Austurland


Austurland - 10.12.1981, Blaðsíða 3

Austurland - 10.12.1981, Blaðsíða 3
fyrstu árin að Grettisgötu 64. Samfélagið var skipað nokkrum áhugamönnum sem áttu hom og kunnu að blása og í viðbót allmörgum öðrum, sem vildu styðja stofnunina með þátttöku sinni og gjaman læra að blása, en áttu ekki hljóðfæri. Nú var víða leitað fanga. Odd.geir Kristjánsson í Vest- mannaeyjum bauð að lána 3 hom og velviljaðir menn aust- ur í Vík í Mýrdal, sem áttu í fórum sínum túpu. Althorn og fleiri instrúment frá fyrri tímum léðu góðfúslega pessi öldnu hljóðfæri, sem öll komu í góðar jmrfir. Lúðrasveitin var formlega stofnuð 8. mars 1953. Eftir j>að hófust reglulegar æfingar undir stjóm Haralds Guð- mundssonar. Fmmraun Lúðrasveitar Verklýðssamtakanna var að leika á „þjóðarráðstefnunni gegn her í landi,“ sem haldin var í Mjólkurstöðinni í Reykjavík 5. maí 1953. Söng- félag Verklýðssamtakanna flutti þar einnig ættjarðarlög sín. Með jæssu hófst sam- vinna Söngfélagsins og Lúðra- sveitarinnar. Meðal annars vora haldnar sameiginlegar kvöldvökur næstu árin með menningarefni, par sem góðir rithöfundar lásu upp úr nýjum verkum sínum og aðrir fluttu fyrirlestra um sjálfvalið efni, auk þess vora kórsöngur og lúðrasveitarleikur fastir liðir á efnisskránni. Það vakti athygli í borginni þegar fréttist af hinni nýju lúðrasveit og framgangi henn- ar. Ein fréttin gat hess að hljóðfæri hennar mundu vera komin „úr austri“. Þessi frétt vakti kátínu í hópi lúðrasveit- armanna pví hún var að nokkra leyti rétt. Sum mikil- vægustu hljóðfærin vora frá Vík í Mýrdal og Vestmanna- eyjum og ]?essir staðir era sannarlega í ,.austur“ frá Reykjavík pó pab sé kannski ekki sama ,.austur“ og við var átt í fréttinni. Svo flutti Haraldur austur og gerðist mikill brautryðjandi í tónlistarappeldi og hvers- konar annari tónlistarstarf- semi í Neskaupstað með lík- um árangri og hann var áður framherji Lúðrasveitar Verka- lýðsins. Nokkru síðar fór ég norður og stofnaði með Ósk- ari Garibaldasyni og stuðn- ingi verkalýðsfélaganna Þrótt- ar og Brynju Tónskóla Siglu- fjarðar, sem ég starfaði við í 5 ár. — en Lúðrasveit Verka- lýðsins starfar áfram og gegn- ir enn m'kilvægu menningar- hlutverki fyrir verklýðshreyf- inguna í landinu. Aflvakinn í samstarfi okkar Haralds var það sameiginlega sjónarmið að verklýðshreyf- ingunni væri lífsnauðsyn rækja innan sinna vébanda margháttaða menningarstarf- semi bæði til pess efla sjálfs- traust verkafólks, auðga líf sitt fleiri þáttum og efla að- stöðu sína í j'jóðfélaginu. Menningarstörfin era ekki alltaf auðveld j?ví fólki, sem ber með starfi sínu uppi j'jóð- félagsbygginguna öllum öðr- um fremur, en j>au eru }?ví ánægjulegri, jægar sigrar eru unnir. Þegar við Haraldur hitt- umst á seinni árum vora þessi mál alltaf jafn ój>rotlegt um- ræðuefni. Fyrir allt samstarfið, víð- sýnið og hina drengilegu sam- stöðu vil ég j>akka að lokum. og votta aðstandendum. nem- endum Haralds og starfsfélög- um samúð mína. Meri upp koma í verkalýðs- hreyfmgunni margir tónlistar- frömuðir honum líkir. 4. desember 1981 Sigursveinn D. Kristinsson —O— Kynni okkar Haralds Guð- mundssonar hófust árið 1955. en pá fluttist hann til Nes- kaupstaðar og tók við rekstri prentsmiðjunnar, sem j’á hafði starfað í 3—4 ár. Ég var rit- stjóri Austurlands, en aðal- verkefni prentsmiðjunnar var að prenta blaðið. Kynni okk- ar urðu því óhjákvæmilega mjög náin og samvinna okkar mikil. Haraldur rak prentsmiðj- una óslitið til ársins 1969, en j>á tók sonur hans við rekstr- inum. en Haraldur sneri sér að öðru, sem honum var hug- leiknara. Hann gerðist skóla- stjóri Tónskóla Neskaupstað- ar og j>ví starfi gegndi hann til dauðadags. Þótt Haraldur væri mikill listamaður í iðn sinni, var prentverkið j>ó brauðstrit, tónlistin átti hug hans allan og á j>eim vettvangi liggur eftir hann mikið starf. sem ég hef ekki hæfileika til að meta né um að fjalla. Haraldur var hið mesta ljúf- menni í framgöngu og hinn mesti skapstillingarmaður. en pó skapmikill. Oft hefur verið haft á orði, að sambúðin milli prentara og blaðamanna væri stirð. En samvinnan við Harald gat aldrei orðið stirð. Þótt ég ætti j>að til að rausa og vilja snúa öllu