Austurland


Austurland - 26.01.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 26.01.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 26. JANÚAR 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Niður með námsvistargjöldin Á hátíðlegum stundum er því oft haldið fram að á íslandi ríki jafnrétti á öllum sviðum og þar á meðal jafnrétti til náms. Óhikað er fullyrt að allir þegnar þjóðfélagins eigi jafna námsmöguleika. En hvað leynist á bak við slíkt orðagjálfur? Það dylst engum sem skoðar, að þeir námsmögu- leikar sem bjóðast að loknum grunnskóla eru fjöl- breyttastir í skólum á stór-Reykjavíkursvæðinu. Þó svo að uppbygging framhaldsskóla hafi verið umtals- verð á landsbyggðinni undanfarin ár, þá er málum þannig háttað að fjöldi námsmanna af landsbyggðinni verður að leggja stund á nám sitt að hluta eða að öllu leyti á suðvesturhorni landsins. Það er því stað- reynd að hjá íbúum Reykjavíkur og nágrennis eru mun fleiri námsmöguleikar við höndina en hjá lands- byggðarfólki. Námsmenn á höfuðborgarsvæðinu geta oft á tíðum búið á heimilum sínum á meðan þeir leggja stund á framhaldsnám. Landsbyggðarnemar þurfa hinsvegar að vinna baki brotnu þegar færi gefst til að afla fjár- muna til greiðslu námskostnaðar og nauðþurfta. Fjármunanna er venjulega aflað í heimabyggðinni, en þeim síðan að sjálfsögðu ráðstafað þar sem nám er stundað. Þannig njóta Reykjavík og nágrannasveit- arfélög góðs af því fjármagni sem námsfólkið flytur með sér, auk þeirra tekna sem þau hafa af skólastofn- ununum sjálfum og starfsmönnum þeirra. Ekki eru þetta þó alvarlegustu atriðin varðandi mismunandi möguleika eftir búsetu til að ganga menntaveginn. Alvarlegasta atriðið er án efa hinn svokallaði atgervisflótti, sem felst í því að ungt fóLk af landsbyggðinni, sem heldur til náms til stór- Reykjavíkursvæðisins, ílengist þar að námi loknu og sest ekki aftur að í heimabyggðinni eða annars staðar úti á landi. Þannig sogar Reykjavík og nágrenni til sín efnisfólk af landsbyggðinni með hjálp skólanna sem þar eru starfræktir. Flestir skyldu ætla að Reykjavík og nágrannasveit- arfélögin væru nokkuð ánægð með sinn hlut að þessu leyti, en því fer fjarri. Lengi hafaráðamenn á Reykja- víkursvæðinu lagt áherslu á að vegna hins mikla kostnaðar við að reka skóla fyrir námsmenn búsetta utan borgarinnar eigi Reykjavík rétt á að heimta námsvistargjöld af sveitarfélögum þeim sem nemend- urnir koma frá. Þetta hefur verið reynt með mis- jöfnum árangri undanfarin ár, en þó hefur ráðuneyti menntamála tregðast við að leggja formlega blessun sína yfir slíka innheimtu. w w Frá Oddsskarðslyftu Með þessum línum vi! ég koma á framfæri örfáum ábend- ingum til þeirra sem nota Odds- skarðslyftu. Fyrst er að segja frá því að lyft- an var gangsett 12. nóv. sl. og var opin til notkunar í 10 daga í nóv. og des. Aðsókn var hins vegar mjög dræm, vægast sagt, og kom það mér reyndar ekki á óvart. Skíðatíminn byrjar ekki fyrr en með hækkandi sól og hafa þær tvær helgar sem af eru þessu ári staðfest það og þó hefur orðið slæmur þröskuldur í veginum, sem hindrað hefur ferðir þeirra er sunnan skarðs búa. Einn lítill snjóskafl stöðvaði ferðir upp frá Eskifirði í að minnsta kosti tvö skipti og má eigi við svo búið una. Finna verður ráð til að ryðja slíkum smáhindrunum úr vegi, ekki aðeins vegna skíðafólks heldur engu síður vegna þeirra sem vilja bregða sér af bæ um helgar og heimsækja vini og vandamenn. Nú, en þetta var hálfgerður út- úrdúr. Það sem ég vildi fyrst og fremst sagt hafa er þetta: Upplýsingar um opnun lyft- unnar eru veittar í símsvara 7474 eftir kl. 9 laugardaga og sunnu- daga. Reynt er að gefa einhverja vitneskju