Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 42

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 42
gerir hann þaö úr fjarlægð þess sem er kominn yfir það stig (,,Það hvarflar ekki að mér að enn sé klofningslög- málið að verki", s. 200). Hér er líkt og höfundur gægist áminnandi yfir öxl sögumanns. Slíkt hendir ekki í Bréfi séra Böðvars. Nútíminn er- lífsfirrtur í Hreiðrinu ólíkt því sem er í Bréfinu. Með táknmáli sögunnar er lögð áhersla á þetta. Þrestirnir eru boðberar lífs, malarborin slýdræsa af- rakstur dulnefnis númer tvö. Gervifæða og dósamatur eru orð höfð um vísindamennsku Lofts og refsivöndur nátt- úrunnar er yfir þeim heimi sem maðurinn hefur skapaó, blómið sem minnir á Nemesis refsigyðju. Táknmál er líka notað til að undirstrika að lífsfirrtur borgarheimurinn sé falskur; nefna má litlu stelpuna sem er að teikna fólk sem þykist vera annaö en það er og dulnefnaferil sögumanns. Fleira minnir á gervimennsku nútímans: Riddarasynir vilja aö menn leggi sértil .kynvillu', og nútímarithöfundar vita ekki hvað rúgbrauð og soðning, undirstaða lífsins, kosta. Merkingarheimur Hreiðursins er því dálítið annar en Bréfsins og til að auðvelda samanburðinn má gera hliðstæðan uppdrátt og áðan: Jákvæður heimur bókarinnar Neikvæóur heimur bókarinnar (gott fjölskyldulíf, eindrægni, (tæknivæöing, fjölmiölar, sölu- hógværö, samband viö náttúruna) mennska, gróðahyggja, ónáttúra) bæling, efling fjölskyldu hömluleysi Það hömluleysi á þá bæði við kynlíf og velmegun eða neyslugleði. Hlutverk bókmennta ætti skv. bókinni að vera að stuðla að eiginleikum sem teljast til hins jákvæða í bókinni. Heimur séra Böðvars haföi til að bera marga svipaða eiginleika og þá sem Hreiðrið boðar, en hann var feigur, í þeirri sögu bjó nútíminn þrátt fyrir allt yfir lífsafli. Þessu er öfugt farið í Hreiðrinu, að vísu er engin bjartsýni í lok bókarinnar og svo kann að fara að sögumaður og þeir sem hugsa á svipuðum brautum lifi hinn harða vetur ekki af, en þá mun heldur enginn gera það. Með þessu er langt því frá allt sagt um Hreiðrið sem máli skiptir. í bókinni bregður fyrir kímni, skemmtilegum persónum og hnyttnum tilsvörum ekki síður en fallegum, Ijóðrænum lýsingum. En þeg'ar vikið er að hinum hug- myndalega þætti hljóta mörg sjónarmiö bókarinnar að virðast íhaldssöm (svo ekki sé sterkar til orða tekið) frá sjónarmiði róttækra sósíalista af minni kynslóð; sjálfsagt ekki ástæðulaust hvað Hagalín varð hrifinn af bókinni (sbr. Moggann, 19.7. ’72). Kannski felst frá sama sjónarmiði styrkur Bréfs séra Böðvars einmitt i þeirri írónísku fjarlægö sem höfundur hefur frá aðalpersónu sinni, rétt einsog hér hefði Loftur verið að verki með analýtísku aðferðinni sinni. Heimur séra Böðvars er endanlega liðinn undir lok: Við kveðjum hann með trega, en ætlum okkur ekki það vonlausa verk að vekja hann upp að nýju. Það má í öllu verki Ólafs Jóhanns Sigurðssonar finna svipuð viðhorf í garð iðnvæöingarinnar, borgarmynd- unarinnar og komu hersins og fram koma í Hreiðrinu. En kannski hefur höfnun borgarlífsins aldrei verið jafn ein- dregin. í eldri sögum Ólafs er það algengt stef að ungl- ingur í sveit — ekki alveg frír við draumkennt lista- mannseðli — þrái að komast úr kotinu til borgarinnar. Þar má nefna aóalpersónuna í æskuverki hans Skugg- arnir af bænum, sem á þá