Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 47

Birtingur - 01.06.1958, Qupperneq 47
er bundinn af óhagganlegri línulengd. Slíkt gerir áferð flatarins klúðurs- lega að þarflausu. Þriðja: dauðum doðröntum sem menn fletta fagnaðar- laust blað eftir blað má líkja við ofsmurðan spólurokk sem snýst og snýst í þögulu tilbreytingarleysi fyrir augum okkar, þangað til við förum að draga ýsur og sofnum. Lifandi bókmenntir aftur á móti leyfa mönn- um ekki að sofna undir lestrinum, heldur ýta við athyglinni jafn og þétt. Uppsetning efnisins má aldrei stjórnast af vana né dekri við letina, heldur á hún að hjálpa til að halda huganum opnum með því að hnyppa í les- endur og neyða þá til að bregða vana sínum. Ég hef séð ljóð í uppsetningu þinni, þar sem hægri lína leturflatar var reyndar bein, en sú vinstri ójöfn andstætt venju? Ég gerði það að gamni mínu til að kanna nýja möguleika. Þegar þú skrifar Ijóð, byrjarðu alltaf fremst til vinstri í línu, af því að þér hefur verið kennt það eða vegna þess að aðrir gera það eða af einhverjum enn öðrum orsökum. En setjaravélin hefur engin slík prinsíp. Og hvers vegna skyldum við ekki nota alla möguleika vélarinnar til þess að efnið hljóti fyllra og fjölþættara líf á síðunum? Ef ég man rétt, léztu þar að auki setja bókarheiti og höfundarnafn með smærra letri en ljóðið? Að sjálfsögðu: því Ijóðið er aðalatriðið. 1 nafninu felst sjaldan neitt sem ekki er í verkinu, og höfundurinn er ekki til nema í verki sínu. Þess vegna eru bókaheiti og höfundanöfn aukaatriði sem mættu hverfa. En ef höfundunum er nú kappsmál að „skapa sér nafn“, gagnstætt því sem var um höfunda íslendingasagna? Ef prentlistin tæki tillit til slíkra óska, væri hún ekki að þjóna bók- menntunum, heldur hégómagirnd og gróðahneigð höfundanna. Segðu mér að lokum, diter: heldurðu að lesendur láti sig nokkru skipta hið optíska líf sem þú kallar svo? Ekki nema fáir enn sem komið er. En allir eiga að gera það og munu gera það þegar fram líða stundir. Birtingur 45

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.