um veður og færð. Þá er þess getið ef mjög kalt er og minnt á að klæðast hlýlega, því að enn erum við húsnæðislaus í Oddsskarði öllu starfi þar til mik- ils baga. Við höfum rækilega fundið fyrir því undanfarnar köldu helgar. f þessu sambandi vil ég benda foreldrum yngri barna á að hringja fyrir börn sín, því að ekki er víst að þau átti sig á þeim upp- lýsingum sem gefnar eru. Dagkort kosta nú kr. 80 fyrir fullorðna en kr. 40 fyrir börn en bent skal á vetrarkortin sem verða mun hagstæðari þeim er fast sækja. Eins og áður segir er lyftan að jafnaði aðeins opin um helgar og aðra frídaga en stærri hópar s. s. skólanemendur geta alltaf kom- ist í lyftu á virkum dögum en þá þarf að hafa samband við undir- ritaðan í síma 7234 og það helst daginn áður. Loks minni ég alla lyftunot- endur á það að vera ekki með neinar sveiflukúnstir á leiðinni upp og sleppa ekki nema þá rétt fyrir ofan 3. mastur. Milli 4. og 5. masturs getur orðið svo lágt undir að hægt er að taka þar lausa „diska“. Þetta má ekki og ekki heldur fikta neitt við vírana, það er hættulegt. Nesk. 17. jan. ’84, Gunnar Ólafsson. IÞRÓTTIR SKAKI Helgarskákmót á Seyðisfírði í apríl Nú er óhætt fyrir austfirska skákmenn að brýna sverðin því ákveðið er að eitt hinna kunnu helgarskákmóta fari fram á Seyðisfirði dagana 6., 7. og 8. apríl nk. Eins og kunnugt er taka yfirleitt einhverjir af sterk- ustu skákmönnum þjóðarinnar þátt í helgarskákmótunum og munu því Austfirðingar fá þarna kærkomið tækifæri að etja kappi við snillinga. J. J. / S. G. ÍÞRÓTTIR SKÁK Það gerðist síðan seint á síðasta ári að Davíð borg- arstjóri fékk Ragnhildi flokkssystur sína, sem situr í stóli menntamálaráðherra, til að skrifa undir heimild borginni til handa um að hún megi rukka sveitarfélög um námsvistargjöld fyrir þá nemendur sem leggja stund á nám í skólum sem borgin á rekstraraðild að. Og þessi gjöld skulu vera sem hér segir: fyrir nem- anda í bóknámi kr. 8.500 á skólaári og fyrir nemanda í verknámi kr. 13.650. Upp á síðkastið hafa sveitarfélögum hér eystra ver- ið að berast rukkanir frá Reykjavíkurborg um náms- vistargjöld og kemur þá í ljós að stærstu sveitarfélög- in þurfa að greiða á annað hundrað þúsund krónur til Reykj avíkur vegna nemenda sem þar stunda nám. Öllu landsbyggðarfólki ætti að vera ljóst hve náms- vistargjöldin eru óréttlátt fyrirbrigði og ber brýna nauðsyn til að sveitarfélög úti á landi taki sig saman og neiti að greiða gjöldin sem þau eru nú krafin um. En þessi krafa Reykjavíkur ætti líka að sýna lands- byggðarfólki fram á nauðsyn þess að styrkja og efla framhaldsnám í hverjum fjórðungi landsins. Slík efl- ing framhaldsskólanna á landsbyggðinni er forsenda þess að hægt sé að tala um jafnrétti til náms. Landsbyggðarfólk ætti að láta frá sér heyra á næst- unni og senda frá sér samhljóða ályktanir sem inni- halda þetta: Niður með námsvistargjöldin. S. G. Firmakeppnin í bridge, sem sagt var frá í síðasta blaði, hófst sl. mánudag með þátttöku 8 fyrirtækja í bænum. Spilaðar voru fjórar umferðir, þ. e. 32 spii. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið lokið stigaútreikningi úr þesum spilum. Síðari um- ferðirnar verða spilaðar í Egils- búð nk. mánudag. Nokkur ný andlit sáust á þessu fyrsta bridgekvöldi sem er vel en þau mættu gjarnan vera fleiri því vitað er að fjölmargir bæjarbúar spila bridge að stað- aldri í heimahúsum, bæði konur og karlar. Þá má benda hinum mörgu ungu bráðefnilegu spil- urum á að taka þátt í starfi Bridgefélagsins. Vonandi verður grundvöllur fyrir áframhaldandi starfi í vetur og verður þá væntanlega spilað e. h. á laugardögum. E. G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.