Birtingur - 01.12.1953, Qupperneq 3
BIRTINGUR
3
--------------------------------------
BIRTINGUR
Rit um bókmenntir og listir.
Kemur út tvisvar í mánuði.
Ritstjóri:
Einar Bragi SigurSsson.
Utanáskrift:
Birtingur, Þingholtsstræti 27, Reykjavík.
Verð: kr. 60 árg., í lausasölu kr. 3.
Askriftarsími 5055.
PRENTSMI8JAN HÓLAR H-F
V._____________________________________>
Fylgt úr hlaði
dauða: Þetta kann að reynast kokhreysti, þegar
til alvörunnar kemur — bezt að tala varlega.
Afbragðsgott finnst mér hins vegar næsta
Ijóð:
Það verður seint
klukkurnar munu hafa stanzað
þó legg ég af stað.
Nóttin mun anda haegar
nótt svefn nótt
alkyrr mið nótt
Þó hverf ég loksins burt
loksins þá
það mun verða mjög seint
þá mun ég fara frá ykkur.
Bjartsýni mun það talin að ráðast í útgáfu
blaðs um bókmenntir og listir, þegar enginn
sér lengur útyfir val þvílíkra rita er faUið hafa
í bernsku eða frumbernsku. Því er heldur ekki
að neita: bjartsýnin er hinn eini farareyrir sem
blaðið hefur með sér úr föðurhúsum. Þess
vegna þótti hlýða að gefa því nafnið Birtingur.
Birtingur vill einkum verða vettvangur ungs
fólks, er leggur stund á listir ýmiss konar, en
mun þiggja þarfsamlega liðsinni sérhvers sem
vill veita honum brautargengi, hvort sem hann
er tíu ára eða tírœður. Blaðið treystir því, að
almenningur afsanni þá skoðun, sem orðin er
cerið útbreidd, að ekki þýði lengur að bjóða
Ijóða- og söguþjóðinni annað en glœpa- og
gleðisögur af allra verstu gerð.
Birtingur mun leitast við að vera svo frjáls-
lyvdur og víðsýnv sem nnðið er. Hann mun
forðasl að láta menn njóta eða gjalda pólilískra
skoðana, ekki spyrja um það hvort Ijóð sé hefð-
bundið eða nýtízkt, heldur aðeins hvort það sé
gott, hvorki setja abstrakt myndlist skör hærra
né lægra en púra natúralisma að öðru jöfnu,
ekki láta persónuleg sjónarmið ráða dómum
um leiklist, tónlist, bækur né málverkasýningar.
Þetta ber þó ekki að skilja sem fyrirheit um
fullkomið hlutleysi í hvívetna. Birtingur mun
leitast við að vera vel vakandi í menningarmál-
um og ekki hika við að taka afstöðu, en hann
mun forðast fordóma.
Eigi hlýðir að fylgja svo litlu blaði með fleiri
orðum úr hlaði. Hér með er það falið umsjá
alménnings.
° RITSTJ.
séu öðrum bölsýnni. Hið gagnstæða er sönnu
nær. Þau eru flest rómantísk í þeirri merkingu,
sem Eliot notar orðið: líta á manninn sem upp-
sprettu fulla af möguleikum. Sjálfur segist Eliot
ekki gera það og kallar sig klassískan.
Ljóð nr: XVIII er mér ógeðfellt, þótt það sé
vel gert:
„Það hæfir manni ágætlega að deyja
í skæru Ijósi og horfa á sjálfs sín blóð“
og síðan nosturleg lýsing á því, hvernig manni
hæfi að deyja. Ljóðið leiðir hugann að hug-
leiðingum Rilke um persónulega dauðann og
verksmiðjudauðann í „Die Aufzeichnungen des
Malte Laurids Brigge.“ Ég kann ekki að meta
svona tilraunir til að yrkja sér persónulegan
Ljóðin Sakamaður og Andlit vitna um kynni
Sigfúsar af surrealismanum. f hinu síðara er
þetta:
„Þetta var mannslíf, ótrúlegt eins og hendur
og herbergi í gististað ...“
Orðin minna allmjög á Lautrémont: „Hann
er fallegur ... eins og óvæntur fundur sauma-
vélar og regnhlífar á skurðarborði“. Vera má
að það sé tilviljun, og mér þykir það trúlegt,
því yfirleitt er ekki annað hægt en dást að
þroska og vandvirkni þessa unga skálds: Sigfús
gefur aðeins út strangt úrval æskuljóða sinna
— eða svo verður maður að ætla: 20 ljóð ort á
5 árum — hvert ljóð er þaulunnið, og hann
hefur valið af glöggskyggni úr þeim bók-
menntastefnum, sem hann hefur kynnt sér, það
sem hann þarfnast til að valda sínu verki.
Falleg eru ástarljóðin nr. XI, Septemberbæn,
og ekki sízt þetta:
Þessi langi morguim allra
og aS baki honum nóttin
og að baki henni þú
og í þúsund hvíta morgna
þúsund daga hef ég beðið
eftir kvöldinu eftir þér.
Og þá komst þú ein frá öllum
inn í eilífð þá er síðan
hlaut að verða hér og nú:
samt í öryggð þinna nátta
hef ég óttast komu dagsins
óttast för þína frá mér.
Og á þessum langa morgni
langa hvíta er för þinni aftur
heitið troðnar brautir burt
út til allra og nú mun bið mín
fánýt verða eftir kvöldi
eftir nóttu eftir þér.
Það sem ég sakna einna helzt í þessari bók,
eins og verkum annarra nútímaskálda okkar,
er dálítið glaðlegri lífstónn — meira brosandi
alvara. Ungur menntamaður, Einar K. Laxness,
benti réttilega á það ekki alls fyrir löngu, að
verið sé að ræna æskuna lífsgleðinni. Ungu
skáldin þyrftu að gera sitt til að gefa henni lífs-
gleðina aftur.
P. s. Grein þessi var rituð í meginatriðum skömmu
eftir að Ljóð Sigfúsar komu út og átti að birtast í riti,
sem andaðist áður en til þess kæmi. Ég get þessa bæði
til skýringar og afsökunar. — E. B.
Kcwáu ftú að IzOe&ast á
Hr. rithöfundur, Þórir Bergsson!
I ritdómi, sem þér skrifið í næstsíðasta hefti
Eimreiðarinnar, stendur m. a.: „Ég held að
þessi órímuðu ljóð ... stafi af vanmætti á að
ná Ijóðrænu formi eftir hefðbundnum hætti.“
Tómas Guðmundsson, skáld, lét mjög svipuð
orð falla á stúdentafundinum í fyrra um ís-
lenzka nútímaljóðlist.
Er ekki rétt að láta reynsluna skera úr því,
hvort þetta séu sleggjudómar eða ekki? Ég vil
gefa ykkur Tómasi kost á því að kveðast á við
tvö atómskáld hérna í blaðinu og sting upp á
svofelldum leikreglum:
1. Keppendur skuldbindi sig til að yrkja
undir einhverjum þeirra 450 bragarhátta sem
taldir eru í Bragfræði Sveinbj. Benteinssonar.
2. Keppnin verði háð í fjórum næstu blöð-
um Birtings. Að henni lokinni verði efnt til at-
kvæðagreiðslu meðal lesenda um hvorir hafi
betur kveðið „á foman móð“, rímgoðar vorir
eður atómskáld.
Ef þið þekkizt boðið, er ég reiðubúinn til
nánari viðræðna um tilhögun keppninnar.
Ritstj.