Austurland


Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 1
Austurland Auglýsið Austurlandi 34. árgangur. Neskaupstað, 12. janúar 1984. 2. tölublað. Tjón á Fáskrúðsfirði Menn í hrakningom Veðurguðirnir hafa farið mildum höndum um Austfirði miðað við aðra landshluta það sem af er vetri. Þó fór það ekki svo að við slyppum alveg. Á sunnudagskvöld gekk mik- ið hvassviðri yfir Austurland og olli talsverðu tjóni á Fáskrúðs- firði m. a. á 2 íbúðarhúsum, vöruskemmu og báti. Hópur manna sem farið hafði á snjósleðum frá Neskaupstað yfir í Reyðarfjörð á sunnudag lenti í hrakningum á bakaleið er veðrið var skollið á. Þetta voru 6 menn og lögðu þeir af stað upp úr Helgustaðahreppi yfir í Hellisfjörð og ætluðu að fara undir Grænafell yfir Hnjúka en villtust af leið. Mjög hvasst var og krapahríð og sást ekki út úr augum. Eftir nokkra stund fór svo að snjósleðarnir gáfust upp. Mennirnir voru talstóðvarlausir og gátu ekki látið vita um sig. Hins vegar lögðu tveir menn frá björgunarsveitinni Gerpi af stað frá Neskaupstað til að leita þeirra þegar þeir komu ekki fram á áætluðum tíma. Þeir fóru á snjósleðum en voru með tal- stöðvar, neyðarblys og annan útbúnað. Þeir fundu sex- menningana og byrjuðu að sel- flytja þá upp að Hnjúkum en villtust líka í veðurofsanum og hröktust undan veðrinu niður í Stakkagjá. Þaðan báðu þeir um aðstoð í gegnum talstöðina. Tveir menn fóru þá af stað í Snjóbíl Neskaupstaðar og fundu fljótlega mennina sem gátu gert vart við sig með neyð- arblysum. Var veðurofsinn þá svo mikill að mennirnir urðu að skríða að bílnum og snjósleðana varð auðvitað að skilja eftir en þeir voru sóttir á mánudag. ál 1/ f * \ ^WF* '" - Æ ¦ \ , í JÉl 9 J~WK '*sÆsimaa.il < ¦uAya||MH | ..•..- •¦ v." Magnús NK við bryggju í Neskaupstað Ljósm. Ólöf. Rúmar 29.000 lestir af físki á land í Neskaupstað 1983 U. þ. b. 100% aukningfrá 1982 Á nýliðnu ári bárust alls rúm- ar 29.000 lestir af fiski á land í Hússtjórnarskólinn Hallormsstað: 10 ár síðan hefðbundið hússtjórnarnám var lagt niður Neskaupstað. Heildarverðmæti þess afla upp úr sjó var um 162 milljónir króna. Aukning í tonnum er um 100% miðað við árið 1982 og munar að sjálf- sögðu mest þar um að loðnu- veiðar voru leyfðar á haustmán- uðum 1983. Alls bárust hingað 15.431 lest af loðnu á síðasta hausti. Af öðrum fiski en loðnu bár- ust hingð 13.964 tonn. Þar af voru 1840 tonn síld og var saltað hér á tveimur söltunarstöðvum í rúmar 12.000 tunnur og fryst um 240 tonn. Árið 1982 bárust hingað um 2.400 tonn af síld og var þá saltað í rúmar 18.000 tunnur. Er þvf um all verulegan samdrátt að ræða í síldarverk- uninni. Þorskaflinn sem hér barst á land á árinu var 7.429 tonn en var 7.657 tonn árið 1982. Afli og aflaverðmæti Norð- fjarðartogaranna var sem hér segir árið 1983. Innan sviga er aflamagnið 1982. Tíu ár eru nú liðin frá því að heilsvetrar hefðbundið hússtjórnarnám var lagt niður við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Síðasta áratug hef- ur starfsemin verið tvíþætt: á haustin og til áramóta hafa