Austurland


Austurland - 16.02.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 16.02.1984, Blaðsíða 4
Fundahöld um fíkniefnamál á Seyðisfirði: Einstæð fundarsókn í AUSTURLANDI 2. tbl. þessa mánaðar var sagt frá við- brögðum bæjaryfirvalda á Seyð- isfirði vegna blaðaviðtals þar sem getið var um góðan fíkni- efnamarkað og fíkniefnaneyslu á þremur stöðum á landsbyggð- inni. Borgarafundurinn, sem þá var greint frá í blaðinu, var hald- inn sl. fimmtudag, 9. febrúar. Hátt á annað hundrað eða u. þ. b. fimmti hluti bæjarbúa voru á fundinum og telst sú fundarsókn einstæð, nema um framboðs- fundi eða aðra skemn.dfundi sé að ræða. Starfsmaður menntamála- ráðuneytisins í fíkniefnamálum, Árni Einarsson, mætti á fundinn og var fundargestum skýrt frá hvað aðhafst hefði verið í þess- um málum að hálfu hins opin- bera á undanförnum árum. Einnig voru flutt fræðileg er- indi. í lok fundar svöruðu síðan Árni og héraðslæknirinn fyrir- spurnum fundargesta. Þótti fundurinn í alla staði heppnast vel. Næsta dag var Árni með fræðslu um fíkniefnamál fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla. Ákveðið er að vinna áfram að þessum málum og er sennilegt að Árni komi aftur til þess að leiðbeina um fyrirbyggjandi að- gerðir á þessu sviði. J. J. / S. G. Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar Framhaid af 1. síðu____________ Af einstökum málaflokkum er meslu varið til fræðslumála eða 9.6 millj. kr. því næst til fé- lagsmála 7.0 millj. kr. eða 13.9% og þá til gatnageröar 5.7 millj. kr. eða 11.2% Af rekstrarafgangi fara 5.6 millj. í gatnagerð, fegrun bæjar- ins og til tækjakaupa hinna ýmsu stofnana. 3.4 millj. kr. fara til byggingaframkvæmda. Þegar upp er staðið eru eftir- stöðvar á reksturs- og fram- kvæmdayfirliti 7.2 milj. kr. sem fara til afborgunar af lánum og til að bæta fjárhagsstöðuna." Helstu framkvæmdir eru áætlaðar: Áfram verður haldið með sjúkrahúsið og framhaldsskól- ann í samræmi við fjárveitingar ríkisins, sem sjaldan liafa verið jafn rýrar og nú. 1 framhalds- skóla er ætlunin að taka í notk- un fyrstu hæðina meö stjórnun- arálmu. Mcö tilkomu hennar og aö óbreyttum forsendum bendir allt til þess, að í austurálmu framhaldsskólans rúmist félags- og æskulýðsstarf og bókasafn, þ. e. a. s. skólans og almcnn- ingssafnið geti síðan fengiö aö- stöðu á neðstu hæð. Að því er stefnt á þessu ári að taka íbúöir fyrir aldraða í notkun og er 1.0 millj. kr. variö af tjárhagsáætlun til byggingar- innar. Hlutur Neskaupstaðar í bygg- ingu þjónustumiðstöðvar í Oddsskarði er áætlaður 600 þús- und og að því er stefnt að skál- inn verði tilbúinn fyrir næsta vetur. Áfram verður unnið við undirbúning íþróttaleikvangs og lokið við anddyri íþróttahúss- ins, sem notað hefur verið til kennslu undanfarin ár. Til nýbyggingar gatna á að verja 3.7 millj. kr., sem bæjar- ráð hefur ekki gert tillögu utrt ráðstöfun á en líklcgast er að auk lagningar nýrra gatna á Bökkum og hafnarsvæöi verði unniö við Þiljuvclli og Nesgötu. Þá væri mjög æskilegt að geta gert endurbætur á miðbæjar- svæði. „Þegar horft er fram til næsta árs cr útlit fyrir að áfram verði hér öflug atvinnustarfsemi, minni þorskurcn meir af loðnu. Mcnn ættu því ekki að þurfa að óttast atvinnuleysi hér í bæ. Haldist verðlag og kaupgjald nokkurn veginn í hendur frá því sem nú er verða möguleikar sveitarfélagsins til framkvæmda á næsta ári ekki minni en nú. Neskaupstaöur eins og önnur sveitarfélög þarf að vísu ein- hvern tíma til að jafna sig eftir þrjú erfið ár. Fara verður gætilega í lán- tökur og bæta þarf lausafjár- stöðuna. Meginmálið hlýtur þó að vera að halda uppi góðri þjónustu á sem flestum sviðum og verölag þeirrar þjónustu sé miöað viö að allir geti nýtt sér hana burt séö frá efnahag. í þessari áætlun er að þessu stefnt: öflugur rekstur og óbreytt þjónustugjöld. Á þenn- an hátt tryggir bæjarfélagið helst hag þeirra sem lægst hafa launin." sagði Logi að lokum. Eiskulum vér þrælar vera! Iðnaðarráðherra hefur sent frá sér bænaskjal til (að hans mati) álitlegra erlendra aðila, þar sem hann býður upp á ódýrt vinnuafl (væntanlega austfirskt) og langan vinnudag ásamt ódýrri orku ef útlendir vilja byggja svo sem eins og eina kísilmálmverksmiðju handa hon- um uppi á Islandi. Finnst Austfirðingum lágt lagst og kveðjan köld frá þingmanni þeirra þar sem hann þykist geta boðið vinnu þeirra fyrir lágt verð og séð svo um að vinnudagurinn verði langur, rétt eins og um drógmerar væri að ræða forðum daga en ekki frjálst fólk með samningsrétt. Kemur það víst engum á óvart eftir yfirlýsingar ráð- herrans vegna vinnudeilunnar í Straumsvík, þar sem greinilega kom fram hverjum klukkan glymur. Löngu fyrir daga Egils rauða vissu norrænir menn að betra væri að kunna fótum sínum forráð og Egill sendir iðnaðarráðherra eftirfarandi vísu úr Hávamál- um: Veistu, Veistu, Veistu, Veistu, Veistu, Veistu, Veistu. Veistu, hvé rísta skal? hvé ráða skal? hvé fáa skal? hvé freista skal? hvé biðja skal? hvé blóta skal? hvé senda skal? hvé sóa skal? —

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.