Austurland


Austurland - 05.01.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 05.01.1984, Blaðsíða 1
ö^f u ("* (/y\J - Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 5. janúar 1984. 1. tölublað. Engar áætlunarferðir á landi til og frá Neskaupstað Samgöngur Norðfirðinga eru nú komnar í algjort óefni. Sérleyfishafarnir „Benni og Svenni" sem hafa séð um áœtlunarferðir milli Neskaupstaðar og Egilsstaða hafa hœtt ferðum þar eð þeir sögðu sérleyfinu lausu í haust frá og með 1. janúar sl. Ferðir í flug til Egilsstaða hafa verið leystar frá degi til dags með því að leigja hópferða- bifreið til þeirra og óvíst með framhald á því. Sama er aðsegja um póstflutninga þar hefur einnig verið leigð bifreið frá degi til dags og engin lausn í sjónmáli. AUSTURLAND hafði sam- bandi við Svein Sigurbjarnarson einn af eigendum „Benna og Svenna". Hann sagði að þeir væru hættir, rekstrarhalli sl. ár hafi verið 40% og eru þá póst- tekjurnar inni í myndinni en ekki rekstur snjóbílsins sem væri sérkapítuli út af fyrir sig. Hann sagði að svona væri hrein- lega ekki hægt að halda lengur áfram. Um möguleika til úrbóta sagði hann að þeir hefðu lagt áherslu á, að leiðin Neskaup- staður - Egilsstaðir - Neskaup- staður verði auglýst sem eitt sér- leyfi og þá væri væntanlega hægt að gera út eins og hjá mönnum. Þeir hafi hins vegar orðið að bjóða upp á gamla bíla og lág- markskostnað en það engan veginn nægt til. Reyndar væri spurningin hvort yfirleitt væri hægt að reka sérleyfi á þessari leið mað hagnaði en allavega útilokað á þann hátt sem nú er. Spurningu AUSTUR- LANDS um það hvort útlit sé á Ljósm. Jóhann G. Kristinsson. aaaBSérleyfið auglýst laust til umsóknar að þessi aðgerð beri árangur sameiningarátt svaraði Sveinn: „Ég trúi ekki öðru fyrr en ég tek á því. Ég ætla þeim mönnum sem þessu ráða ekki það litla dómgreind og lítið þor að þeir taki ekki á málinu á þann eina hátt sem dugir. Bæjarstjórnirnar báðu ráðuneytið um viðræður við sérleyfishafa Ráðuneytið hefur ekkert aðhafst Bæjarstjórnir Eskifjarðar og Neskaupstaðar hafa báðar ályktað um sérleyfismálið og skrifað samgönguráðuneytinu og skorað á það að taka málið upp og beita sér fyrir því að sérleyfi fólks-, vöru- og póst- flutninga á leiðinni Neskaup- staður - Eskifjörður - Reyð- arfjörður - Egilsstaðir verði sameinuð í eitt. Bæjarstjórn Neskaupstaðar óskaði eftir því að ráðuneytið hæfi strax viðræður við sérleyfishafa. Ráðuneytið hefur hins vegar ekkert aðhafst ¦' málinu. AUSTURLAND náði símasambandi við Ólaf Steinar Valdimarsson skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu og spurði hann hvað ráðuneytið ætlaði að gera. Hann sagði að ráðuneytið hefði engin ráð. Það hefði ákveðið að bíða átekta fram yfir áramót og sjá hvort sérleyfishafarnir leystu ekki málið sjálfir sín á milli. Nú væri hins vegar ljóst að eitt- hvað þyrfti að gera. Um sameiningu leyfanna sagði hann að hann hefði aldr- ei séð neitt bréf frá Neskaup- stað og að ráðuneytið hefði ekki heimild til að sameina leyfin. Er AUSTURLAND benti honum á að umrædd leið hafi verið eitt sérleyfi en sér- leyfishafinn hætt ferðum á óarðbærasta kaflanaum en haldið öðrum hluta leyfisins „fleytt rjómann ofan af" vildi hann lítið um þau mistök segja. Sagðist hins vegar myndi ræða við skipulags- nefnd fólksflutninga um málið. Ákvörðunarboltinn frægi sem mönnum er svo gjarnt á að kasta á milli sín eða að minnsta kosti frá sér, hefur farið á milli nefnda, stjórna og ráða í sér- leyfismálinu. AUSTURLANDI sýnist sem svo að nú sé hann í höndum „Umferðamáladeildar eða Skipulagsnefndar fólksflutn- inga" sem sé umsagnaraðili til ráðuneytis. AUSTURLAND náði tali af Einari Ögmundssyni forstöðu- manni Umferðamáladeildar, sem auglýst hefur sérleyfið laust til umsóknar og spurði hann hvort sú ákvörðun að auglýsa sérleyfið ætti að sýna að ekki ætti að sameina leyfin og að búið væri að taka ákvörðun um það. Einar sagði að það væri rétt, búið væri að auglýsa sérleyfið eins og það er nú þ. e. tvö sér- leyfi á leiðinni Neskaupstaður - Egilsstaðir - Neskaupstaður og það er annað þeirra laust. Hann sagði aðalatriðið vera að koma á ferðum á ný. Þeir hafi ekki vitað af rekstrarerfið- leikum á leiðinni fyrr en í haust að uppsagnarbréf „Benna og Svenna" barst þeim, og ekki væri nema ár liðið frá því að þeir sóttu um umrætt leyfi án þess aðnefna sameiningu eða rekstr- arörðugleika. Trúlega. hafi ástandið versnað að mun á þess- um tíma. Einar sagði að þeir hjá Um- ferðamáladeild fólksflutninga hefðu ekki heimild til að sam- eina sérleyfin. Spurningu AUSTUR- LANDS um það hver hefði slíka heimild svaraði hann að ráð- herra og ráðuneyti hefði hana en skipulagsnefnd fólksflutn- inga (sem Einar á sæti í) væri umsagnaraðili. Einar sagði að menn hefðu hringt og spurst fyrir um sérleyf- ið en treysti sér ekki til að segja til um það hvað yrði gert í mál- inu ef enginn sækti um leyfið fyrir 20. jan. nk. Og nú er spurningin hvort einhver fyrirfinnst sem reiðubú- inn er til að taka að sér umrætt sérleyfi við þessar aðstæður.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.