nemendur á grunnskólastigi af Mið-Austurlandi verið á viku- námskeiðum í heimilisfræðum en eftir áramót hefur verið rekið einnar annar nám við skólann á framhaldsskólastigi. Haustnámskeiðin A hverjum mánudegi kemur allt að 20 nemenda hópur í hlað- ið og er þá venjulega kátt á hjalla. í hópnum eru bæði piltar og stúlkur á áldrinum 13 - 14 ára af Héraði eða Fjörðum. Víða skortir mikið á að einstakir grunnskólar geti fullnægt kennslukröfum grunnskólalag- anna í heimilisfræðum og því hafa þessi námskeið og aðstað- an á Hallormsstað verið nýtt í þessu skyni. Unglingarnir eign- ast annað heimili þessa viku og sjá sjálfir að öllu leyti um heim- ilishaldið. Þeir fá tilsögn í: mat- reiðslu, ræstingu á húsi og fatn- aði, næringarefnafræði, vöru- fræði o. fl. Vikudvalir þessar hafa notið mikilla vinsælda og sambýlisform heimavistarinnar sannað ágæti sitt. Vorönnin Þann níunda janúar sl. hófst önnin og kennsluvikur jafn- margar og í áfangakerfisskólun- um, prófum lokið í maí. í stór- um dráttum skiptist námið í verklegt og bóknám sem hér segir: matreiðsla sem svarar 5 vikum, fatasaumur 5 vikur og vefnaður 3 vikur auk bóklegra greina svo sem næringarefna- fræði, vörufræði, sálar- og heilsufræði, híbýlafræði, áhaldafræði og gerlafræði. Frá kl. 8 á morgnana og fram til kl. 1430 eru verklegar greinar í gangi. Þá tekur við frjáls tími til kl. 16, en bókleg kennsla fer fram daglega kl. 16- 172(l, nema miðvikudaga, en þá er bókleg kennsla allan daginn. Námið Ekki er nokkur vafi á því, að nám og starf í 4 mánuði á Hall- ormsstað hefur almennt hagnýtt gildi. Auk þess er um að ræða viðurkenndar námsgreinar á framhaldsskólastigi, sem aðrir framhaldsskólar meta til ein- inga. Þeir, sem áhuga hafa á skólavist eða frekari upplýsing- um geta haft samband í síma 97- 1435. Á það skal bent að tekið er við umsóknum frá báðum kynjum. Afli(tonn) Aflaverðmæti (kr.) BarðiNK-120 2.877(3.264) 31.953.204 BeitirNK-123 2.568 ( 802) 27.507.999 BirtingurNK-119 2.983(3. 100) 31.177.430 BjarturNK-121 2.706(3.464) 30.034.466 Þess ber að gæta þe gar taflan Hlutdeild smærri báta í ifl- er skoðuð að Beitir var aðeins anum sem í i land barst árið síðustu mánuði ársins 1982. Þá 1983 var um 1250 tonn og er varð Bjartur vélarvana um það talsvert minna magn en miðjan október 1983 og veiddi árið 1982. ekki eftir það. G. B. Póstsamgöngur til og frá Neskaupstað í ólagi Erfitt hefur verið með póst- samgöngur til og frá Norðfirði undanfarið vegna sérleyfismáls- ins. Engar póstferðir hafa verið farnar þegar ekki hefur verið flogið frá Reykjavík sem hefur verið æði oft undanfarið og þá hefur póstur ekki heldur bprist milli Neskaupstaðar og annarra staða hér austanlands. AUSTURLAND hafði sam- band við Reyni Sigurþórsson umdæmisstjóra Pósts og Síma á Austurlandi. Sagði hann að þetta ástand væri að komast í lag. Póstur og Sími myndi halda uppi daglegum póstflutningi til og frá Neskaupstað, hvort sem það yrði með fyrrverandi sérleyf- ishöfum eða á annan hátt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.