Austurland


Austurland - 09.02.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 09.02.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 9. FEBRÚAR 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir 2Í7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Byggð með byggð Fyrir um það bil tveimur áratugum kom fram sú kenning að lausnin í byggðamálum okkar íslendinga væri sú að byggja upp höfuðstað í hverjum landsfjórðungi. Þar átti að safna á einn stað allri þjónustu fyrir landshlutann, þar átti menningin að dafna og mannlífið að blómstra. Aðrar byggðir áttu svo að vera eins konar hjáleigur frá höfuðból- inu, útróðrarstaðir þar sem fiskur væri dreginn úr sjó til að standa undir ljóma höfuðstaðarins og allri menningunni þar, Flestir gerðu sér strax ljóst að þetta var vond kenning, en sumir fengu glýju í augun og enn þann dag í dag skýtur þessi höfuðstaðarkomplex stundum upp kollinum, skynsamlegri byggðaþróun til mikillar óþurftar. Að sjálf- sögðu eru aðstæður misjafnar eftir landshlutum, en alltaf er hætt við skæklatogi ef byggja á upp einn stað á kostnað annarra. Á Austurlandi er stefnt að því að byggja byggðirnar upp sem jafnast eftir aðstæðum á hverjum stað og mynda byggðakeðju. Með skynsamlegri verkaskiptingu í alls kyns þjónustugreinum viljum við treysta hverja byggð, hvern hlekk og keðjuna alla um leið. Vilji heimamanna er fyrir hendi. Þeir gera sér ljóst að aðeins með samstarfi er unnt að fullnýta hina miklu mögu- leika Austurlands til arðbærs vaxtar í atvinnulífi og þjón- ustu, og að samheldnin er forsenda þess að hér verði mótað heilbrigt samfélag. Þess vegna er það höfuðmál Austfirð- inga nú að tengja byggðirnar betur saman með stórbættum samgöngum. Byggja þarf upp vegi, gera jarðgöng, leggja bundið slitlag - færa byggðirnar saman. Ef stjórnvöld og þingflokkar meina eitthvað með yfirlýsingum sínum í sam- bandi við afgreiðslu kosningalaga, hljótum við að vera bjartsýn á árangur. ✓ Oþolandi ástand Fyrir nokkrum árum ákváðu þrjú sveitarfélög, Eskifjarð- arkaupstaður, Neskaupstaðurog Reyðarfjarðarhreppurað sameinast um uppbyggingu skíðaaðstöðu í Oddsskarði. Þar er nú skíðalyfta og skáli er í byggingu. Aðstæður eru ein- hverjar þær albestu á landinu og svæðið er geysivinsælt af ungum sem öldnum, ekki síst um helgar. En hængur er á. Helgi eftir helgi hefur þessi heilsu- brunnur verið lokaður fólki, því vegurinn þangað hefur verið ófær. Ekki svo að skilja að allt sé á kafi í snjó, því fólksbílafæri hefur verið langleiðina að skíðasvæðinu, en 100 - 200 metra kafli hefur lokað þjóðveginum. Myndu höfuðborgarbúar eða Akureyringar - svo dæmi séu tekin - sætta sig við að komast ekki í skíðalönd sín um helgar af því að þjóðvegurinn þangað væri ófær? Áreið- anlega ekki. Og við eigum ekki að sætta okkur við það heldur. Það er sjálfsögð krafa að við eðlilegar aðstæður séu ekki smáskaflar látnir hindra það að íbúar svæðisins - sem eru 3500 talsins - geti sótt sér hressingu og ánægju í skíðaparadísina í Oddsskarði. Krjóh. FRÁ ALÞINOI Sverrir Hermannsson á Alþingi 31. jan. sl. um kísilmálmverksmiðjuna: Engin endanleg áform um framkvæmdirnar í síðustu viku, 31. jan., svar- aði Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra á Alþingi fyrir- spurnum Hjörleifs Guttorms- sonar varðandi framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Verða hér rakin helstu atriði sem fram komu hjá fyrirspyrjanda og ráð- herra. 1. Hjörleifur spurði: Hvenær hyggst ríkisstjórnin leita eftir heimild Alþingis til að hefja framkvæmdir við kís- ilmálmverksmiðjuna sam- kvæmt lögum nr. 70/1982? Sverrir svaraði: Ákvörð- un hefur ekki enn verið tek- in um tillöguflutning, en gert var ráð fyrir í stefnu- ræðu hæstvirts forsætisráð- herra í byrjun þessa þings, að slík tillaga yrði flutt á yfirstandandi þingi. 