Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 14
MELPOMENUS JONES Smdsaga eftír Stephen Leacock Það er til fólk ■— ekki þú eða ég, því við er- um svo ákaflega veraldarvön — en það er til fólk sem á fjarskalega erfitt með að kveðja, ef það fer í heimsókn eða einhver býður því til sín. Þegar gestinum finnst mál að halda heim, stendur hann upp og segir harðákveðinn: — Jæja, nú held ég sé réttast . . . En þá segir gest- gjafinn: — Nei, þarftu að fara strax? Geturðu ekki verið ofurlítið lengur? Og síðan hefst hlá- legur leikur. Eg man ekki efti'r átakaidegra dæmi af þessu tagi en því sem kom fyrir vesalings vin minn Melpomenus Jones, ungan aðstoðarprest — dæmalaust vænan pilt og aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. Honum var einfaldlega ómögulegt að fara frá fólki. Hann var of grand- var til að segja ósatt og of mikið prúðmenni til að sýna nokkrum manni ókurteisi. Nú bar svo við einhverju sinni að hann fór í heimsókn til vina sinna daginn sem hann fékk orlofið sitt. Næstu sex vikur var hann sjálfs sín húsbóndi og hafði hreinl engu að sinna. Hann sat og rabb- aði við kunningja sína um stund, drakk tvo bolla af tei, herti sig síðan upp og sagði skyndi- lega: — Jæja, nú held ég sé réttast . . . En þá greip húsfreyja fram í: — Æ, nei herra Jones, getið þér ómögulega verið ofur- lítið lengur? Jones datt ekki í hug að skrökva: — Jú, jú, sagði hann, auðvitað get ég verið dálítið leng- ur. — Gerið það þá fyrir mig að fara ekki strax. Hann sat kyrr, drakk ellefu bolla af tei. Það var liðið fast að kvöldverði. Þá stóð hann upp aftur. — Jæja, sagði hann feimnislega, nú held ég megi til með . . . 50 — Verðið þér að fara? spurði húsfreyjan kurteislega. Mér datt í hug, að þér gætuð kannski borðað með okkur kvöldmat . . . — Jæja -—- já, auðvitað gæti ég það, sagði Jones, ef . . . —- Æ, gerið það þá — ég er viss um, að maðurinn minn veður himinlifandi glaður. - Kannski ég verði þá kyrr, sagði hann lágt og hné niður í stólinn aftur fullur af tei og óhamingju. Húsbóndinn kom heim, og þau snæddu kvöldverð. Meðan á máltíðinni stóð, var herra Jones önnum kafinn við að stappa stálinu í sjálfan sig: að fara klukkan hálf níu. Allt heim- ilisfólkið var að velta því fyrir sér hvort herra Jones væri auli og fýlupoki, eða aðeins auli. Að kvöldverði loknum byrjaði húsmóðirin að „skemmta gestinum“ með því að sýna hon- um myndir. Hún sýndi honum allt ættarsafnið, margar tylftir mynda — af föðurbróður pabba og konu hans, bróður sínum og litla drengnum hans, framúrskarandi skemmtilega mynd af vini föðurbróður pabba í bengölskum einkenn- isbúningi, einstaklega vel tekna mynd af hundi, sem kunningi langafa pabba átti, og afar Ijóta mynd af pabba sjálfum í gervi djöfulsins á grímudansleik. Klukkan hálf níu var Jones búinn að skoða sjötíu og eina mynd, en ennþá voru sextíu og níu inyndir eftir. Jones reis á fætur. — Nú verð ég að bjóða góða nótt, sagði hann sem í bæn um miskunn. — Bjóða góða nótt! sögðu þau — klukkan er ekki nema hálf níu! Hafið þér nokkru sér- stöku að sinna? —- Engu, viðurkenndi hann og muldraði eitt- hvað um sex vikna viðdvöl, hló síðan ámát- lega. 151 R T I N G U R

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.