Birtingur - 01.04.1956, Síða 25
liðin ár; við höfum jafnvel hlotið að berjast
í návígi við vopnað lið draugahirðarinnar. Sú
sýn hefði einnig orðið þér þung að sjá æsku
lands þíns una við allt fremur en góðar sög-
ur og fögur ljóð, vita margan ungan þegn
rækja betur hina nýju dönsku íslendinga en
ástkæra ylhýra málið. Nei, Jónas, við skulum
ekki rekja raunir okkar, né tíunda þann skaða
sem við höfum beðið. En það er mikill léttir
að mega tala við þig yfir aldar sund, eins og
þú sitjir hinumegin við borðið. Vittu og að
hér eru alltaf menn sem halda hugsjón þína
í heiðri. Dýpst inni hljótum við að trúa því að
læging íslands á líðandi árum sé él eitt. Það
er ekki nógu gaman að lifa á Islandi nú um
stundir; en ég held við séum ekki upp úr
því vaxin að stælast við stríð, herðast í þreng-
ingum. Og við snúum okkur til þín, Jónas,
og leitum ásjár í ljóði þínu:
Sú er hin mikla blessan bezt
allra þeirra, er meira megna
en munninn fylla og sínu gegna,
að þegar þeir deyja, þá er hún mest.
Hver, sem vinnur landi og lýð,
treysta skal, að öll hans iðja
allt hið góða nái að styðja
þess fyrir hönd, er hóf hann stríð.
Glaðari huga snúum við aftur heimleiðis af
fundi þínum. Sá hefur talað sem við trúum
bezt. Ljóð þitt er eins og bergmál okkar eig-
in raddar í myrkrinu: nóttin titrar af lífi.
Mér verður hugsað til annars efnis, Jónas.
Þú ortir eittsinn fagurlega um vísindin,
kvaðst þau efla alla dáð og vef ja lýð og láð
farsældum. Og hæfileg voru orð ykkar félaga
í ávarpsorðum Fjölnis: ,,Ekkert lýsir betur
mannlegri hátign en hvernig allir hlutir, dauð-
ir og lifandi, eru komnir í mannsins þjónustu.
Hann temur jafnvel yfirgang og ofurefli höf-
uðskepnanna, og leiðir þær til að fremja sinn
vilja og flýta sínum fyrirtækjum......Meira
að segja: maðurinn veitir einni höfuðskepnu
sigur yfir annarri, og lætur eina stemma
stigu fyrir hinnar yfirgangi. Jörðina lætur
hann varna sjónum að vaða upp á landið, og
fljótunum að streyma út úr farveg sínum....
Eldinn, höfuðfjanda vatnsins, láta þeir reka
skipin móti stormi og straumi, milli, boða og
skerja, og hver veit hvað þess muni langt að
bíða, að þeir taki sig með öllu upp yfir sjóinn,
og fari siglandi í loftinu?“
Það liðp 70 ár, Jónas; og nú eru loftförin
orðin skip og hestur landa þinna. Mannleg
hátign hefur líka mælt upp sólina, brotið
ódeilið í þúsund mola, og skipting mánans
stendur fyrir dyrum — hver sem kann að
kasta eign sinni á tunglskinið. Verksmiðjur
okkar eru teknar að framleiða vélheila, sem
taka þeim gamla fram um margt; vélheili
getur t. d. svarað því án umhugsunar á hvaða
vikudegi árið 1 byrjaði — það var laugar-
dagur. Svo vitur er þessi heili, og mun vél-
smíði ýmsra líkamshluta fleygja mjög fram
í náinni framtíð. Sumir halda að það verði
erfiðast með hjartað. Hitt sætir þó söguleg-
ustum tíðindum að við höfum fundið aðferð
til að sprengja hnöttinn í loft upp og eyða
öllu jarðlífi; og svo undarlega er högum
okkar nútímamanna háttað að það er á valdi
örfárra manna að drýgja þessa dáð. Við göng-
um ekki til kosninga um eyðingu okkar eða
framhaldslíf á jörðinni. Nú er þar komið,
Jónas, að við erum tekin að óttast okkar eig-
in mátt; okkur stendur stuggur af þekkingu
okkar og getu. I hundrað ár höfum við öll
trúað því að framþróunin væri einskonar
náttúrulögmál, líf okkar stefndi rakleitt á
fullkomleikann. Hinar nýju horfur hafa kraf-
izt endurmats á þessari trú; nú spyrjum við
hver um annan þveran: Hver segir að fram-
þróun sé náttúrulögmál ? Hver segir að
þroski okkar hafi ekki þegar náð hæsta
marki ? Hvað gæti staðið í vegi fyrir því að við
23