við, hleypti ég Haraldi aldrei upp. Hann tók hæfilega mikið mark á mér og fór að mestu sínu fram, enda mun hafa farið best á j>ví. Það var gaman að eiga við- ræður við Harald. Hann var skemmtilegur og j>ægilegur, víðlesinn og kunni á mörgu skil. En um j>að. sem honum var hugstæðast, tónlistina. gát- um við aldrei talað, j?vi á j>ví sviði er ég ekki viðræðuhæf- ur. En nóg var samt um að spjalla. ekki síst jjjóðmálin. en j>ar fóru skoðanir okkar mjög saman. Hann hafði, eins og ég, snemma hrifist af hug- sjón sósíalismans og henni var hann trúr til dauða. Ekki held ég að Haraldur hafi átt mikið af auðæfum j>cim. sem mölur og rvð fá grandað, j>egar hann kom hingað. og ekki mun hann hafa eienast mikið af j>eim verðmætum hér. Ég hvge að hann hafi ekki haft áhuga á fjáröflun umfram j>að. sem til j>ess }>urfti. að sjá fjölskyldu sinni farborða. Þó tókst j>eim hjónum að koma sér upp liúsi og heimili, sem ber ótvíræðan vott um listasmekk og menn- ingu J>eirra, sem j’ar bjuggu. Voru j>au hjón mjög samhent um að gera heimili sitt j>annig úr garði, en ég j>ykist vita, að j>ar hafi hlutur Grétu ekki verið minni en Haralds. Ekki kom fráfall Haralds á óvart }>eim. sem til }>ekktu. Lengi hafði hann ekki gengið heill til skógar, en veikindi sín bar hann af æðruleysi og karlmennsku. Nú, j>egar leiðir skiljast. j>akka ég Haraldi langt sam- starf og góð kynni. Bjarni Þórðarson Haraldur Kristinn Guð- mundsson fæddis á Vilborgar- stöðum í Vestmannaeyjum 30. júlí 1922, en andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað 29. nóv. 1981. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Gíslason, verkamaður og Oddný Jónasdóttir, Hóf prent- nám 1939 og Iauk j>ví 1943 og sveinsprófi 1943. Vann að vélsetningu í Vestmannaeyj- um og Reykjavík til 1955, en fluttist j>á til Neskaupstaðar og tók við rekstri prentsmiðj- unnar )>ar og hafði hann með höndum til 1969 að hann gerð- ist skólastjóri Tónskóla Nes- kaupstaðar og j>ví starfi gegndi hann til dauðadags. Starfaði mikið að hljómlist og stjórnaði ýmsum hljómsveit- um og kórum í Vestmanna- eyjum. Reykjavík og Nes- kaupstað. Kona: Lilja Gréta Þórarinsdóttir. Böm j>eirra: Guðmundur prentsmiðju- stjóri. Þuríður hárgreiðslu- kona, Hlöðver Smári. prent- ari og hljómlistamaður, Matt- h'Idur Rós. snyrtifræðingur. Aðalheimild: Bókagerðarmenn Fró blaðinu Þetta blað er hið síðasta fyrir jól annað en jólablaðið, sem kemur út eftir um j>að bil viku. Norðfirðingar Sjálfsbjargarfélagar verða á ferðinni um helgina með happdrættismiða landssam- bandsins. Við vonumst eftir góðum móttökum að venju. Minningarkort Sjálfsbjarg- ar eru til í Nes-apóteki, hjá Unni í s. 7252, Helgu s. 7483, Jóhönnu Ármann s. 7493. Aðventukransar o. fl. frá Sjálfsbjörgu fást í verslun S.Ú.N. Stjórnin Félagsvist ABN Spilað verður í kvöld (fimmtudag) í Egilsbúð kl. 21. Þetta verður síðasta spila- kvöldið á j>essu ári. Allir velkomnir. Stjóm ABN LÍFEYRISSJÓÐUR AUSTURLANDS Stjóm Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum í janúar n. k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfé- laga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 25 í Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkom- lega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi umsókninni. Umsóknir j>urfa að hafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 10. janúar n. k. C-a Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands Austfirðingar Okkur j>ykir miður hafið j>ið komið að verslun okkar hálf tómri af húsgögnum um síðustu helgi. En við höf- um ekki undan að taka upp. En nú er allt orðið fullt af glæsilegum húsgögnum og verður til jóla. ATH.: Það er enginn flutningskostnaður milli fjarða og greiðsluskilmálar era við allra hæfi. — Velkomin. HÚSGAGNAVERSLUN J. S. G. Reyðarfirði Norðfirðingar Gjalddagi brunatryggingar fasteigna var 15. október. Haldið tryggingum ykkar í lagi. — Óhöppin gera ekki boð á undan sér. SL T m Y Umboð B. f. Egilsbraut 8 — Sími 7552 A Neskaupstað \ t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför HARALDS KR. GUÐMUNDSSONAR skólastjóra, Neskaupstað Eiginkona, börn. tengdaböm og barnabörn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.