2. Hjörleifur spurði: Hvenær er áformað að hefja fram- kvæmdir við verksmiðjuna og byrja rekstur hennar? Sverrir svaraði: Engin endanleg áform eru uppi um framkvæmdirnar. . . . Menn hafa bundið vonir við að hefjast mætti handa á þessu ári um undirbunings- framkvæmdir .... Bygg- ingartími verksmiðjunnar frá því að jarðvegsfram- kvæmdir hefjast þar til fyrri ofn hennar er gangsettur er um 2'/: ár. Talið er æskilegt að framkvæmdir hefjist snemma vors. 3. Hjörleifur spurði: Hvað hefur gerst í viðræðum við erlenda aðila vegna hugs- anlegrar eignaraðildar að Kísilmálmvinnslunni hf. og út frá hvaða forsendum er gengið í þeim viðræðum, m. a. varðandi orkuverð? Sverrir svaraði: Á vegum samstarfsnefndar Stóriðju- nefndar og Kísilmálm- vinnslunnar hf. var gefið út kynningarrit um Kísilmálm- vinnsluna hf. Ritinu hefur verið dreift til fjölmargra aðila í Evrópu, Ameríku og Japan. Kynningarviðræður um eignaraðild hafa átt sér stað við nokkra aðila. Nú þessa dagana er verið að hafa samband við þá aðila, sem kynningarritið var sent til og óskað eftir viðræðum við þá. Aðilum þeim sem rætt hefur verið við hefur verið gerð grein fyrir því, hver sé framleiðslukostn- aður raforku frá nýjum virkjunum á Islandi. Hefði verið unnt að gangsetja verksmiðjuna seint á árinu 1986 í inngangsorðum að fyrir- spurninni minnti Hjörleifur á stöðuna í verksmiðjumálinu við ríkisstjórnarskipti með þessum orðum: „Við ríkisstjórnarskipti í vor stóðu mál því þannig. að miðað við þá stefnu sem fylgt hefði verið um uppbyggingu kísilmálmverksmiðjunnar sem íslensks fyrirtœkis og að því tilskyldu að Alþingi samþykkti fyrir árslok 1983 niðurstöður stjórnar fyrirtækisins um upp- byggingu verksmiðjunnar, hefði verið unnt að gangsetja verksmiðjuna seint á árinu 1986. Núverandi ríkisstjórn breytti hins vegar um stefnu á þessu sviði sem öðrum. I stjórnarsáttmála hennar frá 26. maí 1983 má lesa eftirfar- andi: „Nýjum aðilum verði gefinn kostur á eignaraðild að kísilmálmverksmiðjunni". Núverandi hæstvirtur iðnað- arráðherra gaf fljótlega út þá textaskýringu, að hér væri um að ræða erlenda aðila og helst kysi hann að þeir œttu verk- smiðjuna að fullu og a. m. k. að meirihluta. Ekki hefur komið fram mér vitanlega hvort samstarfsflokkur sjálf- stæðismanna, Framsóknar- flokkurinn hafi skrifað upp á þá stefnu iðnaðarráðherra varðandi kísilmálmverksmiðj- una og væri æskilegt að fá það upplýst. Margir urðu hins veg- ar áhyggjufullir út af þessari stefnubreytingu og áhrifum hennar á framgang verk- smiðjumálsins.“ Hörmulegt hvernig til hefur tekist Eftir að hafa heyrt svör Sverrissagði Hjörleifurm. a.: „Hér erum við að sjá upp- skeruna af þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin og hæstvirtur ráð- herra beitir sér fyrir í stóriðju- málum að ætla útlendingum að ráða þar ferðinni. Það er horf- ið frá því að Islendingar séu þarna frumkvæðisaðilar og forystuaðilar í þessum málum og geti tekið sínar ákvarðanir út frá íslenskum forsendum. (Iðnrh. grípurfram í: Oggrætt á öllu saman). Já, og fleytt rjómann af sölu orkuverðs og sköttum, eins og Morgunblað- ið orðar það í ritstjórnargrein- um sínum, sem á að vera upp- skeran af stóriðjustefnu flokksins. Og þetta er þeim mun hörmulegra, þessar horf- ur og þessi stefnubreyting, sem allar aðstœður varðandi þetta fyrirtœki hafa reynst vera góð- ar og batnandi nú hina síðustu mánuði, fyllilega í samræmi við þær vonir og spár, sem stjórn verksmiðjunnar lagði fyrir í sinni skýrslu. Þannig liggur það fyrir, að það er unnt að fá hagstæð tilboð í fram- kvæmdaþætti vegna efnahags- ástands í heiminum, m. a. úti í Evrópu og einnig hér innan- lands. í öðru lagi liggur það fyrir, að kostnaðaráœtlun varðandi verksmiðjuna er nú áœtluð um 10% lœgri heldur en var mat stjórnarinnar í árs- byrjun, sem hefur veruleg áhrif á arðgjöf fyrirtækisins eða um 2%, þannig að miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir ætti arðgjöfin að metast um 15%. Og í þriðja lagi er þess að geta, að verðlag á af- urðum þessarar verksmiðju, kísilmálmi, hefur farið veru- lega hækkandi á undanförnum misserum úr þeim öldudal, sem ríkti 1981 og sérstaklega 1982, eða um 30 - 40% og er það í samræmi við spár, sem fyrir lágu um verðþróun á þessari afurð. Ég tel að það sé hörmulegt, hvernig til hefur tekist í þessu stóra máli fyrir íslenskan þjóð- arbúskap og þá ekki síst fyrir Austurland, þar sem þetta fyrirtœki á að rísa lögum sam- kvœmt og þar sem það kemur til með að hafa gífurlega þýð- ingu fyrir atvinnustarfsemi í fjórðungi og orkunýtingu í framtíðinni. “

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.