Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 37

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 37
þar eð Hreiðrið fylgir í kjölfar langrar þagnar höfundar síns virðist ekki ósennilegt að með því sé Ólafur Jóhann að einhverju leyti að gera grein fyrir eigin vanda. Bygging Hreiðursins er nokkuð flókin vegna skiptingar í mismun- andi skrásetningartíma og margvíslegra innskota sögu- manns. Varnarskjalið sjálft nær yfir 21 kafla og virðist skráð um haustið sama ár og hreiðurgerðin á sér stað. Síóustu sex kaflarnir eru hins vegar viðauki sögumanns, eftir að varnarskjalið hefur legið óhreyft í skúffu hjá honum á þriðja ár. Fyrri hluti viðaukans gerist dag einn ■. að vori, síðari hlutinn er haustdagur sama ár. Þrestirnir koma við sögu í 3. —14. kafla, en kreppu frændanna í listinni er lýst í 15.—21. kafla. Innskot úr fortíðinni eru með styttra móti, það er samfélag nútímans sem er á dagskrá, sá syndugi smábær Reykjavík á árunum um 1970. Hreiðurgerö þrastanna er auðvitað bara kveikja sög- unnar, tilefni uppgjörs rithöfundanna við menningu samtímans og er umræða um bókmenntir fyrirferðar- mikil. Frásagnaraðferðin er ekki írónísk á sama hátt og í séra Böðvari, en þó er Ijóst að hér er á ferð þroskasaga sögumanns, sem framan af virðist svolítiö sljór og seinn til að átta sig á hlutunum (sbr. s. 122). Á stundum er þetta ekki alveg nógu sannfærandi, t.d. hlýtur lesanda að finnast undarlegt að sögumaður skuli velja sér riddara- syni — samheiti nokkurra bókmenntafrömuða sem boða e.k. módernisma — að leiðarljósi eftir að hafa hlýtt á samræöur þeirra. í síðustu köflunum gerir sögumaður upp við ýmsa veikleika sína og röng viöhorf eins og í sígildri þroskasögu. Ungur maður, með hugann við bókmenntir sem hefur varðveitt með sér dálítið barna- lega sýn á umhverfi sitt er algeng manngerð hjá Ólafi Jóhanni. Nefna má Pál Jónsson úr Gangvirkinu (sögu- maöur Hreiðursins er þó ekki alveg jafn grænn), Mumma í Litbrigðum jarðarinnar, drættir úr sama listamannseðli eru í Herdísi Hermannsdóttur (Fjallið og draumurinn), önnur skáldsaga Ólafs, Liggur vegurinn þangað?, fjallar um ungan listamann í vanda. Kannski er þetta algeng hugmynd úr öllum bókmenntum: .Listamannseðlið' er sérstaklega næmt fyrir stökkkenndri þróun samfélags úr sveitabasli í borgaralegan kapítalisma, og ekki er síður algengt að rithöfundar hugleiði ábyrgð sína þegar þeim virðist öll samfélagsþróun öfugsnúin eða of hröð. Sagan gerist samtímis á ólíkum sviöum. Eitt þeirra er lífsbarátta þrastanna, hreiðurgerðin og umhyggja Lofts, slagurinn við kettina. Þetta svið lýsir um leið upp annað sem bregður fyrir öðru hvoru alla bókina: Tilraunum sögumanns og konu hans til aö forða börnum sínum undan ,,köttum“ samfélagsins. Um leið eru þrestirnir kveikja þess að Loftur gerir upp við hluta af sínum fyrri lífsviðhorfum. Uppgjör Lofts kemur sögumanni í andlega kreppu og eykur á óvissu hans um eigin listsköpun. Sem aftur tengist enn einum þræði sem spunninn er í bókinni: Sögumaður kynnir sér nútímabókmenntir, erlendar sem innlendar. í bókarlok er svo ýmislegt af því sem áður hefur verið fjallað um fært á svið sígildra viðfangsefna listarinnar: vináttunnar, dauöans, eyðingarinnar, máttar og vanmáttar mannsins. Það er í samspili allra þessara þátta sem meginsýn bókarinnar verður smám saman Ijós. Fyrst skal litió á nokkra drætti úr samfélagsmynd sög- unnar. Hluta þeirrar myndar fáum við úr samræðum * Lofts og sögumanns um hermennsku og styrjaldar- rekstur, spillingu og menningarleysi nútímans, sumt af því leiðir hugann að viðhorfum séra Böðvars. En sam- félaginu er líka lýst, og þær lýsingar hafa ekki ósvipaðar áherslur og þeir frændur í málflutningi sínum. Með því að kenna óvini þrastanna, kettina, til eigenda sinna fáum við smá þverskurð af íslenskri yfirstétt: dómarahögni, sendiráðsfress (eflaust úr bandaríska sendiráðinu, sbr. s. 76), drottningarbrandur (kenndur við fegurðardrottn- inguna gerspilltu), og köttur sem ,,ætíð flýði að lokum heim til bankastjóra og alþingismanns'' (s. 74). Þeir sem vilja lífi halda og siðferðilegri reisn verða að verjast ásókn þessara afla, eins og glöggt kemur fram síðar. 10. kafla er sérstaklega varið til að bregða upp mynd af íslenskri borgarastétt, nágrönnum Lofts í númer fimm er lýst og birtist þar viðhorf sem mér virðist algengt meðal íslenskra sósíalista — að saga íslenskrar borgarastéttar sé saga siðferðilegrar hnignunar, enda er borgarlífið spillandi og eftir því sem þetta fólk hefur misst tengsl við uppruna sinn í sveitinni hefur það líka skorið á böndin við ,,land og sögu". Gissur sá sem lét reisa húsiö var „mikilsháttar lærdómsmaður" og „traustur fulltingjari þeirra sem haröast börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar" (s. 77). Sonur hans Geir er að vísu ekki jafnoki föður síns en áhugamaður um menningarmál og getur ekki hugsað sér að húsið sé selt og rifið, „stáltenntum mokstursvélum att á næturfjólur og freyjublóm" (s. 78) þó miklar fúlgur séu í boði. Sonur hans gengur undir nafninu Greifinn af Veltu og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar peningar eru í boði, stundar ævintýraleg viðskipti og er ýmist á hausnum eða forríkur. En þessi persónugervingur nú- tímakapitalistans er hins vegar skemmtilegur og hressi- legur í tali. Það er ekki fyrr en með börnum hans, einkum fegurðardrottningunni, sem hnignunin er fullkomin. Draumar hennar senda hana til Kaliforníu þar sem hún verður fulltrúum amerískrar fjöldamenningar að bráð; Loftur gefur síðar í skyn að þar hafi verið eins konar lögmál að verki (s. 228—9). Sonur Greifans fer allt að sömu leið, verður síðhærður poppsöngvari og þar með x SVART Á HVlTU 35

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.