Austurland


Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 02.02.1984, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstað, 2. febrúar 1984. S7222 Auglýsingasími INNLÁNSVIÐSKIPTI . ER LEIÐIN TIL S ?' Slökkvilið AUSTURLANDS LÁNSVIÐSKIPTA Neskaupstaðar er 7629 Sparisjóður Norðfjarðar Seyðisfjörður: Fundir um fíkniefni Tveir austfirskir bœir sagðir góðir fyrir fíkniefnasala Fyrir nokkru birtist viðtal í DV um ávana- og fíkniefni sem vakti allmikla athygli á Austur- landi. í viðtalinu voru nefnilega nefndir þrír kaupstaðir á lands- byggðinni sem góðir markaðs- staðir fyrir fíkniefnasala og voru tveir þessara staða austfirskir. Líklegt er að margir íbúa þess- ara byggðarlaga hafi hrokkið við er þessu var haldið fram í viðtalinu. Annar austfirsku kaupstað- anna var Seyðisfjörður og hafa þar orðið nokkur viðbrögð : kjölfar staðhæfinganna í um- ræddu viðtali. Bæjarfógeti kall- aði saman á fund í ársbyrjun nokkra menn til að ráðgast um hvernig bregðast ætti við umtali sem þessu. Á meðal þeirra sem bæjarfógeti boðaði til fundar voru læknirinn á staðnum, bæjarstjóri og skólastjóri. Nokkrir gagnlegir fundir þessara aðila hafa verið haldnir og gangast þeir fyrir borgara- fundi um fíkiefnamál fimmtu- daginn 9. febrúar. Árni Einars- son, starfsmaður Menntamála- ráðuneytisins í þessum málum, mun mæta á fundinn til þess að veita upplýsingar um hvernig staðið er að fyrirbyggjandi að- gerðum í þessum efnum. Árni mun síðan vera með fræðslu- fund í skólanum föstudaginn 10. febrúar. J. J. 1 S. G. „Reykjavík góð heim að sækja“ Borgaryflrvöld í Reykjavík hafa farið af stað með kynningu á Reykjavíkurborg undir yfir- skriftinni „Reykjavík góð heim að sækja“. Haldin verða kynningarkvöld úti á landsbyggðinni þar sem veitt er innsýn í það sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Leikarar, söngvarar og dansarar sem hlut eiga í listalífi Reykja- víkur munu koma fram á kynn- ingarkvöldunum en aðalgestur þeirra verður borgarstjórinn, Davíð Oddsson. I fréttatilkynningu um Reykjavíkurkynninguna segir: „Mikill hluti þeirra sem heimsækja Reykjavík árlega eru innlendir ferðamenn sem leggja leið sína til höfuðborgar- innar í viðskipta-, verslunar- eða skemmtiferðum. Færst hef- ur í vöxt að til Reykjavíkur ko.mi fólk í helgarferðir og noti þá tækifærið til að fara í leikhús, sjá nýjar kvikmyndir, heim- sækja söfn, líta inn í hinar marg- víslegu verslanir borgarinnar og bregða sér á veitingahús eða á dansleik á einhverjum af skemmtistöðum Reykjavíkur. Borgaryfirvöldum er ljóst að nauðsynlega þarf að vinna að upplýsingastarfi fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn er til höfuðborgarinnar koma. Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík hefur á sl. ári unnið að ýmsum verkefnum sem snúa að almennri kynningar- og upp- lýsingastarfsemi um Reykjavík fyrir ferðamenn. Nú hefur verið ákveðið að efna til Reykjavíkurkynningar á nokkrum stöðum á landinu, m. a. með það fyrir augum að kynna landsmönnum hvað er að gerast í borginni á sviði menningar og lista og í skemmt- analífinu. Það er von Samstarfsnefndar Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar gesti á Reykjavíkurkynn- ingunni. um ferðamál í Reykjavík að kvöldskemmtanir þessar megi takast vel og verða öllum sem þær sækja til ánægju og fróð- leiks.“ Mikið nýtt efni í vikunni OPIÐ ALLA DAGA 1 - 9 VIDEO — S 7707 STIKLAÐ Á STÓRU Makaskiptí hjá kaupfélaginu og bænum Bæjarstjórn Neskaupstaðar og Kaupfélagið Fram hafa gert makaskipti á húseignunum að Hólsgötu 5 sem var í eigu Bæjar- sjóðs (Sjómannastofan) og vesturhluta húseignarinnar Egils- braut 3 (frystihús og fiskbúð) sem var í eigu Kaupfélagsins Fram. Hefur bærinn hugsað sér að rífa frystihúsið enda hefur það verið til lítillar prýði síðustu ár og gefst þar möguleiki á stækkun Egilsbúðar með heimavist fyrir framhaldsskólanememendur sem væntanlega gæti nýst sem gistiaðstaða á sumrin og einnig hefur komið til tals að búningsklefar sundlaugarinnar verði í húsinu. Enn eru hugmyndirnar þó á frumstigi en við makaskiptin ætti að vera kominn nýr „flötur" á málið svo notað sé eitt af uppáhaldsorðum í umræðum um þessar mundir. Lægri álagning Heildarálagningarprósenta hjá bæjarsjóði Neskaupstaðar við álagningu fasteignagjalda er lægri en í fyrra vegna lækkunar á vatnsskatti úr 0.325% í 0.27% af fasteignamati. Eins og áður innheimtir Neskaupstaður ekki fasteignagjöld af tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Vilja láta hafnarsjóð reka vitann Samgönguráðuneytið hefurboðið Hafnarsjóði Neskaupstaðar Norðfjarðarvita til eignar og rekstrar. Hafnarstjórn Neskaupstaðar hafnaði boðinu, þar sem vitinn er utan hafnarsvæðis og er fyrst og fremst leiðarmerki fyrir siglingar fyrir Norðfjarðarhorn og veiðar á Norðfjarðarflóa. Nýtt tómstundaráð Nýtt tómstundaráð hefur verið kosið í Neskaupstað. Formað- ur þess er Petrún B. Jónsdóttir og aðrir í ráðinu: Kristinn ívars- son, Guðmundur H. Ármannsson, Ingunn Sveinsdóttir og Sveinbjörn Tómasson. Appelsínusafi frá Egilsstöðum Enn fjölgar tegundum af appelsínusafa. Það nýasta í þessu efni er safi sem tappaður er á fernur hjá Mjólkursamlaginu á Egilsstöðum. Þessi safi heitir „Lögur" hann er í eins lítra umbúð- um. Hráefnið er flutt inn frá Brasilíu. Fram til þessa hefur „Lögur“ eingöngu verið seldur í verslunum á Austurlandi. Norðfirðingar athugið! Aðalfundur hinna ýmsu sérráða Þróttar verða haldnir eftirtalda daga í Framhaldsskólanum Neskaupstað: Skíðaráð: Fimmtudaginn 2. feb. kl. 2030 Handknattleiksráð: Laugardaginn 4. feb. kl. 1330 Frjálsíþróttaráð: Mánudaginn 6. feb. kl. 2000 Sundráð: Miðvikudaginn 8. feb. kl. 2000 Knattspyrnuráð: Fimmtudaginn 9. feb. kl. 2000 Aðalfundur blakráðs verður auglýstur síðar Áhugafólk innan Þróttar um hinar ýmsu íþróttagreinar er eindregið hvatt til þess að mæta á þessa fundi Þróttur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.