Austurland


Austurland - 05.01.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 05.01.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 5. JANÚAR 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir ®7629 - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ®7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Undarlegt þjóðfélag Þegar árið 1983 er gert upp í efnahagslegu tilliti kemur óneitanlega margt lærdómsríkt í ljós. Afkoma heimilanna í landinu er afar bágborin í árslok, enda árið 1983 metár í kjaraskerðingu. Útgerðin hangir á horriminni og það er engu líkara en ýmsir séu farnir að tala um hana eins og bagga á þjóðinni. En því fer fjarri að allir þurfi að kvarta. Fram- kvæmdastjórar ýmissa stærstu fyrirtækja landsins brosa breitt og neyðast til að gerast svo djarfir að játa hagnað. Og talsmenn verslunarinnar viðurkenna að útkoman hjá þeim hafi bara verið góð, enda kannski erfitt annað með tilliti til þeirrar uppbygging- ar sem átt hefur sér stað á vegum verslunarinnar í landinu að undanförnu. Umræðan í landinu um stöðu atvinnuveganna ber óneitanlega keim af afkomu þeirra. Nú er hamrað á offjárfestingu í sjávarútvegi og því að takmörkuð framtíð sé í þeirri atvinnugrein. En á sama tíma minnast fáir á offjárfestingu í verslun svo ekki sé nú minnst á bankakerfi. Það eru ótrúlegustu aðilar sem fyllast ómældri hrifningu þegar enn einn stórmarkað- urinn opnar á Reykjavíkursvæðinu og býður kílóið af kleinum á nokkurra aura lægra verði en sá tugur stórmarkaða sem fyrir var. Stundum er engu líkara en að menn haldi að þjóðin geti lifað góðu lífi á því að flytja inn glingur og selja það síðan sjálfri sér með álagningu. Nei, það er kominn tími til að menn hætti að sjá svart þegar sjávarútvegur er nefndur á nafn og viður- kenni þá staðreynd að gengi þjóðarbúsins veltur á því hvað úr sjó er dregið. U. þ. b. 70% af gjaldeyr- istekjum þjóðarinnar er til komið vegna útfluttra sjávarafurða og full ástæða er til að spyrja; hvaða atvinnugrein getur leyst sjávarútveginn af hólmi sem helsta auðsuppspretta þjóðarinnar? Það er svo sannarlega undarlegt þjóðfélag sem lætur undirstöðuatvinnugrein sína hanga á horrim á meðan aðrar hagnast vel og þar sem það er í tísku að kenna undirstöðuatvinnugreininni um flest það sem aflaga fer. Vissulega eru alvarlegar blikur á lofti hvað sjávar- útveginn varðar um þessar mundir, en einmitt vegna þess að engin önnur atvinnugrein getur leyst hann af hólmi sem undirstöðuatvinnugrein, ríður á miklu að brugðist sé við vandanum með yfirveguðum hætti. SKÁK Skákmót T. N. fór fram í okt- óber og nóvember. Keppendur voru 8 og helstu úrslit voru: 1. Einar Már Sigurðsson 5 V4 v. 16.75 stig. 2. Eiríkur Karlsson 5 xh v. 15.75 stig. 3. Páll Baldursson 4 xh v. 4. Björn Magnússon 4 v. SKÁKHH Jólahraðskákmót T. N. 1983 fór fram 29. desember si. Þátt- takendur voru 15. Sigurvegari varð Þorvaldur Logason með 13. v. Annars varð röð efstu manna þessi: 1. Þorvaldur Logason 13 v. 2. - 3. Eiríkur Karlsson og Logi Kristjánsson 12 v. 4. EinarM. Sigurðarson 11 v. 5. HeimirGuðmundsson lOv. 6. Sigurður Jóhannsson 8 v. 7. Vigfús Vigfússon 7 xh. Næsta mót á vegum T. N. er hin árlega skákkeppni stofnana sem hefst miðvikudaginn 11. janúar kl. 20 og verður teflt í Framhaldsskólanum. Að venju er þarna um tveggja manna sveitakeppni að ræða. E. K. ■HSKÁK WÞRÓTTIR^^^H Körfuknattleikur Úrslit í fyrri umferð Aust- fjarðariðils í 2. deild íslands- mótsins í körfuknattleik karla voru leikin í íþróttahúsinu á Höfn 25.-27. nóvember og fóru á þessa leið: Sindri - Hörður 72 - 69 ÍME - Samvirkjafélag Eiðaþinghár (SE) 72-60 Stigahæstu leikmenn ÍME: Kristinn Bjarnason 19, Hreinn Ólafsson 23, Kristján Svavars- son 12. Stigahæstu leikmenn SE: Hermann Níelsson 14, Eiríkur Ágústsson 10. Sindri - ÍME 70 - 73 Stigahæstu leikmenn Sindra: Björn Magnússon 24, Gunn- laugur Sigurðsson 17. Stigahæstu leikmenn ÍME: Ólafur Ármannsson 31, Krist- inn Bjarnason 16. Samvirkjafél. E. Þ. - Hörður 73 - 59 ÍME - Hörður 89 - 62 Stigahæstu leikmenn ÍME: Ólafur Ármannsson 39 (mið- herji 204 cm fór á kostum í þess- um leik og skoraði m. a. 14 stig í röð), Hreinn Ólafsson 16, Kristinn Bjarnason 15. Stigahæstu leikmenn Harðar: Ágúst Ólafsson 24. Sindri - SE 89 - 93 Æsispennandi leikur sem SE vann eftir framlengingu. Stigahæstu leikmenn Sindra: Gunnlaugur 31, Hafsteinn 20. Stigahæstu leikmenn SE: Bjarni H. 24. Magnús Þ. 16. Staðan í riðlinum eftir fyrri umferð er þannig: 1. íþróttafélag Menntaskól- ans á Egilsstöðum 6 stig. 2. Samvirkjafélag Eiðaþing- hár 4 stig. 3. Sindri Höfn 2 stig. 4. HörðurPatreksfirðiOstig. E. B. ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyrir jólin, þegar hið margumrædda kvótafrumvarp var til meðferðar, voru svo sannarlega ekki til fyrirmyndar. í stað þess að gefa þinginu tækifæri til að fjalla vand- lega um málið var það keyrt í gegn með þvílíku offorsi að fá dæmi eru um slíkt. Flýtirinn réðist af því að ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt að móta fisk- veiðistefnu nýbyrjaðs árs fyrir áramót. Þessvegna voru menn ekki lítið undrandi þegar einn síðustu daga sl. árs kom tilkynning frá sjávarútvegsráðuneyt- inu þar sem sagt var að „stefnt væri að því að birta nýjar reglur um stjórnun veiða á helstu botnfiskteg- undum fyrir 20. febrúar 1984“. Þessi vinnubrögð í þinginu sýna því miður einnig að stjórnarherrarnir í landinu meta undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar lítils. Allavega hafa þeir ekki áhuga á því að löggjafarsamkundan fjalli um málefni hennar með vönduðum hætti. Já, þetta er svo sannarlega undarlegt þjóðfélag. S. G. Húsbyggjendur Höfum ávallt fyrirliggj- andi: parket þrjá liti, ask, birki og pine, panel, þrjár gerðir, arinflísar, gólf- og loftlista úr pine og furu, loft- og veggplötur í fjórum litum, gleruU og steinull, timbur, spónaplötur og krossvið í miklu úrvali. Smíðum glugga, fög og hurðir. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hf. Hlöðum, Fellahreppi S1329 og 1450

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.