Birtingur - 01.04.1956, Qupperneq 24
og það verður 'ævinlega nokkur hula yfir því
hvernig dagur og nótt ganga yfir þjóðirnar.
En þetta getum við sagt: það var liðið undir
vetrarlok er þú gekkst fram á sjónarsviðið,
Jónas; og voryrkjurnar biðu. Tíminn þarf
að vera sérstaklega búinn 1 haginn til þess
að stórmenni fái notið sín; en hitt er síðan
einkenni mikils manns að hann skilur eigi
aðeins stafnu tímans, heldur sveigir hana
og á nokkurn hátt að hugsýn sinni: rís af
öldinni og hækkar hana. Og þau voru örlög
þín, Jónas, að fæðast á batnandi öld og efla
stefnu hennar í vöku og draumi. Þú gafst
okkur sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinn-
ingu sem við höfum búið að í 120 ár. í þér
endurfæddist þjóðin. Þú og þínir félagar skild-
uð glögglega. skyldu lifandi manns við tím-
ann sem hann lifir; ég vona þú forlátir mér,
þó ég rifji upp fáein orð sem þið rituðuð í 1.
árgang Fjölnis, um hlutverk tímarita: „Þau
eiga að vaka yfir timanum, og hafa gát á,
hvaða stefnu hann muni taka, dæma viðburð-
•ina eftir reglum skynseminnar, vara við því
illa, áður en það kemur fram, og sýna hvern-
ig því verði tálmað, en hinu góða til vegar
komið. Þau styrkja lesandann til að átta sig
á margbreytni viðburðanna, og gjöra hann að
manni síns tíma, eins og vera byrjar“. Svona
mikið lá ykkur á hjarta, Jónas, og svona al-
tæk var sýn ykkar. Við voraim ekki komin
nema skammt áleiðis, er þú kvaddir; en hug-
sjón þín hélt áfram að hafa verkan. Islenzk
sjálfstæðisvitund er komin frá þér og þín-
um félögum. Og svo hélztu fram málstað feg-
urðarinnar, sem hafði legið margar aldir í
þagnargildi, að síðan kemur þú okkur æ í
hug er við tökum okkur nafn hennar í munn.
Veit þá engi, að eyjan hvíta / á sér enn vor
.. . Þú vissir, Jónas, hverju fram mundi vinda
eftir þinn dag. Þú sást í hug þér baráttuna
sem beið. Og skildir þú ekki hvernig þið fé-
lagar voruð framherjar nýs lífs á Islandi?
Þið þekktuð Jón Sigurðsson, hinn góða og
hvíta ás, sem varð fremstur Islendinga eftir
ykkur Tómas og skildi með hverri taug að
sjálfstæði er hin fyrsta grein með giftusamri
þjóð. Án frelsis helzt lífið í þjóðunum ekki
vakandi. Þú hefðir glaðzt að fylgjast með
þeirri baráttu sem háð var þrotlaust heila
öld eftir brottför þína. Hún var alltaf erfið,
Jónas; en í sannleika var hún aldrei tvísýn,
því að andi tímans var okkur hliðhollur —
þessi dularfulli andi sem er eins og guð: ó-
sýnilegur og þó hvarvetna nálægur. Regn-
þungan dag fögnuðum við sigursælum úrslit-
um á vellinum bjarta, studdum bergi og djúpi,
eins og þú kvaðst forðum. Island hafði sokkið
djúpt, en nú var það hafið til æðri dýrðar.
Það væri ljúft að mega ljúka þessum línum
í minningu um þann dag á Þingvelli. Svo má
þó ekki verða; það er hryggð mín sem leiðir
mig á fund þinn, Jónas. Á Islandi hefur svo
mörgu hnignað eftir þennan sólarlausa sól-
skinsdag. Skýin hafa reynzt meira táknandi
um það, sem í vændum var, en ljóminn í huga
okkar þar á vellinum við ána. Skjótt .hefur
sól brugðið sumri; það er engu líkara en
haustið hafi aftur komið yfir Island. Þú renn-
ir grun í hvað ég hef einkum í huga: óboðnir
gestir hafa setzt upp í landinu okkar fagra;
síðan finnst okkur við ekki aðeins hafa týnt
frelsinu, heldur einnig og enn fremur fyrir-
gert þeim siðlega mætti sem býr í hugsjón
lítillar þjóðar um frið með öllum mönnum.
Og einmitt þessa dagana er lagt hart að okkur
að trúa því að land okkar, farsælda frónið,
sé of fátækt til að við megum una hér lífi án
aðstoðar auðugri þjóðar. Drottinn minn og
guð minn — hvað veldur slíkum firnum,
Jónas? Það er eins og að vera fluttur þrjár
aldir aftur í tímann, þegar við vorum að
deyja. Þú ortir einusinni um Alþing, þar sem
tómir dauðir menn sætu, naha naha. Það er-
indi hefði mátt koma okkur oft í hug næst-
22