Birtingur - 01.09.1954, Page 5

Birtingur - 01.09.1954, Page 5
BRÁÐ Saga ejtír KRISTJÁN BENDER Hún var ung; hann var ekki gamall, og þó ekki ungur, ef miðað var við hennar aldur. Eftir útliti hefði hún getað verið dóttir hans, en aldursmunur þeirra var þó ekki svo mikill. Loksins . .. hugsaði hann, er hann sá hana koma inn í salinn. Hann horfði aðgætnum, leitandi augum í áttina þar sem hún settist. Og löngu eftir að dansinn var byrjaður, var hann í njósn, svo sem hann byggist við að sjá ein- hvern koma inn í salinn, óboðinn gest. Eftir því sem tíminn leið, varð svipur hans ákafari og drættirnir um fíngerðan munninn skarpari. Brosið á þunnum vörum hans var ekki mjúkt, og blágrá augu hans voru ekki djúp, en mjög íhugul. Hann sat einn við borðið með sítrónflösku og glas fyrir framan sig. Hann bragðaði aldrei vín, og hann gerði sér ljósa grein fyrir, af hverju sú reglusemi var sprottin. Þegar hann var í skóla, — annars var honum ekkert sérstaklega ljúft að minnast þeirra ára, — já, þegar hann var í skóla, hafði hann alltaf svar á reiðum höndum gagnvart víninu og félögum sínum, mjög spaklegt svar fannst honum: Hver ykkar er þeim gáfum gæddur, að hann geti fórnað spönn af viti sínu á altari Bakkus- ar? Auðvitað þvöðruðu þeir eitthvað um, að vitið skilaði sér aftúr, — en slíku léði hann ekki eyra. Á þeim árum átti hann fáa félaga . . . Þeir nefndu hann Köttinn. Hann fékk sér smásopa af sítrónvatninu. Svínin . . . þeir höfðu ekki komizt betur á- fram, ekki að öllu leyti, — að vísu höfðu þeir flestir eignazt félaga, jafnvel æfifélaga, ó, já. Hann leit ofan í glasið, horfði á glitrandi loftbólurnar stíga mót yfirborðinu, sá björt ljósin speglast sem fögur augu í kúptum fleti þeirra, sá þær springa og hverfa. Þetta voru fallegar bólur, fannst honum, en þær voru ó- höndlanlegar, ó, já. Hann gaut augunum þvert yfir barminn á glasinu, og það brá fyrir köldum glampa í til- litinu. Enn var hún ein. Beið hún? Kannski myndi hann alls ekki koma? Hann, vinur hennar, listamaðurinn. Ef til vill hafði aldrei verið neitt á milli þeirra. Hvað vissi hann um það? Ekkert, — og því minna sem hann vissi, því betra. Gagnvart þessu vildi hann ekki hafa neina ábyrgð, enga vonda samvizku; og eitt vildi hann forðast umfram allt, almannaróm- inn. Maður í hans stöðu varð fyrst og fremst að hugsa um álit fólksins, það var óskráð boðorð. Hann tók krónupening upp úr vasa sínum, og lét hann detta á borðið. Myndi hann koma, eða . ..? Peningurinn skorðaðist á rönd milli glassins og öskubakkans. Véfréttin þa gði. Og hann hugsaði: Listamenn eru ýmist svikulir eins og kaup- hallarbraskarar eða trygglyndir eins og hund- ar. Hann brosti að hugsun sinni, en brosið var stirt og kalt. Ef hann sæti lengur svona aðgerðarlaus, gat hann átt á hættu að tapa . . . Hann reis snöggt frá borðinu, gekk þvert yf- ir salinn, og hneigði sig. Kjóll hennar var grófur, úr ódýru efni, fleg- inn á bringu og fór vel. Hönd hennar var mjúk og þunn, mjög hlý. BIRTINGUR 41

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.