Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 9
Þegar hún var sezt, tók hann um mitti hennar og hvíslaði: — Ef vélin er köld, þegar hún er ræst, þá er rétt að láta hana ganga um stund, áður en hún fer að erfiða. — Og allt þetta lika? sagði hún undrandi. — Ha, hvað? ■ — íbúðina, allt þetta skraut? Hann hló og sagði: — Þúsundir manna eiga íbúðir. — Já, hvíslaði hún og leit niður á grófan kjólinn. — Komdu nær, það er heimilislegra. Hér get- um við setið, þú og ég, og þurfum ekki að tak^ tillit til neins. Hér er lífið, fegurðin, heimilið. Hann greip um hönd hennar og leit niður. — Ég skal gefa þér dýran kjól, sem fellur að mjöðmum þér eins og listaverk. Hann sveigði hana að sér eins og mjúka grein, fann þungan hjartslátt hennar undir lófa og hvíslaði: — Dýran kjól með perlum . . . Og í huga hans reis dimmur, fagnandi hlátur. Hann þenkti: Og hún lét að höndum hans eins og mjúkur leir, og hún heyrði rödd hans sem fjarlægan nið, djúpan og sefandi. Kona, þessi er lykillinn að hjarta þínu. — 011 leitum við, leitum fegurðar; sumir kaupa hana háu verði, en hverju skiptir það, ef við aðeins njótum, njótum lífsnautnar? Hún starði á hann sem úr fjarska, augu hennar voru flóttaleg, um íbjúgar varir hennar hrísluðust fínir, krampakenndir drættir, líkt og hún byggi yfir djúpri, innri kvöl. — Komdu, hvíslaði hann, og lagði flata lófa á framstæð brjóst hennar, svo sem hann væri að blessa yfir söfnuð. — Komdu ... — og rödd hans líktist söng eða fyrirbæn. Andlit hennar var sem tjörn sem hemar um lygna nótt í skini tungsl og stjarna. Og hendur hans leituðu . . . — Það er einhver hér inni, ég finn það, hvíslaði hún. — Allt, sem við girnumst, þú og ég ... Hann fann salt bragð af vörum hennar svo sem hún hefði grátið. — Hann er hér inni. — Hann, hver? spurði hann og leit yfir and- lit hennar. — Hann, sem . . . — Ég skal gefa þér allt, öryggi, fótfestu, allt. — Hann er hér inni, sagði hún og reis snöggt úr höndum hans. — Ertu að hugsa um hann, ræfilinn? — Hann, sem leitar, svaraði hún með annar- legri röddu. — Hann er ekki maður, aðeins skuggi af manni. Hann getur ekkert veitt þér ... ekkert líf, enga framtíð, — hann á ekki hús . .. ekkert. — Guð á ekki hús, rödd hennar var hvísl, og augu hennar líktust tjörn um myrka nótt. — Guð á hundruð húsa. —- Þau eru auð og tóm, andlaus eins og myrkrið. Slepptu mér! Hann er hér inni! — Lygi, hvæsti hann. — Þú ert að leika, að- eins að leika. — Ég verð ekki keypt, seld né leigð, hvorki fötum, húsi né stöðu. — Harjn er ræfill, flækingur, betlari! — Hann einn veit, hvað er hægt að kaupa og gefa. Hann, sem átti einn lampa, gaf það ljós og sat í myrkri. En fyrir honum var ekkert myrkur, engin auðn, því að hann sá með aug- um Guðs. — Hann er löngu farinn í hundana, verður aldrei maður, ekki nokkurs virði! — Hann er alls staðar, í þessari mynd á veggnum, í hverri sköpun, sem gædd er lífi og fegurð. Og hvert sem ég fer, er hann þar, — í höndum hans og anda er ég, og aðeins þar. Taktu mig, en það, sem þú færð, er ekki ég! Hann steig öðrum fætinum þétt niður í þykka gólfábreiðuna líkt og hann gerði örvænt- ingarfulla tilraun til að hemla áður en slysið yrði. — Þú ert að leika, sagði hann lágt og ógn- andi. Framh. á bls. 58. BIRTINGUR 45

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.