Austurland


Austurland - 09.02.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 09.02.1984, Blaðsíða 1
Austurland Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 34. árgangur. Neskaupstað, 9. febrúar 1984. 6. tölublað. Frá Vopnafirði: Eyvindur Vopni kominn í lag Tíðarfar hefur verið hér um- hleypingasamt að undanförnu, snjólétt en óvenju mikil svella- lög. Fremur dauft hefur verið yfir atvinnulífinu, m. a. vegna þess að vélarbilun varð í Eyvindi Vopna, fyrst í desember og komst hann ekki á veiðar fyrr en um miðjan janúar. Eftir þá veiðiferð varð bilun í spildælu sem nú er búið að gera við og er Eyvindur nú í sinni annarri veiðiferð á árinu. Brettingur landaði 100 tonnum sl. mán- udag og vonast menn nú að úr fari að rætast með atvinnuna. G. S. I P. J. Hvað veldur seinaganginum Þótt undarlegt megi virðast bólar ekkert á ákvörðun ráð- herra í veitingu sérleyfisins Nes- kaupstaður - Egilsstaðir. Um- sögn skipulagsnefndar hefur nú legið hjá ráðherra í viku og finnst flestum óþarft um mál sem sveitarstjórnir í þeim sveit- arfélögum sem málið kemur helst við hafa sýnt einróma ákveðna afstöðu um. Víst er að samgöngumálin verður að leysa strax og sýnist mönnum það í sjálfu sér undar- legur hlutur að aðilar suður í Reykjavík eigi að ákveða hvar við hér fyrir austan kaupum okkar þjónustu sem verður raunin ef einhver önnur ákvörðun verður tekin en sú sem vilji manna hér fyrir austan sýnir. Mokveiði Eftir hörmulegan janúarmán- uð, lifnaði heldur betur yfir loðnuveiðunum í síðustu viku. Pá fór hún að birtast við suð- austurströndina og þá loks í veiðanlegum torfum. Er það mjög í samræmi við reynslu manna í gegnum tíðina. Loðnan veiddist mest í síðustu viku á svæðinu milli Hrollaugseyja og Tvískers, en síðustu daga hefur hún verið að fást út af Ingólfs- höfða. Er hún því á vesturleið og er ekki ósennilegt að hún hrygni í Faxaflóanum, a. m. k. þessi ganga, hvað sem síðari göngum líður. Mestu hefur nú á þessari ver- tíð verið landað í Vestmannaeyj- um, en þar voru allarþrærorðn- ar fullar á mánudaginn var. Mesta þróarrýmið er á Aust- fjörðum, einkum á Eskifirði og Seyðisfirði. Nú íbyrjun vikunn- ar var búið að landa eftirtöldu magni hér á Austfjörðum: Lestir Seyðisfjörður S.R............ 1.000 Seyðisfjörður ísbjörninn ........ 2.000 Eskifjörður ............... 10.000 Neskaupstaður ............. 7.000 Reyðarfjörður.............. 4.000 Stöðvarfjörður ............. 1.000 Pessar tölur eru ekki ná- vert breyttar í lok vikunnar. kvæmar og verða orðnar tölu- P. J. Neyðarástand hjá fólki á lægstu töxtum „Þið settuð þessi lög sem eru að troða fólk undir", sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir við forsætisráðherra í umræðu- þætti um kjaramálin í sjónvarpi sl. þriðjudagskvöld er rætt var um niðurstöðu kannana, sem sýndu að stór hluti fólks sér ekki lengur nokkra möguleika á að komast af á eigin tekjum. Það taka eflaust margir undir þessi orð Aðalheiðar og einnig að það sé ríkisstjórnarinnar að sjá svo um að þessu neyðar- ástandi verði aflétt og séð svo um að allir hafi mannsæmandi laun að lifa af. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ benti í sama þætti á, að fólk á lægstu töxtunum byggi við beint neyðarástand og Guðmundur J. kvað ástandið ætti eftir að versna ef ekkert væri að gert bæði vegna hótana um áframhaldandi kjaraskerðingu og einnig myndi verða minna um eftir- vinnu. Forsætisráðherra og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins sátu líkt og sneyptir rakkar undir þessum staðreyndum og vitnisburði fólks sem fram kom í þættinum og sýndi fram á að laun þess dygðu engan veginn fyrir nauðþurftum. Og þegar spyrj- andi þáttarins bað þá um að svara því hvort þeir treystu sér til þess að lifa af þeim tekjum sem verið væri að fara fram á sem lágmarkslaun 15 þúsund á mánuði varð þeim svarafátt og létu spurningunni ósvarað enda forsætisráðherra nýbúinn að lýsa því yfir að kaupið dygði fyrir vellingi, sem væri ágætis- matur. Er þetta ástandið sem stjórnarflokkarnir núverandi lofuðu launafólki f vor? Ljósm. Jóh. G. K. Alþjóðlegt skákmót í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlegt skákmót í Neskaup- stað um miðjan mars. Mótið er haldið að frumkvæði Tímarits- ins Skákar í samvinnu við Tafl- félag Norðfjarðar og Skáksam- band Austurlands. Pátttakend- ur verða 12, þar af 4 erlendir stórmeistarar og sterkustu skák- menn fslendinga auk eins heimamanns. Erlendur stór- meistari skýrir skákir á mótsstað. Mótið mun standast kröfur FIDE, Alþjóðasambandsins í skák og þar verður hægt að vinna áfanga til titils stórmeist- ara, alþjóðameistar og FIDE- meistara. Samskonar mót mun verða haldið í Grindavík fyrri hluta mars. Fjallað verður nánar um mót- ið í næstu blöðum. Hvað er að gerast í málum kísilmálm- verksmiðjunnar? Sjá 2. sídu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.