Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 13
I ' Charles Chaplin hejur þá sérstöðu meðal kvikmynda- manna, að hann lœtur einn mann gera allt í senn: jramleiða myndina, skrifa liandritið, semja tónlistina, stjórna töku myndarinnar, semja dansana (t. d. í „Sviðsljósum“) og leika aðalhlutverkið! Þúsundþjala- smiður sá, sem gerir þetta allt, er enginn annar en Charles Chaplin sjáljur! innar, sem vissulega er réttara að nefna tal- mynd, eins og þróunin hefur orðið, opnuðust nýir möguleikar til þess að gera kvikmyndina áhrifameira listform en áður, því að nú voru bókmenntirnar komnar til liðs. En þar opnuð- ust líka möguleikar fyrir alla miðlungsménn, sem ekki gátu valdið því formi, sem myndin ein gaf, til þess að flýj a á náðir bókmenntanna, talsins. Reyndin hefur orðið sú, að flestar kvik- myndir, sem gerðar eru, byggjast á talinu, sög- unni. Myndin, sjálfur formgrundvöllur þessar- ar listar, er orðin hornreka. Það er orsök þess, að langflestar kvikmyndir, sem sýndar eru, geta ekki talizt kvikmyndalist, heldur einhvers konar skrípi, sem ekki er auðvelt að skipa í flokk. Nú má enginn skilja orð mín svo, að ég sé á móti tali í kvikmyndum. Þvert á móti. Talið gefur kvikmyndunum möguleika til áhrifarík- ari listar. Það má jafnvel vera mikið tal, eins og t. d. í „Sölumaður deyr“, ef kvikmyndamað- urinn man eftir því, að hægt er að hreyfa myndavélina, að hægt er að nota ljós og skugga til þess að skapa blæ myndar, að hægt er að skapa innbyrðis spennu í myndirnar með upp- stillingu persónanna, að hægt er að ráða hraða kvikmyndarinnar með skiptingu og lengd at- riða til að leggja áherzlu á þann boðskap, sem flytja skal. Nærtækt dæmi um það, þegar alll þetta gleymist, nema talið eitt, er kvikmyndin „Tópaz“, sem gerð var eftir hinu ágætajeikriti. Þar var rnikið og mergjað tal, sagt fram af á- gætum leikara. En það var misheppnuð kvik- mynd, því að þessi eini þáttur yfirgnæfði alla aðra. Sennilega hefur hugtakið íaZmynd átt sinn þátt í að rugla menn í því, hver væri hinn eigin- legi grundvöllur kvikmyndarinnar. En sú er ósk mín, að þetta hugtak hverfi. Orðið IcviJc- mynd skýrir þann grundvöll betur en nokkuð annað. D. W. Grifjith U.S.A. (t. v.) gerði fyrstur tilraunir til að slcapa áhrif með skeytingu atriða (montage). — Rússinn Eisenstein (t. h.) beitti skeytingar- tœkni með mestum árangri allra lcvik- myndastjóra. BIRTINGUlt 49

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.