Birtingur - 01.04.1956, Side 36
THORSTEN JONSSON:
AMMA
Hérna koma þeir og fara, og þeir fara og
koma, og hérna ligg ég. Ég hef aldrei legið
eins mikið og síðan ég kom hingað á sjúkra-
húsið. Hérna ligg ég, og get ekki annað.
1 morgun sagði ég við lækninn, þegar hann
kom í vitjun eins og þeir kalla það, að nú
ættuð þér að láta mig fá þennan tréfót strax,
svo ég geti komist á lappir hérna hér, því
hann ætti nú að geta skilið, sagði ég við hann,
að ekki gæti ég legið hér til eilífðamóns án
þess að gera neitt til gagns, það skildi hann.
Ég er sjötíu og níu, sagði ég við hann, og
hingað til hefur mér ekki fallið verk úr
hendi, svo hann yrði að skilja að ekki gæti
ég haldið áfram að flatmaga svona.
Og svo hef ég séð svo marga deyja. Jafn-
vel í stofunni hérna hafa þær dáið, þær hafa
dáið hérna fimm síðan ég kom hingað. Hérna
ligg ég og þær deyja hver af annarri, og þeg-
ar ég sé þá trilla þeim út í líkhúsið, þá fer
ég að hugsa um að Hjálpimér, nú liggurðu
hérna sjálf eins og dauðyfli, og nú koma
þeir auðvitað og trilla þér líka út til hinna.
En þá flýti ég mér að hugsa, að það sé nú
varla hætta á því, því hjá mér er það bara
fóturinn. Aldrei hef ég vitað að fólk hafi dá-
ið af beinátu. Hérna er það hara fóturinn
sem þeir hafa tekið. Annað er ekki að mér.
Lapparlaus getur maður lifað. Ég vissi ekki
fyrr til en þeir höfðu tekið hann af mér. Hann
Thodfcten Jonsson var talinn einn efnilegasti rithöfundur Svía
laust eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann var hámenntaður
höfundur, víðlesinn í heimsbókmenntunum og naut mikillar
virðingar í heimalandi sínu sem skarpur gagnrýnandi og ó-
venjulega vandvirkur og listrænn höfundur. Fyrsta bók hans
kom út 1933, ljóðabókin Utflykt. 1938 gaf hann út nýja ljóða-
bók, Som ett trad. Sú bók mun hafa haft töluverð áhrif á
síðari ljóðagerð Svía. 1939 kom smásagnasafnið Som det
brukar vara (sem meðfylgjandi skissa er þýdd úr). 1941 nýtt
smásagnasafn: Fly till vatten och morgon. Og loks gaf hann
út skáldsöguna Konvoj 1947. Sú bók var almennt talin bezta
bók ársins í Sviþjóð.
Thorsten Jonsson lézt fyrir fáum árum, aðeins um fertugur
að aldri. Og fyrir tveim árum lézt Stig Dagermann, annar
höfundur, sem Svíar höfðu bundið miklar vonir við. Fáa höf-
unda hafa Svíar harmað meir en þá tvo.
Síðar mun birtast þýðing á sögu eftir Dagermann í Birtingi.
pabbi þinn, hann Georg, hann heimsótti mig
daginn áður, og þá sagði hann við mig, á
morgun áttu að f ara á skurðarborðið, mamma,
en þeir ætla bara að skrapa beinið, og þegar
ég vaknaði aftur eftir að ég kom af skurð-
arborðinu, þá hafði ég svo skrítna tilfinn-
ingu í löppinni, og ég var eitthvað svo mátt-
farin, en hafði þó rænu á að athuga fótinn,
og þegar ég gáði undir teppið sá ég að þeir
höfðu tekið af mér löppina. Mér varð eitt-
hvað svo illt, og ef einhverntíma hefði liðið
yfir mig, þá hefði liðið yfir mig þá, en það
hefur aldrei liðið yfir mig.
Þarna geturðu séð að það líður ekki yfir
fólk þótt það missi eina löpp.
Maður deyr ekki af bakverk og beinátu.
Hérna deyja flestir úr tæringu. Mér verður
bara hugsað til krakkanna minna: fimm
þeirra dóu úr tæringu. Fyrst var það hann
Mylkir, og hann dó þegar hann var lítill. Og
svo var það hann Ágúst, og hann var seytj-
án, og svo var það hún Soffía, og hún var
tuttugu og níu, og hún var vinnukona 1 Upp-
sölum, og svo var það hún Ragna og hún var
tuttugu og þriggja, og hún var heima. Og
34