ósk heitasta að komast til náms í borginni (sbr. 13. kafla). Sömu ósk ber Mummi í Litbrigðum jarðarinnar fyrir brjósti. En þegar þessir ungu efnismenn eru á annað borð komnir á mölina verða þeir gripnir söknuði eftir sveitinni eða smáþorpinu sem var þeirra heimabyggð. Páll Jónsson (aðalpersónan í Gangvirkinu) minnist í ölduróti Reykjavíkurspilling- arinnar jafnan ömmu sinnar frá Djúpafirði, sem gaf hon- um dálítið barnslega sýn á heiminn en gerir jafnframt til hans miklar siðferðilegar kröfur. Ólafur er í aðra röndina að bregöast við hinni öru þróun eftir stríð þar sem geysileg efling fjölmiðla og fjöldamenningar hefur skákaö hinu hefðbundna menn- ingarlífi. Viðbrögð höfunda sem þv( tilheyra við hinum svokallaða vitundariðnaði eru af skiljanlegum ástæðum hörð. Á þetta bætast efalítið vonbrigði með þróun Sovétríkjanna og lítinn árangur sósíalískrar hreyfingar og svonefndrar þjóðernisbaráttu. Staöa bókarinnar og hreyfingarinnar er breytt og möguleikar manna til að breyta heiminum með bókum, sem Rauðir pennar höfðu eygt, minnka þegar miklu áhrifameiri fjölmiðlar keppa við þá um hylli fjöldans. Margir rithöfundar hafa brugöist við á svipaöan hátt og Ólafur Jóhann og þarf engan að undra, hérlendis varð þessi þróun með óvenju skjótum hætti. Aðrir hafa reynt að notfæra sér hina nýju tækni — sætt sig við breytta stöðu bókarinnar ekki síður en viö iðnbyltinguna — til aö koma boðskap sínum á framfæri. Fjölmiðlasinnar geta m.a. sótt styrk sinn til greiningar Walter Benjamins, Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar (Svart á hvítu 3. tbl. ’78). Benjamin bendir á hvernig fjöldaframleiöslu- tæknin, kvikmyndin o.s.frv. hafi gerbreytt skynjun fólks á listaverkum og svipt þau ,,áru" sinni. Listaverkin losna úr tengslum við heföina, listneyslan verður æ oftar í formi dægrastyttingar, en það hafa líka skapast fleiri mögu- leikar til að fá fjöldann til að hugleiöa stöðu sína, gera fleiri að skapandi listamönnum, tjá nútímann með nýrri tækni. Þó þessir möguleikar séu vannýttir í kapítalism- anum (á meðan önnur tækni einsog kjarnorkunýtingin beinlínis stefnir framtíð okkar í voða) er ekki þar með sagt að róttækir rithöfundar eigi að hafna þeim. Vissulega er margt vel sagt um gervimennsku og tæknihyggju í Hreiðrinu og boðskapur þess um mikil- vægi lífsins hlýtur að vekja samúð. En hér er aftur komið aö þeim vanda hvernig rithöfundar — eða þá þeir rót- tæku sósíalistar sem nú eru teknir að gefa menningar- baráttu gaum — sem vilja breyta heiminum til betri vegar geta brugðist við þeirri þróun sem oröið hefur. Þetta er sú deila róttækra fagurfræðinga sem stundum er kennd við Lukacs og Brecht, en er auðvitað miklu víðtækari. Brecht-sinnar segja þá með orðum Terry Eagleton um Lukacs: hann er útópískur hugsjónamaöur sem vill snúa aftur til hinna ..gömlu, góðu daga", þar sem Brecht trúöi því eins og Benjamin aö þaö yrói aó ganga út frá hinum ,,slæmu, nýju dögum" og reyna aö gera eitthvaö úr þeim. (Marxism and Llterary Criticism, s. 71) Bréf séra Böðvars hefur það fram yfir Hreiðrið að halda einmitt þessum möguleika opnum. Gerð sögunnar og frásagnaraðferð valda miklu um þessa tvíræðni og sömu þættir í Hreiðrinu útiloka hana þar. Sigur raunsæisins? □ (lokið í janúar 1980). 40 SVART Á HVITU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.