Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 40

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 40
Reykjavík Hreiðursins, riddarasynir, hampa þessum .ósköpum' óspart og boða kynlífslýsingar af miklum móð. Loftur fær skömm í hattinn fyrir penpíuskap þegar sögumaður hlýðir á samræður þeirra spekinga á kaffi- húsi. Einn er látinn komast að þeirri niðurstöðu að ,,í rauninni gætum við þakkað syffa mörg hin stórfengleg- ustu afrek á liðnum tímum." (s. 171), og annar ,,kvaó kynvillu langoftast vera áunninn hæfileika", sem sá þriðji sagði að „hefði frá aldaöðli verið mikill aflgjafi skáld- skapar og lista" (s. 171). Riddarasynir upphefja sérstak- lega kynlífslýsingar Jean Genet og Henry Miller um leið og þeir láta í Ijós megnustu fyrirlitningu á þjóðlegum menningararfi og aldamótarómantík. Það er vandséó annað en að í Hreiðrinu sé látin í Ijós djúpstæð andúð á mörgum nýstefnuhöfundum á Vesturlöndum, og þá einkum þeim sem leyfa sér kynlífslýsingar. Enda hug- leiðir sögumaður á meðan á þessum samræðum stendur gagnrök Lofts um áskapaða blygðunartilfinningu mannsins sem enginn rithöfundur geti „leyft sér" að vanvirða (sjá s. 168). Því er hann að handleika þessar bækur allar í lokin að hann vill forða þeim undan syni sínum, .unglingi á mótþróaskeiði'. I bókinni kemur líka fram að þessir höfundar hafa ekki einungis gaman af að lýsa ,vafasamri‘ kynhegöun, heldur ástundi hana að jafnaði sjálfir. Riddarasynir gera sér helst von um „Kragaskegg og tvo hinsegin efnis- menn" (s. 171 —2). Svokölluð kynvilla er yfirleitt nefnd í sömu andrá og „skækjur og portlífismenn" og viðlíka, svo erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að höfundur Hreiðursins telji þá kynhegðun „ónáttúru" eins og segir í Hvolpi. Lýsingin á þekktasta nútímarithöfundinum í Reykjavík Hreiðursins gæti líka bent til þeirrar afstöðu. Einhverju sinni er honum lýst í gönguferð með ,hár- prúðum fylgisveini' þar sem hann fór sér hægt aó vanda, leió áfram, skrefstuttur og kattmjúkur í hreyf- ingum: onnagata í sviösbirtu, meö vitneskju um áhorfendur í hverri taug, (s. 221—2) Þessu hugtaki bregður fyrir aftur en vísunin er ekki auð- fundin. Onnagata er úr japönsku kabúkí leikhúsi og merkir karlmann sem leikur konu með ýkjum og stílfær- ingu sem teljast til einkenna þessa leikhúss. Þarf varla að koma á óvart að bækur þessa manns séu uppfullar af dónaskap (sbr. s. 233). Þess má geta að talsmaöur tilraunaskáldskapar i Gangvirkinu, Steindór Guðbrandsson, er mun skemmti- legri persóna og fjölbreytilegri en riddarasynir í Hreiðr- inu, sem eru fremur berendur skoðana en lifandi karakt- erar. Reyndar eru kynlífslýsingar ekki alveg það eina sem fundið er formælendum módernisma til foráttu. Það er líka fundið að þeim að bækur þeirra séu slitnar úr samhengi við allan félagslegan veruleik, „þeim hafi láðst að gera sér grein fyrir því hvað rúgbrauð og soðning kosta" (s. 223) eins og Loftur segir á einum stað. Menningarádeila Hreiðursins er dregin vel saman þegar sögumaöur virðir fyrir sér uppskeruna, æskuna: Tvívegis leit ég út um stofugluggann, þegar mest gekk á, og í bæði skiftin var hópur unglinga aö slagsa upp götuna, piltar og stúlkur frá fermingaraldri til tvítugs, flest búin samkvæmt afkáralegustu tísku bítla og hippa, öll drukkin, sum ofurölvi, veifandi flöskum og brjótandi flöskur. Enskuslitur úr dægurlagatextum, óp og org, bölv og ragn tvinnaðist í sífellu bannoröum og klámi, munnsöfnuöi sem minnti helzt á frásagnir af tali dólga og pútna í menningarsnauðustu skúmaskotum á Puerto Rico. Þurfti leit þeirra aö lífshamingju aö byrja svona? Hvar höföu þau lært þetta viðurstyggilega oröbragö? Kom hagsældin þeim ef til vill í koll, aö ,vita ekki hvað rúgbrauð og soöning kosta'? Eöa hafði ég fyrir augum uppskeru, sem margir höfóu aö unniö langa hríó af mikilli