Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 6
Hann kveið svolítið fyrstu sporunum, vand- aði sig, og það tókst. Kannski var það hún, sem steig inn í takt hans? Hún var menntaðri í þess- ari íþrótt, það fann hann frá byrjun, -—■ og þó. Ýmislegt kunni hann fyrir sér frá skólaárun- um, ýmsar brellur, sem ... Nei, hann vildi ekki hugsa um það, — þetta andstyggilega nafn, sem þeir höfðu fundið upp til að eyðileggja alla hans möguleika. Þeir . . .? Var hann nú alveg ■viss um það? Þarna í dansinum læddist að hon- um sá ónotalegi grunur, að ef til vill hafi það engu síður verið þær, sem gáfu honum þessa nafngift, — menntaskólastúlkurnar sumar voru slægar eins og nöðrur og kaldvitrar. Hann tók þéttar utan um hana, knúði hana að brjósti sér með föstu, þungu taki. Um hvað myndi hann hafa talað við hana í dansi, hann, listamaðurinn? Auðvitað hefði hann ekki skort umræðuefni. Hjá honum hefði ábyggilega staðið minna á fallegum, innantóm- um orðum en nýjum kjól, — þannig er það alltaf hjá þessum loddurum. Hann fann styrkleika sinn vaxa, fann nota- lega hlýju öryggiskenndarinnar gefa mýkt í dansi og aukið áræði. — Lífið er fegurð og leit að fullkomnun, — menn fara að vísu ýmsar leiðir, en leitin er ein, fegurð, sagði hann. Litla, fallega stúlkan leit upp, horfði í augu honum, varir hennar titruðu lítið eitt eins og hún ætlaði að segja eitthvað, þakka eitthvað, en hún brosti aðeins, og í stað orða fann hann ilminn af vörum hennar. — Fegurð, endurtók hann, og augu hans ljómuðu eins og í ungu dýri. Hann tók fastar utan um hana, sveigði lík- ama hennar að mitti sér. — Fegurð, hvíslaði hann, og kyngdi ein- hverju þykku. — Já, svaraði hún, — fegurð er draumur, sem fólkið dreymir, þar til það vaknar, þá . . . — Nei, nei, ég á ekki við fólkið, heldur okk- ur, þig og mig. Það eru aðeins skýj aglóparnir, sem gleyma sínum eigin heimi við að skoða fjarlæga hnetti, og verða svo undrandi, þegar þeir vakna við, að þeirra eigin stjarna er hröp- uð. Rödd hans var djúp og hvíslandi, eilítið áköf. Hann fann mjúkan líkama hennar þrýst- ast að sér. Hún minnti hann á fugl, sem flýr í skjól undan hreti. Og hann brosti. Hann sjálfur var hinn sterki bylur, sem knúði hana til und- anhalds, hið mikla náttúruafl. Og þegar þau tóku hringi í dansinum, ófst kjóll hennar utan um þau. Og hann andaði í eyra henni: — Líf okkar er eitt andartak af eilífðinni, eitt brot svo smátt, að hið minnsta mustarðskorn er stærra en það. Og þó er það undir okkur sjálfum komið, hvort við lifum lífi rottunnar á sorphaugunum eða erum hin fleygu börn heiðríkjunnar. Það er náttúruvalið, sem er seg- ull mannlífsins. Fátæktin tilheyrir listinni, svo sem andstaðan tilheyrir þeim hugsjónum, sem ekki hafa hlotið almenna viðurkenningu. Þetta er lögmál, sem við lútum í auðmýkt af ótta við útskúfun. En sá, sem vill forðast útskúfun, þarf að þekkja dyggð undirgefninnar, því að um hennar hlið liggur vegur farsældarinnar og sig- ur þess, sem kemst áfram í heiminum. Hún þrýsti sér fastar að honum, eins og hún væri hrædd. Hann fann, að líkami hennar skalf, og það minnti hann á eitthvað óhugnanlegt, hann gat ekki almennilega komið því fyrir sig, það var eitthvað sem minnti á þjáningu. — 011 leitum við, hélt hann áfram, — leitum fegurðar. Sumir kaupa hana, aðrir fá hana gef- ins, — í rauninni skiptir það engu máli hvaða verði hún er keypt, ef við aðeins öðlumst hana, — ég á við lífsnautn, það er hamingju, ást, heimili. — Já, sagði hún og starði á hann, og svipur hennar var blandinn ótta og fegurð. — Heimili, það er nú reyndar aðeins fagurt hugtak, en mjög ófullkomið og segir lítið, því gæfa sumra manna . . . það er að segja, sumir menn virðast ekki hafa lag á að móta leir ham- ingju sinnar, eða skapa hamingju úr hráefni' lífsins. Máltækið segir: Hver er sinnar gæfu smiður, og það mætti gjarnan bæta því við, að þeim, sem ekki er lítilsháttar lagtækur, verður 42 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.