Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 12
/ kvikmyndinni „Sölumaður deyr“ er mikið luluö, en þar er líka mikil hreyjing í myndunum, j>útt engin ó- sköp „gerist“. Myndatöku í skáhorn upp á við er beitt Jjar mikið til þess að móta ajstöðu áhorjenda gagn- vart persónum myndarinnar. — Hcr sést h rederic March, sem leikur sölumanninn með y/irburðum. að listform, sem mennirnir hafa fundið áður. í henni getur sameinazt hið bezta úr öllum öðr- um listum: bókmenntum, tónlist, leiklist, ballett og myndlist, ef sannir listamenn fara höndum um. Það kemur aðeins fyrir, að einn og sami maður hefur öll þessi listform á valdi sínu og sameinar þau í einni kvikmynd. Sígilt dæmi um það er Chaplin. Hitt er þó venjulegra, að margir listamenn leggi hönd á plóginn. Og sá, sem heldur öllum þráðum verksins í hendi sér, er kvikmynda- stjórinn (á ensku: the Director; á Norður- landamálum: regissören). Hlutverk hans er einna skyldast hlutverki hljómsveitarstjóra. Hinn stóri hópur, sem vinnur að sköpun kvik- myndar, lýtur hans vilja. Hann er sá, sem sér alla þætti verksins út frá sjónarmiði kvik- myndalistarinnar; sér um, að myndir, tal og tónar renni saman í órofa heild, þar sem engum einstökum þætti leyfist að yfirgnæfa annan. Aðeins fáum kvikmyndastjórum tekst þetta til fullnustu. Oftast ber mest á einum ákveðnum þætti. Síðan talmyndin kom til sögunnar hefur höfundur hins talað orðs — skáldið eða hand- ritshöfundurinn — borið sigur af hólmi yfir hinum. En að því skal vikið nánar á eftir. Orðið kvikmynd felur í sér það, sem öllu fremur hlýtur að einkenna þetta listform: myndir á hreyfingu. Það er formgrundvöllur kvikmyndalistarinnar. Mér virðist norski kvik- myndagagnrýnandinn Jan Bull skýrgreina hug- takið allvel, þar sem hann segir: „Það er hreyf- ing myndanna sjálfra og hreyfing þeirra í af- stöðu hver við aðra, sem skapar það, sem við nefnum kvikmyndalist.“ Aðaltæki kvikmyndamannsins í listsköpun sinni verður þá samkvæmt þessu hin hreyfan- lega mynd. Hann notar gjarnan fólk til þess að byggja upp myndir sínar. En það eitt er ekki nóg að stilla fólki upp og taka af því myndir — og fólkið má tala eða syngja öll ósköp — en það eitt er samt ekki nóg, ef myndin er ekki hreyfð. Úr því skapast engin kvikmynd. Fyrir daga hljómmyndarinnar var hin hreyf- anlega mynd eina tæki kvikmyndamannsins. Hann varð að skapa spennu með því að nýta hreyfanleika myndavélarinnar og samsetningu mynda innbyrðis, þ. e. því, sem*nefnt hefur ver- ið myndskeyting. Við tilkomu hljómmyndar- mikillar listsköpunar en kannski nokkurt ann- Hér sést Eva Dahlbeck sem móðirin í kvikmyndinni „Bara en mor“, sem gerð er ejtir samnejndri skáldsögu Ivar Lo-Johanssons. 48 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.