Austurland


Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 12. JANÚAR 1984. Austurland MALGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir ®7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI IÞROTTIR Af skíðaráði Þróttar Sj úklingaskatturinn Nú þegar Alþingi kemur saman á ný, má búast við að boðaðar tillögur um hinn nýja skatt ríkisstjórnar- innar, sem nefndur hefur verið „sjúklingaskattur- inn“, liggi á borðum alþingismanna. Vægast sagt þá hefur þessi boðaða skattheimta mælst illa fyrir og hafa flestir, sem um hana hafa fjallað á opinberum vettvangi, hvort heldur er í ræðu eða riti, talið hana bæði óréttláta og ill framkvæman- lega. Talsmenn stjórnarinnar hafa reynt að réttlæta til- lögugjörð sína, með því að lýsa því yfir, að þeir einir yrðu látnir greiða, sem hefðu efni á því. En þá er spurn, hvernig eiga sjúkrahúsin að fara að því að flokka sjúklinga eftir efnum og ástæðum? Á e. t. v. í hverju tilfelli að leita til skattyfirvalda? eða eiga sjúklingar að ganga með skattframtal sitt upp á vasann? eins og formaður Alþýðuflokksins orð- aði það á dögunum. Hvernig dugði sú viðmiðun við úthlutun láglauna- bótanna? Jú, stóratvinnurekendur og heildsalar urðu ásamt láglaunafólkinu þiggjendur þeirra bóta og bæði þeir laumríku og ríkisstjórnin skömmuðust sín og viðmið- unarkerfið var dæmt ótækt. Trúlega finna stjórnvöld hvergi þá fyrirmynd, sem þau geta sniðið þessa skattheimtu eftir, sem réttlætir hana eða gerir framkvæmanlega. En fari svo, að þessi skattur verði lagður á sjúkl- inga, þá má öllum ljóst vera, að það fylgir honum ýmis annar vandi, og ábyrgð, en að finna réttláta álagningarreglu. Það fer enginn á sjúkrahús að gamni sínu, en vel gæti svo farið, að einhverjir treystu sér ekki til að bæta á sig þeim útgjöldum, sem af sjúkrahúsvist leiddi og frestuðu því nauðsynlegum aðgerðum og er þetta kannski hvað alvarlegast við slíka skatt- heimtu. Annað er og, að þetta myndi auka allverulega skriffinnsku sjúkrahúsanna og innheimtukostnað og trúlega skila sér illa. Árangurinn af baráttu þjóðarinnar fyrir bættum lífskjörum, þar með bættri heilsugæslu og lækning- um, verður ekki nema að litlu leyti mælanlegur í tölum eða öðru gildi, sem mælir gróða og tap. En vissulega ber það vitni um mikinn árangur þessa starfs og baráttu, að hér á íslandi er nú hlutfallslega minnstur barnadauði í veröldinni og lengstur meðal- aldur. Hér hefur og ýmsum sjúkdómum, svo sem berkla- veiki, mænuveiki og ýmsum öðrum mannskæðum Skíðafólk okkar er nú komið á fulla ferð niður brekkurnar, enda hafa skilyrði til skíðaiðk- unar verið þokkaleg. Nægur snjór hefur verið uppi í Odds- skarði síðan í nóvemberlok og meira að segja er kominn snjór úti í fjalli, þó ekki sé hann mikill. Togbrautin á Kúahjalla hefur verið í gangi meir og minna síðan um miðjan des- ember. Oddsskarðslyftan hefur verið í gangi við og við síðan í nóvember og var það einnig nú um síðustu helgi. Hið unga og efnilega skíða- fólk Þróttar hefur tekið þessu fegins hendi og ekki hefur það spillt fyrir, að tveir prýðisgóðir þjálfarar hafa verið því til trausts og halds. Um miðjan desember kom Ingþór Sveinsson hingað og starfaði við þjálfun fram að ára- mótum, en nú eftir þau kom hingað Karl Frímannsson frá Akureyri, en hann er skíða- mönnum hér að góðu kunnur, er gamall keppnismaður á skíðum og hefur starfað við þjálfun undanfarin ár. Karl stundar nú sem stendur nám við íþróttakennaraskólann að Laugarvatni og ákvað að nota jólaleyfi sitt við hann til þess að aðstoða okkur hér í austrinu, en því miður lýkur leyfi hans í lok þessarar viku. Æfingasókn hef- ur verið með besta móti og náði hún hámarki í góðviðrinu sl. sunnudag, er um 60 krakkar og unglingar mættu á æfingu, en þá voru þeir Jóhann Tryggvason og Sveinn Ásgeirsson einnig við leiðbeinendastörf. Sveinn hefur nú verið ráðinn til starfa hjá UÍA til kennslu og leiðbein- andastarfa og hefur störf á veg- um sambandsins um miðjan janúar. Ekki er enn fullljóst með áframhald skipulegra æfinga nú fyrri hluta vetrar, þar sem ekki hefur enn fengist þjálfari, en það stendur vonandi til bóta. Nú er bara að vona að veður- guðirnir verði okkur eins hag- stæðir og þeir hafa verið fram að þessu og að færi verði gott svo að iðkun íþróttarinnar geti orðið sem mest. P. J. Hópur ungra skíðakeppenda frá Neskaupstað i keppnisferð á Seyðisfirði. Ljósm. Ólöf. ÍÞRÓTTIR ■HHHSH ÍÞRÓTTIR sjúkdómum svo til verið útrýmt, eða gerðir sjaldgæfir og hættulitlir. Nú hin síðari ár, hafa í vaxandi mæli komið til sjúkdómar og slys af toga sem lítið bar á fyrir nokkr- um áratugum, en sem nú kalla á aukið sjúkrarými, sem nemur tugum nýrra sjúkrarúma á ári. Má þar nefna afleiðingar umferðaslysa, drykkju- sýki, reykinga, eiturlyfjaneyslu og atvinnusjúkdóma. Þegar þess er gætt, að rekstur eins sjúkrarúms kost- ar trúlega að meðaltali ekki undir 1 milljón á ári, þá hljóta þeir fjármunir að skila sér margfalt, sem varið er til fyrirbyggjandi aðgerða á þessum sviðum, svo að ekki sé talað um aðrar afleiðingar veikinda og slysa. Því verður ekki neitað, að þenslan í almannatrygg- ingakerfinu er mikil og eru heilsugæslan og sjúkra- húsareksturinn þar fyrirferðarmiklir og vaxandi þættir. Eflaust mætti spara þar verulega fjármuni með markvissara skipulagi í uppbyggingu og rekstri svo og auknum fyrirbyggjandi aðgerðum og væri slíkt verðugra verkefni stjórnvalda, en álagning auka- skatts á sjúklinga. S. P. Leiðrétting í frétt um sónartæki í síðasta tbl. var ranghermt að Krabba- meinsfélag Austurlands hafi staðið að söfnuninni. Það var hinsvegar Krabbameinsfélag Austfjarða. Kirkja Barnastundirnar í Norðfjarc arkirkju hefjast aftur nk. sunnt dag 15. janúar kl. 1(ÞU f. h. Sóknarprestu, Efnalaugin verður opin 16.-20. janúar Jóhann Sigmundsson S7188

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.