Austurland


Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 2. FEBRÚAR 1984. 3 Fjórir félagar úr Björgunarsveitinni Gerpi við einn af farkostum sveitarinnar, þeir eru frá vinstri: Jón Svanbergsson, Þórarinn Smári, Tómas Zoega og Hrólfur Hraundal. Ljósm. Jóh. G. K. Góð ráð á vetrarferðum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað hefur nú eins og undanfarin ár gefið út viðskipta- almanak í fjáröflunarskyni og til hagræðis fyrir bæjarbúa. Að þessu sinni fylgja góðar reglur sem gott er að hafa í huga þegar lagt er af stað í ferð að vetrarlagi. AUSTURLAND hefur feng- ið leyfi sveitarinnar til að birta reglurnar og fara þær hér á eftir. Fjallreglur 1. Farðu ekki í langferð án þjálfunar 2. Láttu vita hvert þú ætlar 3. Taktu tillit til veðurs og veðurspár 4. Taktu tillit til þess er reyndir fjallamenn segja og leitaðu ráða hjá þeim 5. Vertu viðbúinn að lenda í óveðri jafnvel í stuttum ferðum. Hafðu ávallt bakpoka og þann búnað er ferðin krefur. Á lengri ferðum, alltaf skóflu 6. Mundu eftir korti og kompás 7. Farðu ekki einn í ferð 8. Snúðu við í tíma, það er engin skömm að því 9. Sparaðu kraftana og grafðu þig í fönn í tíma Norðfjarðarblöðin - viðauki AUSTURLANDI hefur bor- ist bréf frá Vilhjálmi Hjálmars- syni með velþegnum upplýsing- um til viðbótar. Birtist bréfið hér örlítið stytt: í síðasta jólablaði AUSTUR- LANDS er grein, Blaðaútgáfa í Neskaupstað, eftir ritstjórann Ólöfu Porvaldsdóttur. Er skemmtilegt að rifja upp slíka hluti - og næsta nauðsynlegt, því hirðusemi er ekki sterkasta auðkenni Islendinga. Ég get bætt örlitlu við og vil koma því á framfæri ásamt lítilsháttar leiðréttingum. Sókn „Framsóknarmenn í Nes- kaupstað" gáfu út fjölritað blað með þessu nafni 1954 - 1956. í Skjalasafninu í Neskaupstað eru nú til 1. - 5. tölublað 1. árgangs, 1. tölubl. 2. árg. og 5. tölubl. 3. árg. Annað veit ég ekki um fjölda tölublaða. Ábyrgðarmaður var Ármann Eiríksson. Austri „Framsóknarmenn á Austur- landi“, og frá 5. október 1960 „Kjördæmissamband fram- sóknarmanna", gáfu út. Blaðið hefur frá byrjun 1956 komið úr árlega, 16 tölublöð að meðaltali hvert heilt ár sem það kom út í Neskaupstað. Efnið bæjar- og landsmál og fréttir úr fjórð- ungnum. Ritstjórar: Ármann Eiríksson frá byrjun 1956, Vil- hjálmur Sigurbjörnsson frá okt- óber 1960, Kristján Ingólfsson og Vilhjálmur Hjálmarsson frá október 1963 og Jón Kristjáns- son frá nóvember 1973. Austri er nú vikublað nema sumarhlé, 44 tölublöð 1983. Smári kom út í 5 ár, 1927 - 1931, 6 tölublöð á ári. Lokið göngunum Nokkuð hefur borið á því að skíðafólk og aðrir sem leið eiga um Oddsskarðsgöng hafa ekki lokað dyrunum að göngunum á eftir sér. Pað má alls ekki gerast því að göngin fyllast fljótt af frosti sem veldur svellbólstrum á veginum. Vegfarendur eru því vinsam- legast beðnir um að loka göng- unum á eftir sér. REYKJAVIKURKVOLD í Valaskjálf laugardaginn 11. febr. kl. 1930 Kl. 1930 HÚSIÐ OPNAÐ - LYSTAUKI Veislustjóri Hermann Ragnar Stefánsson, býður gesti velkomna MATUR Súpan við Sundin (skelfisksúpa) Sinnepsristað lambalæri m/bökuðum kartöflum, gratineruðu blómkáli og madeirasósu Esjutoppar GESTUR KVÖLDSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri DINNER TÓNLIST SKEMMTIATRIÐI Tískusýning, atriði úr íslensku óperunni, atriði frá Leikfélagi Reykjavíkur, danssýning frá dansstúdíói Sóleyjar FERÐABINGÓ — 1 utanlandsferð + 2 helgarferðir til Reykjavíkur STIGINN DANS TIL KL. 300 AÐGANGSEYRIR KR. 550.- - DANSLEIKUR KL. 1 ioo_3oo VERÐ KR. 300.- Forsala í Valaskjálf - Á dansleiknum verður hluti skemmtiatriða endurtekinn kl. 1°°

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.