Birtingur - 01.06.1958, Page 27

Birtingur - 01.06.1958, Page 27
Rödd spámannsins: Ég, herra minn! Ég! því á morgun, á morgun munu þau fölna hin bláu blóm: börn ykkar munu herpast saman og verða að gjalli! á morgun, á morgun Og prestarnir munu gera skyldu sína og skrýðast svartri hempu og andvarpa Þá mun kærleikur ykkar ásamt dyggðunum ríða í prósessíu um frelsið ... og feitar frúr munu finna sig tilknúðar að senda John Foster Duiles heillaskeyti — með hraði — fyrir að hafa verndað þær frá villu á svo áhrifaríkan hátt Já herrar mínir og frúr! þið þurfið ekki að jarða börnin ykkar! þau liggja undir helryki andvaraleysis ykkar og frelsishugsjónar og ykkar mikla kærleiks sem mynda þríhyrning um vömb ykkar og innan þess þríhyrnings er kirkjugarðurinn mikli: þarsem börn ykkar liggja uppí loft einsog hundurinn í Pompej Birtingur 25

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.