Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 22
Sama tillitsleysi við listamennina — og þó langtum meinlausara — kemur fram í þeim drætti, er oftlega verður á úthlutun styrkjanna. I desember í fyrra samþykkti alþingi að endur- greiða þessar sex hundruð þúsundir af opin- berum gjöldum listamanna — síðan fóru þing- menn í jólafrí án þess að kjósa nefnd til að deila endurgreiðslunum niður. Um mánaðamót febrúar og marz var nefndin loksins komin á laggirnar. Þá fyrst var farið að auglýsa eftir umsóknum, og að hæfilegum fresti loknum gat úthlutunin um síðir hafizt. Þeim listamönnum, sem erfiðlega hefur gengið að greiða reikninga sína, kemur þessi dráttur reyndar ekki að sök, því jafnskjótt og úthlutun er lokið, skunda allir rukkarar hins opinbera niður á skrifstofu ríkis- féhirðis með reikninga sína, og margur lista- maður sér aldrei eyri af „styrknum“. En ég þekki ýmsa, sem voru of tekjulágir til að hægt væri að leggja á þá skatt og útsvar í fyrra, og þeir voru orðnir býsna langsoltnir, þegar út- hlutunarnefndin hafði loksins lokið störfum. En þingmenn vorir eiga sjálfsagt erfitt með að skilja það. Ég hef stundufn verið að velta því fyrir mér, hvernig íslenzkum bændum yrði við, ef fast verð á landbúnaðarafurðum yrði afnumið einn góðan veðurdag, þeim sagt að fara í síld eða vegavinnu til að vinna fyrir sér, en stunda bú- skapinn í tómstundum — mættu síðan senda umsókn til pólitískrar nefndar einu sinni á ári um ofurlítinn styrk til landbúnaðar: þrjú þús- und í ár, þrjú og sex næsta ár, ekkert það þriðja. Eða verkamenn, sjómenn — vinna eitt ár upp á væntanlegan styrk, 3—15 þúsund, kannski og kannski ekki? Nei, sem betur fer mundi engin stétt á íslandi láta bjóða sér þau smánarkjör, sem listamenn vorir umbera án þess að æmta eða skræmta. íslenzkir listamenn hafa varðveitt fram á þennan dag af aldeilis furðulegri trúmennsku undirgefni hirðskálda vorra og auðsveipni við heimska höfðingja. Auðvitað stæði Bandalagi íslenzkra listamanna næst að hefja öfluga baráttu á breiðum stéttar- grundvelli fyrir viðhlítandi lífskjörum félaga sinna. En bandalagið er værukær stofnun, farin að eiga virðuleg afmæli; því veitti sannarlega ekki af að bregða sér til Sviss og láta hreinsa í sér blóðið. Listamenn í flestum greinum hafa með sér félög, en það er líka allt og sumt. Ein- stöku listamaður, er sérstöku ranglæti hefur verið beittur, á það til að rísa upp til mótmæla, en hann á litla von um nokkurn raunhæfan stuðning frá kollegum sínum og sízt þeim, er eitthvað gætu látið að sér kveða. En á loftsbit- anum situr „hinn andinn“ og glottir — og hef- ur sannarlega ærna ástæðu til þess, því lista- mennirnir sjálfir eru farnir að una ranglæti hans sem viðhlítandi framtíðarskipan, að því er bezt verður séð. E. B. BRÁÐ Framh. aj bls. 45. — Hann hefur gert mynd þína; þú trúir mér ekki, en myndin er þú með kattaraugu. Síðan ert þú aðeins köld mynd, því hann tók sál þína og batt hana í fjötur. Frá þeim degi ráfar þú í leit að einhverju, félaga, konu. En það er blekking. Þú leitar að sál þinni. Og ef þú slepp- ir mér, skal ég biðja hann að leysa þig, gefa þér sál þína aftur, leysa þig úr fjötri valds þíns. Hann starði á hana uppglenntum flóttaleg- um augum, og hann hvíslaði lágri, bældri röddu: — Þú ert brjáluð, — ég vissi ekki, að þú ert brjáluð. Horfðu ekki svona, bað hún, — vertu ekki hræddur, ég hef engan drepið, nema hann, sem lifir í hjarta mínu. Hann heyrði hana ganga niður stigann, hlustaði lengi á einmana fótatak hennar niður auða götuna. Hann leit ofan í sítrónglasið, horfði á glitr- andi loftbólurnar stíga mót yfirborðinu, sá björt ljósin speglast sem fögur augu í kúptum fleti þeirra, sú þær springa og hverfa. 58 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.