér" o.s.frv.). Og þegar frú Guðríður minnist á málningarvinnu kom jafnvel .kankvíslegur glampi' í augu Gússa. Það er ekki fyrr en hin nýja kona Gússa berst í tal sem dofnar yfir Guðríði. Séra Böðvar þjáist meðan á samtalinu stendur. Hér birtast átök tveggja tíma, nútímans og fortíðarinn- ar eða öllu heldur þess sem séra Böðvar kýs að minnast frá liðinni tíð. Og heimur hans á sér sérstakt svió í sög- unni þar sem skrifstofan er, þangað hverfur séra Böðvar ,,eins og flóttamaður inn í afdrep sitt" (s. 90). Þangað ryðst Gússi, þegar Böðvari verður Ijós líking hans og Svölu, dótturinnar (óstin tengir þau saman, sbr. s. 50 og s. 120) — og með þessari stóru tálsýn sviptir hann stoð- unum undan heimi séra Böðvars: ,,Það var eins og blásið væri á spilaborg, sem reist hefði verið á spilaborg ofan" (s. 120). Átök þessara heima má draga saman í yfirlitsmyndir í anda strúktúralismans, til að skýra merkingarheim sög- unnar. Haldinn mörgum efasemdum um formgerðar- stefnuna er það fjarri mér að álíta að með slíkri skema- tíseríngu sé fengin einhver lokaniðurstaða um verkið; í þessu tilviki hefur aðferðinni hvort eð er ekki verið beitt fullkomlega svo hér er frekar um skýringarmyndir við þaó sem áður hefur verið sagt að ræða, en beinlínis fræði- lega niðurstöðu. Helstu einkenni þeirra heima sem tak- ast á mætti setja upp sem svo: Heimur séra Böövars: Kosmos — öryggi, óbrotið líf, heilsteypt fjölskyldulíf, siöferöi- leg reisn, trú, ást á landinu. Sviö: skrifstofa Böövars. Heimur nútíöar: Kaos — óvissa, tæknivæöing, upplausn, siöleysi, peningahyggja, kynlíf. Sviö. umheimurinn. Með ritverkum sínum, minningabroti og bréfi auk kristilegrar hugvekju reynir séra Böðvar að varðveita heim sinn hvaö sem líður tímans rás, að hverfa aftur. Sú fyrirætlun er dauðadæmd. Fjölmörg skáld hafa áður túlkað „breytinguna miklu", iðnvæðinguna, sem átök heima er búnir eru svipuðum einkennum. Erlendis er þetta eitt meginstef rómantísku stefnunnar á síðustu öld, hér vinsælt þema skáldsagna á þessari öld. I þessu tilviki er málið auðvitað ekki svona einfalt, afturhvarf er tæpast boðskapur Bréfsins. Það nægir að kanna hvernig heimar sögunnar tengjast átökum lífs og dauða, sannleika og lygi. Eins og áður hefur verið rakið ber Böðvar strax frá upphafi merki feigðar, hann skortir allan lífskraft og þegar hann verður vitni að slíkum (þó ekki sé nema hjá steggjum á Tjörninni) fyllist hann andúð. Vanmáttur ein- kennir séra Böðvar. Um leið er Ijóst að heimur hans er reistur á tálsýn, bælingu, hann er loginn (.spilaborg'). Hann þolir ekki einu sinni að heyra nafnið sitt (Sigur- hans). Og þó sagan sé ekki að skafa neikvæðu einkennin af boðberum nútímans, hefur Gússi til að bera sjálfs- bjargarviðleitni og lífskraft, hann er fullkomlega hispurslaus. Sú íróníska fjarlægð sem frásagnaraðferðin eins og fyrr var rakið skapar milli lesanda og séra Böðv- ars ýtir enn frekar undir þennan skilning. Mætti þá setja merkingarheim sögunnar fram á þennan hátt: Heimur Gússa: .lífskraftur, veruleiki > t kynlíf, sjálfsbjargarviöleitni Heimur