Austurland


Austurland - 10.12.1981, Side 2

Austurland - 10.12.1981, Side 2
____________Æjsturland-------------------------- Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttfr, Guðmundur Bjarnason, Kristína V. Jóhannsson, Smári Geirsson og Þórhallur Jónasson. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson s. 7571 — h. s. 7178. Auglýsingar og dreifing: Unnur Jóhannsdóttir s. 7571 — h. s. 7252. Pósthóif 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað, sími 7571. Prentua: NESPRENT. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Stoðgreiðslnkerfí sknttn Frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta hefur nú verið lagt fram á Alpingi og ef marka má umræður um málið í Sjón- varpi nú fyrir skömmu gæti það komið til framkvæmda 1983. Launamenn hafa áhuga á staðgreiðslu skatta þar sem tekjur eru oft sveiflukexmdar og í von um lækkun verðbólgu. En slíkt kerfi á að leiða til einföldunar og hagræðingar en ekki til aukinna útgjalda og miðstýringar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Það er hins vegar hið versta verk, ef frumvarp fetta yrði samþykkt svo stórgallað sem það er . í j>ví sambandi má m. a. benda á eftirfarandi atriði. — Samkvæmt frumvarpinu yrðu innheimtukerfin 3 í stað tveggja. Með pví priðja hyggst ríkið fleyta rjómann ofan af innheimtu sveitarfélaganna og leggja inn í Seðlabank- ann. Þaðan fá svo sveitarfélögin greiðsluna allt að }>rem- ur vikum seinna en nú er. — Innheimtukostnaður er áætlaður 3% af ríkinu. Ef sú áætlun er rétt ætti það eitt að hindra framgang frum- varpsins. Það skerðir tekjur sveitarfélaga um 2% eða með öðrum orðum eykur skrifstofukostnað þeirra um 25—30%. Þessi 3% innheimtukostnaður svarar til 2.2% launalækkunar hjá ríkisstarfsmönnum og nær 5% hjá bæjarstarfsmönnum. — Frumvarpið gerir ráð fyrir aukinni skriffinnsku og fyrir- höfn hjá launagreiðendum og launamönnum, sem ekki eiga greiðan aðgang að upplýsingum um álagningu og greiðslu eða annað, sem skattheimtuna varðar. Frumvarpinu }>arf að breyta með eftirfarandi markmið í huga: — Innheimtukerfið verður aðeins eitt og sköttum fækkað. — Gjaldheimtur- og upplýsingamiðstöð verði á hverju Jxjónustusvæði. — Innheimtufé safnað saman heima í héraði og gerð skil reglulega. — Launafólk hafi möguleika á að hafa áhrif á tilhögun greiðslu og framtalsreglum breytt til aukins hagræðis fyrir launafólk. Af ofangreindu má glöggt sjá, að mikil vinna er enn óunnin, ef staðgreiðslukerfi skatta á að verða spor í framfara- átt en ekki aftur á bak eins og }>að frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi sýnilega er. L. K. Takið eitir Vinsælu ilmolíulamparnir eru komnir aftur. Gott úrval af gashitunartækjum, ofnum og ljósum. Sjófatnaður, landvinnufatnaður, regnfatnaður og sportfatnaður. Verið velkomin. Verslun SÚN Hús til sölu Til sölu er íbúðarhúsið Urðarteigur 12 Neskaupstað. Allar upplýsingar gefur Viðskiptapjónusta Guðmund- ar Ásgeirssonar, Melagötu 2, sími 7677, Neskaupstað. Haraldur Kr. Guðmundsson skólastjóri, f. 30. júlí 1922 — d. 29. nóvember 1981 Minningororð Ég man, að mér }>óttu það á sínum tíma stór og góð tíð- indi, að Haraldur Guðmunds- son, prentari