Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 6

Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 6
STEINAR SIGURJÓNSSON: Cfamall tnaðul <jen<jul Oe<j Gamall maður gekk eftir veginum. Hann var klæddur svartri peysu og þykkum mosagrænum buxum, og gilti líka einu hvort dagur var helg- ur eða virkur, ávallt búinn svartri peysu og grænum buxum. Eftir nokkurn spöl nam hann staðar og mælti við sjálfan sig, að ekki hefði hann sofið dúr í nótt, ekki dúr. Þegar hann hafði hvílzt um stund stóð liann og gekk, en ekki hafði hann gengið langt er hann studdi sig fram á stafinn og talaði: Æijá, bölvuð er hún, gigtarskömmin, ótugtin sú arna. Gamli maðurinn lagði enn af stað. Hann verður duglegur við suðrið með kvöldinu ... ég má til með að kasta mæðinni ... þetta er mesta torleiði ... eða er ég nú farinn að tapa mér svona ... það er nú annað en var, eitthvað er það nú annað . .. En nú komu stúlkurnar hlaupandi ofan hæð- ina. Sæll, karltetur, sögðu þær og hlógu. Gamli tautaði eitthvað í barm sér, en svo sagði hann: Hvað eruð þið að flækjast hérna svona klæddar? Tildur er þetta . . . Áttu við kjólana okkar? Já, það meina ég. Eru þeir ekki fallegir? spurði einkar alúðleg stúlka. Sérðu, eru þeir ekki fallegir? Hún hélt höndum um kjólfaldinn og sneri sér í hring. Jæjaþá, en ég kann ekki við þessar blúndur. Blúndur? Blúndur, segir hann. Það eru eng- ar blúndur á þeim. Stúlkurnar hlupu flissandi á braut, en gamli maðurinn horfði, og stúlk- urnar hurfu handan við hæðina. Síðan gekk hann á leiðarenda þar sem hann sá ungu menn- ina keipa undan ströndinni. Á maður nú marga sigluna þarna, bæði á eigin fjölum og annarra; hefur maður nú orðið að seila í sunnanhroðanum og dumma fyrir nesið mót sjálfri höfuðskepnunni og þrír hafa þeir nú farið undan mér, og stendur hann Bjarni enn. Gamli maðurinn hélt heim á leið. Ætli hún kerli mín verði ekki búin að sjóða grautinn þegar ég kem heim? 11/12/52 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.