Austurland


Austurland - 19.01.1984, Qupperneq 1

Austurland - 19.01.1984, Qupperneq 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 19. janúar 1984. Auglýsið í Austurlandi 3. tölublað. Seyðisfjörður: * A annað hundrað atvinnu- lausir? Jól og áramót voru róleg á Seyðisfirði og allt fór fram með hefðbundnum hætti. Jólaskreytingar voru miklar og fallegar að vanda og vörp- uðu velþegnum ljósgeisla inn í þetta dimmasta tímabil ársins. Tíðarfar hefur verið sæmi- legt og jólaferðir fólks milli landshluta gengu betur en oft áður. Óveðrið 4. og 5. janúar fór að mestu hjá garði. Skuttogararnir héldu báðir til veiða fljótlega eftir nýárið. Einir fimm litlir þilfarsbátar munu stunda róðra með línu. Órólegt veður hefur hamlað gæftum og eftir nýár hefur aðeins einu sinni gefið á sjó, en þá fengu sumir mjög góðan afla. Loðna hefur verið unnin í báðum síldarverksmiðjunum síðan í byrjun desember með smáhléum um jól og áramót. Bræðslu loðnunnar er nú lokið. Alls mun hafa verið tek- ið á móti rúmum tuttugu þús- und tonnum af loðnu í báðum verksmiðjunum og munu 50 - 60 manns hafa starfað við vinnsluna. Tíðar rafmagns- truflanir ollu nokkrum erfið- leikum og jafnvel tjóni í bræðslunum. Fyrir síðustu helgi voru um 60 manns skráðir atvinnulaus- ir á Seyðisfirði, að mestu leyti er þar um starfsfólk Fisk- vinnslunnar hf. að ræða, en báðir togarar fyrirtækisins munu laiida erlendis eftir yfir- standandi veiðiferðir. Eins og nú horfir með loðnuveiðar er allt útlit fyrir að þeir sem hafa haft atvinnu af þeim muni bæt- ast í hóp atvinnulausra innan tíðnr. Þá mun fjöldi atvinnu- lausra verða á annað hundrað. J. J. / S. G. Stórfelldir möguleikar í fískeldi Verulegar líkur á að auka megi afrakstur sjávar- afurða og draga úr sveiflum í veiðum Hjörleifur Guttormsson hef- ur haft forgöngu um flutning á tillögu til þingsáiyktunar „um fískeldi og rannsóknir á klaki og eldi sjávar- og vatnadýra.“ Meðflutningsmenn eru Geir Gunnarsson, Ragnar Arnalds og Steingrímur Sigfússon. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa áætlun um eflingu fiskeldis með það að markmiði að eldi og ræktun sjávar- og vatnadýra geti sem fyrst orðið gildur liður í þjóðarbúskap og atvinnulífi á íslandi. Við gerð áætlunarinnar verður m. a. haft samráð við Hafrannsóknastofnun, Veiði- málastofnun, Rannsóknaráð ríkisins og Háskóla íslands. Sérstök áhersla verður lögð á þá þætti sem skilað geti arði sem fyrst, svo sem eldi á ung- fiski úr sjó, en jafnhliða verði sköpuð aðstaða til víðtækra rannsókna og tilrauna með aðra þætti, svo sem klak og seiðaeldi við íslenskar aðstæð- ur. Fyrstu aðgerðir á þessu sviði verði m. a. í því fólgnar: 1. að undirbúa heildarlöggjöf um fiskeldi þar sem m. a. verði ákveðin yfirstjórn þessara mála og stuðningur af hálfu hins opinbera; 2. að koma upp tilraunaað- stöðu vegna fiskeldis og klaks á vegum Hafrann- sóknastofnunar sem jafn- framt geri tilraunir um öflun á ungfiski til eldis svo og með fóðuröflun; 3. að undirbúa fjármögnun til framkvæmda á þessu sviði; 4. aðkannaalmennarforsend- ur fyrir fiskeldi érlendis, m. a. varðandi fisktegund- ir, markað og arðsemi; 5. að meta gildi jarðvarma og aðrar staðbundnar forsend- ur fyrir fiskeldi; 6. að draga saman vitneskju um rannsóknir og reynslu hérlendis og erlendis í rækt- un vatna- og sjávardýra. Áætlunin skal lögð fyrir Al- þingi ásamt frumvarpi til laga um fiskeldi eigi síðar en í þing- byrjun 1984.“ í ítarlegri greinargerð með tillögunni er bent á að mun meiri arð megi hafa af ræktun vatnafiska en hingað til og bent á reynslu af silungsveiði í vötnum á Fljótsdalshéraði sl. sumar. Pá segir orðrétt m. a.: „. . . Mestu framtíðar- möguleikarnir fyrir þjóðarbúið í fiskeldi gætu hins vegar verið fólgnir í eldi sjávarfiska, en á því sviði hefur enn sem komið er lítið sem ekkert verið að- hafst hérlendis, á sama tíma og ýmsar þjóðir austanhafs og vestan hafa stundað rannsókn- ir og undirbúning að fiskeldi um áratugaskeið. Verulegar líkur eru á að með markvissu fiskeldi megi auka afrakstur sjáarafurða til muna og draga úr þeim miklu sveiflum sem fylgja hefðbundnum veið- um. . . . Ræktun sjávardýra virðist nærtækt verkefni fyrir fiskveiði- þjóð. Það verður nánast að teljast skylda opinberra aðila að bregðast skjótt við á þessu sviði. Vandaðar athuganir og undirbuningur skipta miklu hér sem annars staðar, en á þessu sviði á að vera unnt að sækja hratt fram og byggja m. a. á þekkingu og reynslu annarra þjóða. Sú grein fiskeldis, sem talið er líklegast að geti skilað skjót- um árangri, er eldi á „mat- fiski“, þ. e. ungviði sem aflað er í sjó en alið upp í eldistjörn- um eða lónum við strendur með stuðningi af jarðvarma. Tegundir, sem eðlilegt væri að líta til í byrjun, eru m. a. þorsk- ur og lúða. Árlegur vaxtar- hraði þorsks við kjörhita í eldis- tjörn gæti orðið margfaldur á við það sem gerist í náttúrunni. Þorskur gæti e. t. v. náð, mark- aðsstærð á tveimur árum í stað 4 - 6 ára í sjó og unnt væri að koma honum á markað sem glænýrri gæðavöru. . . .“ Þorskurinn gœti e. t. v. náð markaðsstœrð á tveimur árum. Hráefnið verður þá vœntanlega glœný gœðavara. Þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað Hið árlega þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldið í Egilsbúð • laugardaginn 28. janúar 1984 kl. 2000 stundvíslega. Heiðursgestir: Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir. Blótsstjóri verður Stefán Þorleifsson. Að loknu borðhaldi leikur hljómsveitin Bumburnar fyrir dansi. Miðasala verður fimmtudaginn 26. janúar frá kl. 1800 til kl. 2100 að Egilsbraut 11. Hver skuldlaus félagi á rétt á fjórum miðum. Blótsgestir eru beðnir um að koma með trog sín í Egilsbúð á milli kl. 1500 og 1700 á blótsdag. Gossala verður í Egilsbúð á sama tíma. Stjórn Ab. N.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.