Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 12
raunverulegar persónulýsingar sjaldgæft fyrirbæri í bókum hans. Við segjum ekki við lestur þeirra: Svona mann kannast ég við. Ég sé hann alveg fyrir mér. Persónurnar eru yfirleitt einhversstaðar utan við þann hversdagslega heim sem við þekkjum, enda eru þessar persónur ævinlega að drepa einhvern eða að tala um að drepa einhvern. Það er í rauninni allfjarri kyrrlátu og friðsömu íslenzku bændalífi. 1 Plágunni skýtur þó hér skökku við. Þar gæðir höfundur persónur sínar lífi, þannig að þær verða eftirminnilegar, manni finnst næstum að þær hafi raunvei’ulega lifað. Kannski hefur Camus öðrum þræði haft í huga einhverja af sam- herjum sínum frá styrjaldarárunum. Sú aðferð höfundar að túlka heimspekihugmyndir sínar í listformi kemur þó ef til vill hvergi berlegar fram en í leikritinu Les Justes (Hinir rétt- látu). Það fjallar um rússneska samsærismenn á keisaratímanum, sem brugga valdsmanni banaráð og tekst að lokum að ráða hann af dögum. Persónurnar virðast í rauninni vera allar eins nema hvað þær hafa mis- jafna reynslu og misjafnar hugmyndir og eru ekki allar af sama kyni. Þær eru tæpast lifandi að öðru leyti en því að þær eru fulltrúar mann- legra kennda og sjónarmiða. Hér er í rauninni ekki annað gert en að tefla fram einu sjónarmiði gegn öðru, einni hugmynd gegn annarri. Það er jafnvel mjög hæpið á köflum, að það geti staðizt frá sálfræðilegu sjón- aimiði, þó það hafi á sér það yfirskyn að opna okkur gáttir mannssálar- innar. Þrátt fyrir það er leikritið sjálft ekki dautt. Það skortir hvorki þunga né stígandi. Höfundurinn kann vel til verks. Síðasta skáldsaga Camus, La Chute (Fallið), er furðulega sterk og skrif- uð af mikilli ritsnilld, eins konar gegnumlýsing á nútímamanninum eða kannski væri betra að segja vestrænni menningu, vestrænum samfélags- háttum, vestrænu siðgæði eða siðleysi. 1 rauninni er Evrópa þarna undir smásjánni. Það er rótað í sál Evrópumannsins þannig að rotnun þjóð- félagsins birtist að baki, aldrei laus við manninn, því að hún býr í sjálfri söguhetjunni, sem er í senn sækjandinn og verjandinn, dómarinn og glæpamaðurinn. Camus lýsir ekki andstæðum nútímans á þann hátt að fá þeim bústað í tveimur eða fleiri ólíkum persónum, eins og jafnan hefur verið aðferð rithöfunda, til dæmis með því að lýsa dómara og sakamanni, iðjuhöldi og verkamanni, siðapostula og siðleysingja o. s. frv., eða öllu þessu. Þó líður allt þetta fyrir sjónir lesandans, ef ég skil rétt. Nútímamaðurinn er þarna orðinn eins konar ginnungagap, sem innibyrgir allt, óþverrann ekki síður en fegurðina, eða kannske væri réttara að segja: fegurð hans er óþverri, og óþverri hans er fegurð, hann er kirkja á hvolfi, hann er svínið sem perlunni var kastað í og hann er perlan sem kastað var fyrir svínið, hann er lygin í þjóðfélaginu, en þjóðfélagið er ekki til án hans, og þannig er hann um leið sannleikurinn í þjóðfélaginu, það sem er, því að hann væri ekkert sjálfur án þjóðfélagsins sem hann myndar, hann 10 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.