Austurland


Austurland - 26.01.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 26.01.1984, Blaðsíða 1
Austurland Auglýsið í Austurlandi 34. árgangur. Neskaupstað, 26. janúar 1984. 4. tölublað. Stjórn SSA: Náms vistargj öldin eiga ekki rétt á sér Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, sem haldinn var á Breiðdalsvík 12. jan. sl. var eftirfar- andi ályktun samþykkt samhljóöa: „Stjórn SSA mótmælir harðlega innheimtu námsvistar- gjalda. í meira en 100 ár hefur öll íslenska þjóðin lagst á eitt um að byggja upp og efla hjá sér stönduga og myndarlega höfuðborg. Vegna stöðu sinnar nýtur hún ýmissa sérréttinda S. s. í skólamálum. Á liðnum áratugum hafa landsmenn allir staðið að öflugri uppbyggingu skóla og annarra menntastofn- ana í höfuðborg sinni, sem ekki síst á þátt í vexti og viðgangi hennar. Nemendur landsbyggðarinnar hafa því eðlilega sótt skóla til höfuðborgarinnar á vetrum, þar sem viðkomandi stofnanir eru ekki til í þeirra heimabyggð. Á sumrin hafa þeir sott í sín heímahéruð að afla tekna til að standa straum af kostnaðarsömu skólahaldi vetrarlangt í höfuðborginni. Stór hluti þessara landsbyggðarnemenda sest síðan að í höfuðborginni og gerist þar fullgildur skattþegn borgarinnar. Það er því augljóst að Reykjavíkurborg hefur margvíslegan hag af þeim utanbæjarnemendum, sem þar stunda framhalds- nám. Nemendur úr höfuðborginni, sem stunda framhaldsnám útí á landi, þurfa ekki að greiða námsvistargjöld þessi. Stjóra SSA telur því að námsvistargjöldin eigi ekki rétt á sér og þar að auki styðjist þau við ótraustan lagalegan grundvöll." Vatnshreinsibúnaður tekinn í notkun á Seyðisfirði Tíðindamaður AUSTUR- LANDS á Seyðisfirði fékk eftir- farandi upplýsingar um fram- kvæmdir á vegum Seyðisfjarð- arbæjar á sl. ári hjá Sigurði Jónssyni bæjarverkfræðingi. Nýi skólinn Á árinu var lokið við grunn nýja skólahússins. Á þessu ári er síðan fyrirhugað að reisa kennsluálmu fyrir handmennta- greinar og er ætlunin að taka hana í notkun seint á árinu. Heilsugæslustöðin Unnið var við 3. áfanga heilsugæslustöðvarinar. Búið er að fullgera og afhenda endur- hæfingarstöð í henni. Á þessu ári er ætlunin að vinna í heilsu- gæsluhlutanum og er gert ráð fyrir að hann verði tilbúinn í byrjun árs 1985. Smábátahöfnin Unnið var við að dýpka smá- bátahöfnina og við byggingu grjótvarnargarðs. Var því verki lokið. Aðeins er eftir að ganga frá flotbryggjum og eru fram- kvæmdir við það fyrirhugaðar á þessu ári. Með tilkomu hafnar- innar stórbatnar aðstaða fyrir smábáta og ætti hún að verða með því besta sem þekkist hér á landi. Vatnshreinsibúnaður Búið er að ganga frá mjög fullkomnum útbúnaði fyrir neysluvatn bæjarbúa. Nýi bún- aðurinn hreinsar öll óhreinindi úr vatninu og gerilsneyðir það síðan. 'Vatnið fer fyrst gegnum mekanískar síur sem hreinsa úr því stærri agnir er berast inn. Þvínæst fer það gegnum sand- síur sem hreinsa öll fínni óhrein- indi og að lokum fer vatnið inn í geislagreinar sem gerilsneiða 'það með útfjólubláu ljósi. Þessi stöð mun vera sú full- komnasta sinnar tegundar á landinu. Söluaðilinnernorskur, en búnaðurinn er framleiddur í Danmörku, Sviss og Englandi. /. J. I S. G. Reyðarfjörður: 40 manns á atvinnuleysisskrá í tvo mánuði Síðan síldarfrystingu lauk í haust hafa í kringum 40 manns verið á atvinnuleysisskrá á Reyðarfirði að undanteknum 10 dögum í desember að unnið var í frystihúsinu. Það var ekki fyrr en 17. jan. að vinna hófst þar að nýju og vona menn að hún haldist. Þó verður tveggja daga stopp nú í dag og á morgun vegna bilunar hjá Hólmanesinu en á mánudag verður væntanlega kominn afli í húsið. Snæfuglinn sigldi 6 sinnum á síðasta ári. Síðast seldi hann í Þýskalandi mjög góða sölu eða rúmlega 33 kr. kílóið, mest karfa. Kaupfélag Héraðsbúa sem á frystihúsið á hins vegar aðeins 20% í Snæfugli, þannig að útgerðarmennirnir eru ekki bundnir við að selja til hússins. Á. M. I Ó. Þ. Loðnubræðslurnar bíða verkefna Myndin sýnir brœðsluna í Neskaupstað. Ljósm. Jóh. G. K. Dauft yfir loðnunni Ekki verður annað sagt um loðnuveiðarnar nú eftir áramót- in, en að þær hafi gengið hörmu- lega. Margir bátar fóru af stað strax þann 4. janúar og hugðust halda áfram þar sem frá var horfið fyrir jól, eða hér úti af Austfjörðum. Svo til ekkert hefur veiðst til þessa, aðeins verið landað um 600 lestum, þar af 500 í Nes- kaupstað og um 100 lestuffi hjá S. R. á Seyðisfirði. Ekki eru menn sammála um magnið af loðnu á miðunum nú frekar en fyrri daginn, en loðnan stendur mjög djúpt og er mjög dreifð að auki, þannig að engin almenni- leg köst hafa fengist. Menn hugga sig þó við það, að þetta er ekkert ný bóla í janúar. Sjálf- sagt koma fleiri göngur að norð- an og vonandi fer veður líka að lagast, en ofan á aflaleysið hefur einnig komið gæftaleysi. Ekki veitir af þessari björg í búið, en eins og kunnugt er, hefur botn- fiskveiðin einnig verið treg. Á síðastliðinni haustvertíð var eftirtöldu magni af loðnu landað hér á Austfjarða- höfnum: Lestir Neskaupstaður . . . Eskifjörður ..... Seyðisfjörður S. R. Seyðisfjörður ísbj. Reyðarfjörður . . . 15.430 10.600 11.740 9.580 3.280 Þ. J.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.