Birtingur - 01.01.1958, Side 11

Birtingur - 01.01.1958, Side 11
sitt ljóðið hvor frá nóttunni áður, og það varð úr að við gripum tækifærið og fluttum þeim kvæðin. Jón slapp auðveldlega gegnum nálaraugað, en þegar ég hóf lesturinn dofn- aði greinilega yfir áheyrendum. ólafur Jó- hann tætti sundur kvæðið, sagði að ég væri ekkert ljóðskáld og ráðlagði mér að hætta öllum tilburðum í þá átt, en halla mér heldur að sagnagerð: þar væri minn vettvangur! Hann hafði þá fyrir skömmu heyrt mig lesa upp smásögu á fundi í Æskulýðsfylkingunni og litizt allvel á hana. Ég hafði alltaf ætlað að verða skáldsagna- höfundur, svo að ég gat eftir atvikum unað þessum dómi. Haustið 1943 ákvað ég að hefj- ast handa, hætti öllu söluvafstri og réðst matvinnungur í sveit: átti að fá aura fyrir tóbaki auk fæðis og vinna fjóra til fimm tíma á dag við mjólkurflutninga og þess háttar, en tómstundirnar ætlaði ég að nota til að skrifa skáldsögu. Ég hafði verið í sveit áður, svo mjólkurflutningarnir gengu ágætlega, en ritstörfin öllu miður. Upp úr áramótunum kvaddi ég því og fór. T>á gerðist ég auglýsingastjóri Þjóðviljans og gegndi því starfi í hálft ár. Um haustið klófesti ég barnabók til að þýða, tók mér tvö herbergi á leigu í Hvera- gerði, staðráðinn að skrifa skáldsögu og brauðfæða mig af þýðingum. Skömmu eftir að austur kom bauð ég kunningja mínum að búa hjá mér til að fylla upp í herbergin. Kristmann Guðmundsson var um þessar mundir atvinnulaus og þurfti eitthvað að gera sér til afþreyingar. Þannig fór að við kumpánar spiluðum við hann póker og lander allar nætur, en sváfum jafnan fram eftir dögum. Þýðingarnar sóttust seint, og skáld- sagan var ekki skrifuð þann vetur. Nú var styrjöldinni lokið og margir farnir að hugsa til hreyfings eftir langa innilokun. Jón úr Vör var að búast til utanfarar, og í september 1945 slóst ég í för með honum til Stokkhólms. Steinn var kominn þangað fyr- ir nokkru, og þar kynntist ég Magnúsi Ás- geirssyni fyrst. Jón var nýbúinn að ná sér í konu, ástfanginn eins og við átti og afar heimakær. Þessvegna skildi fljótlega með okkur að mestu, en við Magnús og Steinn hittumst oft. Það var sjálfgert að við skál- uðum svolítið í hófi. Um vorið urðum við Steinn samferða heim á Lagarfossi frá Höfn. Það sumar flæktist ég um landið, fór um haustið til Stafangurs og var þar gestur systur minnar um veturinn, en kom heim um vorið og gerðist rukkari hjá Rafveitunni. Það var ágæt atvinna, enda stundaði ég hana í heilt ár. En hvað um skáldsöguna? Hún var ekki gleymd. Síðari hluta sumars 1948 rakst ég á Stein. Hann vildi þá óðfús fara í ferðalag. Við stigum unp í áætlunar- bílinn til Grindavíkur og börðum dvra hjá einhverju kunningjafólki Steins. Þar var enginn heima, svo að við lögðum af stað fótgangandi út í Reykjanesvita og komum þar laust upp úr miðnætti. Vitavarðarhjónin tóku okkur tveim höndum, okkur var veitt kaffi, og Steinn sagði sögur alla nóttina. Um morguninn kvöddum við og héldum enn á tveim jafnfljótum inn í Hafnir og heim- sóttum Magnús Ásgeirsson, sem lá þar við í sumarbústað. Meðan við sötruðum kaffið í vitanum hafði ráðizt með okkur Sigurjóni vitavei’ði. að ég yrði hiá honum matvinnungur um veturinn, og í október fór ég í vistina. Ætl- unin var auðvitað að skrifa skáldsögn. En ég 5 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.