Austurland


Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 12.01.1984, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 12. janúar 1984. Myndin hér að ofan er tekin á skemmtun sem Lionsmenn í Neskaupstað héldu fyrir Norðfirðinga 67 ára og eldri. Margt var til skemmtunar s. s. upplestur Eggerts Brekkan, Trompetleikur Viðars Alfreðssonar og söngur Lionskórsins. Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti. Ljósm. S. A. s Osanngjörn umfjöllun Á fundi framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi, sem haldinn var á Egilsstöðum hinn 12. des. sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt og óskað eftir að hún verði birt í fjölmiðlum: „Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, lýsir furðu sinni yfir ein- hliða umfjöllun fjölmiðla á tekjum sveitarfélaga og álagningu gjalda þeirra á næsta ári. Bendir framkvæmdaráðið á að undanfarin ár hafa tekjur sveitarfélaganna rýrnað mjög að raungildi í verð- bólgubálinu. Hafa því mjög mörg þeirra safnað miklum skuldum. Það hlýtur því að vera misjafnt hver fjárþörf þeirra er, og ekki raunhæft að tala um öll sveitarfélög í sama orðinu.“ Húshitunarkostnaðurinn: Kosningaloforð stjórnarliða nú sem öfugmæli Ljósm. Ólöf. Snarpar umrœður urðu við lokaafgreiðsht fjárlaga 19. desember sl. varðandi fjármagn til að lœkka húshit- unarkostnað. Hjörleifur Guttormsson mælti fyrir breytingartillögu um að hœkka fjárveitingu í þessu skyni úr 230 milljónum króna í 420 milljónir, en áður hafði hann flutt tillögu um að afla tekna í þessu skyni með hækkun á raforku- verði til stóriðjufyrirtækja eða orkuskatti, sem þá legð- ist m. a. á sömu fyrirtœki. Stjórnarliðið allt felldi þessar tillögur og reyndi Sverrir Her- mannsson að róa óánægða þing- menn stjórnarliðsins með fyrir- heiti um að hann myndi flytja frumvarp varðandi húshitunar- kostnaðinn strax að loknu jóla- leyfi þingsins. I umræðunni um þessi mál rifjaði Hjörleifur upp kosninga- loforð og áróður sjálfstæðis- manna og Framsóknar í fyrra- vetur varðandi svonefnt orku- jöfnunargjald, sem Egill, Sverr- ir og ýmsir framsóknarmenn lof- uðu hátíðlega að skyldi renna óskipt og að fullu til að lækka húshitunarkostnað. Sverrir upplýsti í umræðunni, að tekjur af þessu gjaldi væru á árinu 1984 áætlaður 471 milljón- ir króna, en samtals er varið til að greiða niður kostnað við hús- hitun 290 milljónum, þ. e. vegna rafhitunar og olíustyrkja. Iðn- aðarráðherra bar sig heldur illa yfir stöðunni í þessu máli. Hjörleifur minnti á, að fyrir lítið kemur að verja háum upp- hæðum í niðurgreiðslu á orku til húshitunar, ef gjaldskrár hækka nteira en nemur niður- greiðslum, einsog reyndin hefur orðið í tíð núverandi ríkis- stjórnar, á sama tíma og kaup- máttur er lækkaður meira cn dæmi eru um áður af þessum sömu stjórnvöldum. Orkureikningarnir sem hafa verið að berast mönnum að undanförnu tala skýru máli um þessa óheillaþróun. Á sama tíma boðar svo ríkisstjórnin að hún muni gefa verðlagningu á orku frjálsa frá 1. febrúar nk. að telja. Kannski megum við eiga von á verðlækkun frá Landsvirkjun? S Ur aldaannál á leikferð Leikhópurinn Vcra leggur nú land undir fót og sýnir leikrit- ið „Úr aldaannál" í Neskaup- stað nk. föstudagskvöld og Hamraborg, Berufirði á sunnu- daginn. NESKAUPSTAÐUR Frá Námsflokkum Neskaupstaðar Á vorönn 1984 eru fyrirhuguð á vegum Námsflokka Neskaupstaðar eftirtalin nám- skeið, ef næg þátttaka fæst. A. Almenn námskeið. 1. Bókfærsla, kennari: Einar Þórarinsson. 2. Matargerð, kennari: Frímann Sveinsson. 3. Myndlistarnámskeið, kennari: ÞuríðurUna Pétursdóttir. 4. Saumanámskeið, kennari: Ingibjörg Jóhannsdóttir. 5. Þýska 1 og2, kennari: Helga Hlín Friðriks- dóttir. 6. Vélritun, kennari: Einar Þórarinsson. B. Undirbúningur undir framhaldsnám. 1. Danska, kennari: Gísli Stefánsson. 2. Enska, kennari: Þórður Jóhannsson. Hvert námskeið verður 20 kennslustundir og þátttökugjald kr. 450.—. Skráning fer fram hjá skólafulltrúa og á bæjarskrifstofunum til 19. janúar. Nánariupplýsingar veitir skólafull- trúi í síma 7625. Námsflokkar Neskaupstaðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.