og tónlistarmað- ur ætlaði að flytja hingað til bæjarins. Hann var pá vel }>ekktur tónlistarmaður. bæði í höfuð- borginni og utan hennar. Ekki man ég glöggt stund eða stað }>egar fundum okkar bar fyrst saman, en man pó, að ég hreifst strax af vin- gjamlegu og frjálslegu við- móti hans og geislandi lífs- gleði. Og árin liðu og kynni okk- ar leiddu til góðrar vináttu. Mér varð fljótt ljóst. að Haraldur var gæddur óvenju fjölþættum gáfum og miklum viljastyrk. Vinnudagur hans var jafn- an langur. Oft ótrúlega lang- ur. Meðan hann starfaði í prent- iðninni hafði hann jafnan hljómlistaræfingar sem auka- starf. Þá voru hvíldarstundir oft fáar, en brennandi áhugi hans og samviskusemi, sam- fara ríkri lund, knúði hann áfram. Trúlega var }>etta mikla vinnuálag mjög á kostn- að heilsunnar, }>ví langtímum saman gekk hann ekki heill til skógar. Aldrei kvartaði hann og aðspurður um heilsu- farið var }>að jafnan sagt í góðu lagi. Það var mikil gæfa fyrir okkar Tónskóla. að Haraldur skyldi taka }>ar við stjóm. Áð- ur var skólinn eins og hálfgert óreiðu skip, par sem sífellt er verið að skipta um skipstjóra og áhöfn. Stundum tókst vel til, stund- um miður. Við ráðningu Haralds, sem skólastjóra, kom festa í skólastarfið og skólinn efldist á allan hátt. Nemendur Haralds eru nú orðnir fjöl- margir og gætir áhrifa af kennslu hans og músíkupp- eldis æskunnar hér í bæ yfir langt tímabil víða um landið. Fjölhæfni Haralds sem tón- listarmanns var með ólíkind- um. Hann virtist jafnvígur á blásturshljóðfæri og strengja- hljóðfæri. Þannig kenndi hann á öll blásturshljóðfæri, sem tíðkast í lúðrasveit. Enn frem- ur kenndi hann á fjölmörg strengjahljóðfæri, svo sem fiðlu, selló, bassa, gítar, mandólín o. fl. Sem dæmi um einstaka hæfni hans á strengjahljóð- færi má nefna, að pegar Þjóð- leikhúsið setti á svið Grikkj- ann Sorba, var Haraldur einn íslendinga, sem gat leikið á }>að gríska strengjahljóðfæri, sem par var leikið á og gerði hann paö með svo miklum ágætum að hann var talinn betri. en Grikkinn. sem hann leysti }>ar af hólmi. Banjó var eitt af uppáhalds hljóðfærum hans og var mikil unun að hlýða á leik hans á }>að hljóðfæri. Samleikur þeirra Höskuldar Stefánssonar á harmonikku og banjó er eitt pað besta og fágaðasta, sem hér hefur ver- ið flutt í hljómlist af heima- mönnum, og er mikil eftirsjá, að sá flutningur skuli ekki vera varðveittur á plötu. Haraldur var ekki einungis snjal] hljóðfæraleikari og kennari heldur og mjög góður útsetjari. Vann hann á þeim vettvangi mikið verk. T. d. held ég að hann hafi útsett flest }>að. sem lúðrasveitir un,dir hans stjóm léku. Haraldur Guðmundsson kom víða við á tónlistarferli sínum. Hann var m. a. stofn- andj og stjómandi Mandolín- hljómsveitar Reykjavíkur á áranum 1945—1949. Varð- veist hefur upptaka frá hljóm- leikum pessarar hljómsveitar og nú við útför Haralds sl. laugardag var }>essi upptaka flutt. Það sýnishom af leik hljómsveitarinnar bar stjóm- anda hennar fagurt vitni. Einnig stjómaði Haraldur kór verkamanna í Reykjavík. Haraldur var einnig stofn- andi og fyrsti stjómandi Lúðrasveitar verkalýðsins. Hann kom og einnig mikið við sögu tónlistarlífs í Vest- mannaeyjum og átti par m. a. gott samstarf við tónskáldið vinsæla Oddgeir heitinn Kristjánsson. Þar stofnaði hann og H. G.