Birtingur - 01.04.1956, Side 7
Sá ég ei fyr svo fagur-
fjöliitan dag: nýr
snjór í grænu grasi, rauð
og gul lauf í snjónum,
fellið rís úr ryðbrúnum trjánum mjall-
rekið og blátt, stál-
gljátt og silfurhvítt: söng-rún
á sverð-tungu. Myrknættið skríður
úr höll hins glórauða gulls. Hver
gengur til vígs í slóð þess? dagur, ó líf!
Guðmundur Frímann hefur gefið út f jórar
ljóðabækur og er talinn hafa náð hæst með
þeirri síðustu. Snorri Hjartarson hefur gef-
ið út eina skáldsögu á norsku og tvær ljóða-
bækur á fegurstu íslenzku sem rituð hefur
verið í ljóði síðan Jónas Hallgrímsson varð
allur. Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um
þessi tvö dæmi íslenzkra nútímaljóða: Ann-
að er óljóst rafs- og rósamál sem ber öll ein-
kenni úrkynjunar: orðin gilda ekki lengur
nema sem skrautblóm í stofu •— áferðin er
fyrir öllu: „drama“ ljóðsins verður útundan.
Hitt er sterk mynd, f jölkunnuglega dregin,
á máli sem er ferskt og lifandi: hvert orð
þyngir vitund lesandans nýrri reynslu.
Hæstiréttur íslenzkra bókmennta flýtir sér
að kveða upp sinn dóm:
Guðmundur Frímann: 11000.
Snorri Hjartarson: 7500.
Fjórða dæmi:
Jakob Thorarensen, Hrímnætur bls. 11: Gömul
klukka:
Að iðni þinn jafningi finnast mun fár,
þú flaslausa, hógláta klukka.
Við þökkum þér fylgd nærri fimmtíu ár,
þar fannst hvorki blettur né hrukka.
Þinn nákvæmi gangur, ið rökvísa rjál,
— þó rauplaust þess einatt þú synjir —
það gaf þér í fjaðrirnar svolitla sál,
já, sumt hvað við hyggjum þú skynjir.
Þú tifaðir stöðugt og blikljósum brást
á bylgjuföll gleði og nauða:
þú klingdir með hýrleik um æskunnar ást,
að öldnum lézt hvískrað um dauða.
Þú starfaðir þolinmóð styrjaldir tvær
og starðir í hrynjandann niður,
sá hlymur var geystur og heimurinn ær,
unz hófst upp úr neyðinni „friður“.
Þú markar af trúleik hvert mínútubil
og mælir og deilir án tafar,
og stingur því að oss við stundanna skil
að stytzt hafi leiðin til grafar.
Þótt aukirðu ei neinu við ysinn í borg,
hin aldraða, hljóðláta klukka,
með þér býr öll áranna þraut vor og sorg,
öll þrá vor og höpp vor og lukka.
Steinn Steinarr, Tíminn og vatnið bls. 10: Þriðja
ljóð:
Ég var drúpandi höfuð
Ég var dimmblátt auga
Ég var hvít hönd
Og líf mitt stóð kyrrt
Eins og kringlótt smámynt
Sem er reist upp á rönd
Og tíminn hvarf
Eíns og tár sem fellur
Á hvíta hönd.
Ég neita því ekki að ég varð kampakátur
þegar ég rakst á klukkukvæði Jakobs Thor-
arensen á elleftu síðu Hrímnátta: ljósara
dæmi um rímlist hans gat ég ekki kosið mér.
Þetta er gott kvæði að því leyti að form og
innihald hæfa hvort öðru — mekkanismi
ríms og stuðla á prýðilega við sjálft yrkis-
efnið: tikk-takk. Og þetta er ennfremur gott
kvæði sem dæmi þess hve gamaldags hefð-
bundinn skáldskapur er orðinn fjarlægur
lífsvitund nútímans: viðhorf klukkunnar, frá-
hverft og vélrænt, sem horfir niður í „hrynj-
anda“ tveggja styrjalda og gerir ekki aðra
athugasemd en þessa: ,,sá hlymur var geyst-
ur og heimurinn ær“. — Og sem andstæða
þess ljóð Steins, sem í þröngu hnitmiðuðu
formi rúmar tímaskyn nútímans 1 einföldum
sterkum líkingum: sorg vora og vanmátt and-
spænis hrikaleik mannlegra örlaga, þegar
5