elju, foreldrar, fjölmiólunargoö, stjórnmálamenn, mangarar af ýmsu tagi, listamenn og rithöfundar . . . Já, jafnvel rithöfundar. — Jafnvel — (s. 257—8) Lesandinn hlýtur að álykta sem svo að þeir rithöfundar sem fengið hafa hvað harðasta útreið í bókinni beri sinn hluta af ábyrgðinni á því hvernig komið er, spillingarlýs- ingar þeirra hafi aðeins aukið við hörmungarnar. „Breytingin mikla" hefur rifið þessa menn upp með rót- um, úr jarðvegi þjóðlegrar menningar og skilnings á félagslegum aðstæðum, og sama virðist eiga við um a.m.k. hluta borgaræskunnar. Þessir fuglar hafa orðið köttunum að bráð. Það hefur lengi verið deiluatriði meðal þeirra sem telja að listin geti lagt sinn skerf af mörkum til að opna mönnum sýn á umhverfi sitt og búa þá betur í stakk til þess að hafa jákvæð áhrif á það (og til þeirra teljast eflaust flestir sósíalistar og mannúðarsinnar) hvort módernísk skáldverk, þar sem skáldsöguforminu er bylt og boðskapur liggur ekki á lausu, séu fær um að stuðla að þessu. Svo virðist sem Hreiðrið svari þessari spurn- ingu neitandi, jafnvel þótt vinsældir nýrra vinnubragða kunni að hafa átt einhvern þátt í langri þögn Ólafs sjálfs. Innlegg bókarinnar í þá umræðu er þó einhver veikasti hlekkur hennar. Þar er reynt að spyrða mjög ólíka rit- höfunda saman og afgreiða þá stundum á þeirri for- sendu einni að þeir fjalli ýtarlega um kynferðismál. Mat Ólafs sækir þó kannski eitthvað til Lukacsar, þekktasta bókmenntafræðings marxismans sem óbeint er vísað til á einum stað. Að hans dómi á módernisminn það sam- eiginlegt með natúralismanum að gera ekki upp á milli staðreynda, lýsa klofnum heimi og tilgangslausum sem einstaklingnum er varpað inn í, þar sem kyrrstaða ríkir, — útmála óttann („angst"). Það má finna hjá Lukacsi ábendingar um hversu módernisminn sé upptekinn af hinu sálsýkislega, .afbrigðilega' og kynferðislega sbr. ritgerðina The Ideology of Modernism („Along with the adoption of perversity and idiocy as types of the condition humaine, we find what amounts to frank glorification". The Meaning of Contemporary Realism, s. 32). Sjálfur hefur Ólafur Jóhann rætt (í viðtali við Birting 1958) um .endalaust kynlífsstagl ótal gáfaðra höfunda um þessar mundir' og fleira í þeim dúr. Hér er auðvitað ekkert rúm til að ræða kenningar Lukacsar þó ég telji margt í þeim hæpið einnig frá marxísku sjónarmiði. Það má enn fremur finna að ádeilu Ólafs Jóhanns að nýstefnumenn hans eru ekki samsettar persónur, ekki ofnir á lifandi hátt inn í frásögnina, heldur fulltrúar skoð- ana. Hér þykir mér sem hann geri mistök sem Lukacs orðar sem svo: „Rithöfundur greinir vandamálið fræði- lega og upþhugsar síðan viðeigandi persónur til að „skýra" það. Fagurfræðilega séð verður niðurstaöan hörmuleg." (sama rit, s. 122). Kynvillti rithöfundurinn sem skrifar klámbækurnar og riddarasynir fara nærri því að vera dæmi um þetta. Við liggur að andúð Ólafs Jóhanns á þessu fólki og móralisering beri raunsæislegt form sögunnar ofurliði. Það eru sem fyrr var nefnt fleiri menningarfyrirbæri sem deilt er á í Hreiðrinu. Fjölmiðlar og fjöldamenning nútímans fá þar líka slæma útreið og tengjast siðlausri gróöahyggju borgarsamfélagsins. Líkt og séra Böðvar forðum ræða frændur um „dægurlagaplágur í útvarp- inu" (s. 24), sem afkvæmi Greifans af Veltu hafa ánetjast ekki síöur en margt annað æskufólk. Sonur hans verður síðhærður poppsöngvari „tekjuhærri en þeir prófessor- ar samanlagðir sem kenna íslenskar bókmenntir í Há- skólanum" (s. 82) en dóttir hans hin mesta tildurrófa og slettir jafnvel ensku (s. 84). Geir Gukki greifasonur var auðvitað ekki lengi á toppnum, orðstír hans var „ógnað af poppurum sem gátu orgaö enn hærra, svo sem Jói-Jabb Óði og Bjaggi." (s. 228). Enginn vafi er látinn leika á því að popp allt sé kattamegin í samfélaginu: 38 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.