Birtingur - 01.01.1959, Page 13

Birtingur - 01.01.1959, Page 13
Við hvert hlið bíður kona Sjómennirnir kyssa og halda áfram Næstu nótt hvíla þeir með dauðanum í rúmi hafsins) 4 Ég elska ástina sem skiptist í kossa saung og brauð Ást sem getur verið eilíf eða getur verið hverful Ást sem vill frelsa þig svo að þú elskir á ný Guðleg ást sem nálgast 5 Augu mín munu ekki framar töfrast af augum þínum ég mun ekki framar huggast hjá þér En hvert sem ég fer mun augnaráð þitt fylgja mér og hvert sem þú ferð mun sorg mín fylgja þér Ég varð þinn þú varst mín Hvað meir? Saman fórum við hliðargötu þar sem ástin kom ekki við Ég varð þinn þú varst mín Þú skalt lúta þeim sem elskar þig þeim sem í trjágarði þínum uppsker það sem ég sáði Ég held mína leið Ég er dapur en ég er alltaf dapur Ég kem úr örmum þínum Ég veit ekki hvert mig ber Frá hjarta þínu veifar mér barn í kveðjuskyni Og ég sendi barninu kveðju mína Jóhann Hjálmarsson íslenzkaði

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.