séra Böövars: feigö, blekking bæling Þó að einkenni nútímans séu flest ófögur í sögunni fer hann með sigur af hólmi vegna þess að hann býr yfir lífsafli og er sannur. Heimur Böðvars er feigur þrátt fyrir öll sín jákvæðu viðmiö, hann skortir bæði lífsafl og lífs- vilja. Það er margt úr fortíð séra Böðvars sem sagan upplýsir ekki, s.s. hvers vegna stef Schuberts hefur þessi djúp- stæðu áhrif á hann, hefur hann þá einhvern tímann búið yfir lífi og ást? Óljós tregi fremur en raunverulegur harmleikur tengist örlögum séra Böðvars og þeim heimi sem með honum ferst. Sum þau verðmæti sem séra Böðvar reynir að halda í á þessari „galdraöld" hljóta að virðast jákvæð, en lesanda er gert Ijóst að hann er á flótta undan lífinu. Með Bréfi séra Böðvars rýfur Ólafur Jóhann áratugs langa þögn með nýju tilbrigði við það stef sem átök þessara tveggja heima, hins nýja og gamla sam- félags, eru í verkum hans. Útsetningin er einföld, en út- koman engu að síður margræð og áleitin. Það er full ástæða til að bera þá túlkun sem hér hefur verið ýjað að saman við boðskap Hreiðursins, sem er næsta bók Ólafs Jóhanns. Þar er samfélagsþróun og menningar megin- þema og um það spurt hvernig listin eigi aö bregðast við henni, hvernig forða megi mikilsverðum verðmætum undan glötun. Finnur Loftur það svar sem Böðvar eygði ekki? Látum samanburðinn bíða um stund, en við höfum höfundinn sjálfan til vitnis um að hann er ekki út í hött; Ólafur segir í viðtali við Samvinnuna (9. —10. '78) um Bréf séra Böðvars: Sagan reyndist mér svo einna erfióust af öllu sem ég hef sýslað viö. Ég margskrifaöi hana, fleygði hverju ..fortíöar-innskoti" á fætur ööru í pappírskörfuna, en varö aö lokum sæmilega sáttur viö útkomuna, auk þess sem ég hafði í þessum átökum lagt niöur fyrir mér aöra skáldsögu, Hreiöriö. (s. 17) III. Loftur og fuglarnir Hreiðrið er mun lengri saga en Bréf séra Böðvars og gerist á fleiri sviðum. Hér verður ekki bókin öll til um- fjöllunar, aðeins afmarkaðir þættir hennar. Þetta er fyrstu persónu saga, viðfangsefnið er leit sögumanns að lífsafstöðu, heilsteyptri sjálfsvitund og heiðarlegum list- rænum vinnubrögðum í okkar „iðnvædda velferðar- samfélagi". Um leið er sögumaður að reyna að átta sig á frænda sínum Lofti Loftssyni, báðir eru þeir rithöfundar. Af lýsingum má ráða að sögunni Ijúki í nútímanum (1972) og þó einstaka atburðir séu raktir allt aftur til stríðsloka verður sá sem mestu skiptir (hreiðurgerð þrastanna) þremur árum fyrir sögulok. Þegar þrestirnir gera hreiður sitt er Loftur sagður hálfsextugur, sögu- maður er um 15 árum yngri. Hreiðurgerð þrastarhjóna á svölum Lofts verður til þess að hann hverfur frá ritstörf- um um skeið og gefur sig alveg að fuglunum. Á titilblaði er Hreiðrið kallað varnarskjal, vegna þess að sögumaður ætlar sér að verja Loft og kveða niður þann rógburð sem hann varð að þola vegna háttalags síns. Af skjalinu verður Ijóst að sögumaöur er ekki síður að reyna að skilja sjálfur afstöðu Lofts en að verja hann fyrir illmælgi. Og 34 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.