-sextettinn, danshljómsveit. sem mjög var rómuð. Eftir að Haraldur flutti til Norðfjarðar stofnaði hann nýj- an H.G.-sextett. sem var af- burða skemmtileg og raunar listræn danshljómsveit. Hann tók við stjóm Lúðra- sveitar Neskaupstaðar árið 1955 og segja má að síðan hafi hann stjómað lúðrasveit hér }>ótt skipt hafi verið um nafn og meðlimi. Nú síðustu árin hefur það verið Skólahljóm- sveit Neskaupstaðar, skipuð nemendum úr tónskólanum og hefur hún farið víða og leikið og allsstaðar við mjög góðan orðstír. Um tíma stjómaði Haraldur karlakór hér og voru pá stundum haldnir sam- eiginlegir tónleikar lúðrasveit- arinnar og karlakórsins. Þessi kór varð pó ekki langlífur og var }>að sumpart vegna tíma- skorts. f stuttri minningargrein er ekki hægt að minnast nema á fátt eitt af áhugamálum og störfum }>essa fjölgáfaða manns. Það sem mér fannst fyrst og fremst einkennandi fyrir hann var aðdáun hans og elska á öllu }>ví sem fagurt var. Þótt hljómlistin væri hans hjartans mál var hann og einnig unnandi fagurra bók- mennta og málaralistar. Að vísu hefi ég ekki }>ekkingu til }>ess að dæma um djúpsæi hans á J>essum sviðum. en kvnni mín af honum voru næg til }>ess að skynja ást hans á fegurð }>essa og göfgi. Eins og áður segir var Haraldur fyrst og fremst ást- mögur tónlistarinnar. Ungur festi hann ást á henni, en hann var aðeis 5 ára pegar hann fór að leika á banjó. Þegar hann fluttist með foreldrum sínum frá fæðingar- bæ sínum Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 8 ára gamall, var hann orðinn leikinn á mandolín og banjó og lék pá og söng öðram til skemmtun- ar. Nú era hljómar mandólíns og banjós }>agnaðir. Hvellir og tærir tónar trompetsins óma ekki framar. Mjúkur taktsláttur stjóm- andans seiðir ekki framar fram samhljóma blásaranna. Þakklát kveðjum við góðan vin og velgjörðarmann, sem veitti okkur svo margar ánægjustundir og gaf okkur svo oft innsýn í fegurð pá. sem mest er, hljómlistina. Söknuður okkar er mikill og sár, en mestur pó hjá ástvin- um hans, eiginkonu, bömum, tengdabömum og bamaböm- um. Eiginkona hans. Gréta Þór- arinsdóttir, var honum sam- hentur og góður lífsföranaut- ur. Heimili þeirra, að Þilju- völlum 36. ber sambúð þeirra og samstarfi fagurt vitni. Þar er snyrtimennskan og smekk- vísin einstök, jafnt utan húss, sem innan. Ég og fjölskylda mín vott- um Grétu og öllum aðstand- endum dýpstu samúð. Stefán Þorleifsson —O— Fundum okkar Haralds Guðmundssonar bar fyrst saman á útmánuðum veturinn 1953. Tilefnið var aðkallandi. Það Jmrfti að koma upp lúðra- sveit, sem teldi pað verðugt verkefni að vinna fyrir verk- lýðshreyfinguna og Sósíalista- flokkinn. Um pær mundir æddu stormar kalda stríðsins hvað naprast um landið og }>jóðina. Lúðrasveitir borgarinnar höfðu stundum öðrum hnöpp- um að hneppa en gegna kalli verklýðsfélaganna }>egar }>eim ]á á liðsinni }>eirra. Framkvæðið að stofnun Lúðrasveitar Verkalýðsins kom frá Stefáni ögmundssyni og Haraldi Guðmundssyni, en fundarstaður fyrirtækisins var

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.